Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 1. april. 1973 Þaö er fólk á öllum aldri, sem sækir samkomur hjá Hjálpræöishernum i Reykjavik. Litið inn á hermanns- vígslu hjd Hjdlpræðis- mmmmmsm hernum í LEIT AÐ HAMINGJU SIÐASTLIÐIÐ sunnudags- kvöld fór fram hermanns- vígsla hjá Hjálpræðis- hernum i Reykjavík. Slík vígsla er ekki algeng hér á landi/ en þó heldur ekki sjaldgæf/ enda hefur fjöldi fólks látið vígja sig til þjónustu hjá þessum sér- stæða her þau nær 77 ár, sem hann hefur starfað hér á landi. Hjálpræðisherinn á deildir i 92 löndum og hann getur teflt fram hundruðum þúsunda manna og kvenna ef á þarf aö halda. Hann er lika talinn einn af fjórum mannflestu herjum i heimi, næst á eftir herjum Kina, Sovétrikj- anna og Bandarikjanna. En þeir keppa allir að öðrum takmörkum en Hjálpræðisherinn, og beita öörum vopnum til að sigra og til að fá menn til fylgis; viö sig. Þeirra vopn eru tortimingarvopn, en vopn Hjálpræðishersins eru kærleikurinn og trúin á allt það fallega i þessum heimi. Þráði að gerast hermaður guðs Þetta sunnudagskvöld var 'vigður ungur piltur, Gisli Helga- son, sem undanfarin þrjú ár hefur sótt fundi hjá hernum og hrifizt svo að starfi hans, að hann ákvað að gerast liðsmaður. — ,,Ég hafði oft hugsað til Hjálpræðishersins áður, og hafði innra með mér löngun til að kynnast honum, en hafði mig ekki i það af ein- hverjum ástæðum, sem ég get ekki gert mér grein fyrir”, sagði þessi ungi maður, sem er bréfberi að atvinnu, er við töluðum við hann þarna um kvöldið. ,,Ég hef ekki verið heill heilsu i mörg ár, og var farinn að halla mér heldur mikið að vini og skemmtunum i leit aö einhverju nýju. Það bætti ekki úr fyrir mér, nema að siöur væri, og það kom að þvi að ég var fluttur á sjúkra- hús. Það var svo eitt kvöld,er ég lá i rúmi minu, að ég fann einhverja innri iöngun til að biðja guð um aö hjálpa mér, og ég lagðist á bæn, en það hafði ég ekki gert i mörg ár. Mér fannst sem mér létti við þetta og svo gerðist það skömmu siðar að ég fékk sönnun fyrir þvi að ég væri að verða sterkari a.m.k. hvað varðaði löngun mina i vin. Þá fékk ég sérstakt leyfi á sjúkrahúsinu til að fara á skemmtistað og þegar ég kom þar inn, var þar fyrst fyrir mér kunningi minn, sem þegar bauð mér vin. Ég afþakkaði boðið og hef siðan ekki tekið glas og vona að ég geri það aldrei framar. Eftir að ég losnaði af sjúkra- húsinu var ég til hvildar á vist- heimilinu að Bjargi á Seltjarnar- nesi. Þar komst ég i kynni við fólk.sem var i Hjálpræðishernum og fór með þvi á fyrstu fundina. Siðan hef ég sótt þá reglulega og hef átt margar af minum ánægju- legustu stundum þar”. — Hvernig liöur þér nú eftir aö hafa tekið þá ákvöröun aö gerast hermaöur i Hjálpræöishernum? — „Mér liður dásamlega vel og þessi dagur verður mér ógleym- anlegur. Eftir að ég fór að sækja fundi og ákvað að gerast her- maður hefur mér liðið miklu betur en áður. Ég er kátari en ég var og aldrei i vondu skapi. Foreldrar minir og þeir sem mig þekkja eru ánægðir með þessa ákvörðun mina. Ég vil gjarnan fá að starfa að öllum málefnum Hjálpræðishersins og vona að ég geti unnið það vel þau störf, er mér eru falin, að það verði Hjálp- ræðishernum og þvi, sem hann berzt fyrir, til góða”. Sumir láta sig sjaldan vanta á fundi Vigslan fór fram i samkomusal Hjálpræðishersins. Þar var hvert sæti skipað, eins og reyndar kvöldið áður, en þá hafði farið þar fram unglingasamkoma, sem hófst klukkan ellefu um kvöldið. Eftir að sungnir hafi verið nokkrir sálmar við undirleik hljómsveitar, stóð umdæmis- stjóri hersins i Færeyjum og Islandi, Óskar Jónsson, upp, og Fyrsta verk Gisla eftir aö hann haföi svariö heitiö, var aö lesa úr bibliunni fyrir áheyrendur. bað þann, sem átti að vigja, að koma til sin. Þar las hann yfir honum hermannsheitið, sem bæði var mikið og langt, en þar gat að heyra þær reglur og þau lög, sem þeim vigða bar að fara eftir og fylgja. Siðan var honum afhent skirteini og annað, sem hverjum hermanni er afhent við vigslu, en einkennisfötin hafði hann fengið fyrr um daginn. Athöfn þessi var á engan hátt iburðarmikil en látlaus og vina- leg og sjálfsagt þeim, sem vigður er, ógleymanleg um aldur og ævi. Umdæmisstjórinn, Óskar Jónsson, sagði okkur, að athafnir sem þessar væru nokkuð algengar, enda bættist liðstyrkur við af og til. Sama væri að segja um samkomugesti, það kæmu ný andlit á hvern fund og margir létu sig ekki vanta á fundi, þó svo að þeir gerðust ekki starfsmenn hersins. „Margir hjálparþurfi í okkar litla landi" — Hvenær gekkst þú í Hjálp- ræðisherinn, og hver var ástæöan fyrir þvi, Óskar? — ,,Það var engin sérstök ástæða fyrir þvi. Ég hafði kynnzt þessu sem unglingur, þvi að for- eldrar minir voru bæðiihernum. Ég bar þetta saman við annað, sem ég þá þekkti, skemmtanir og fleira og taldi þá þegar, að starfs- óskar Jónsson hefur veriö i Hjálpræöishernum i yfir 40 ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.