Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 1. april. 1973 Fiskvinnsla og peningalykt Anders Bondesonheitir Svii, sem dvalizt hefur hér á landi og unnið meðal annars i fiskvinnslustöð. Eftir hann hefur birzt svoiátandi grein i timariti. „ÞAÐ er eins og vettlingi liafi veriö fleygt á ströndina. Þar er Ólafsvik. Þangaö er dagleiö úr Reykj; vik I áætlunarbil. Bærinn er noröan vert viö Snæfellsjökul, og brött fjöllin viö jökulræturnar setja mannabyggöinni skoröur. Kirkjan er rétt undir fjallsveggn- um, og neöar er pösthúsiö. ibúðarhúsin eru i beinum rööum eins og net hafi verið hengd til þerris. í skammdeginu iáta þau litiö yfir sér. Fiskvinnslustöövarnar eru veltiás alls i Ólafsvik. Fyrst er flakað, og svo er búiö um fiskinn, áöur en hann er hraöfrystur. Fiskibátarnir eru alltaf á sjónum. Þetta er á hæstri vertiö, og hver stund er mikilla peninga virði. Fiskvinnslustöövar laða til sin fólk af öllu landinu. Það kemur og býr i húskynnum fiskvinnslu- stöðvanna, eigendur þeirra láta þvi i té húsnæði og fæði. Ég vinn i fiskvinnslustöð og bý i litlu herbergi meö tveim ts- lendingum, þar sem rúm og stól- ar eru einu húsgögnin. Vinnan er ströng. Ég sé herbergisfélaga mina sjaldan, þvi aö þeir vinna langt fram á kvöld dag eftir dag. Þeir, sem vinna að fiski, verða að haga sér eftir fiskigöngunum og peningalyktinni. Herbergisfélagar minir eru úr Reykjavik. Þeir hafa verið ráðnir til vinnu i ákveðinn tima, og þeg- ar ráðningartiminn er úti, fara þeir burt og leita fyrir sér annars staðar. Þetta er talsvert annaö en Klondyke-rómantikin, sem svo oft er lýst, þegar talað er um at- vinnuleit islenzkra verkamanna. Heimafólk i Ólafsvik sér fisk- vinnslustööina áreiðanlega öðr- um augum en þeir, sem þveitast þannig fram og aftur, þvi að vinnslustöðvarnar eru lifæð byggðarlagsins, og ég býst við, að flestir .heimamanna hafi unnið i þvi einhvern tima á ævinni. I Reykjavik hitti ég unga Is- lendinga, sem lýstu fyrir mér þeirri félagslund, sem þróaðist, þegar menn fóru i vinnu i þessum fiskvinnslustöðvum. Það var að minnsta kosti fullyrðing þeirra. En ég heyrði lika sögu um verka- mann, sem ekki undi sér við vinn- una, fór til yfirmanns sins og sagði upp. En fór svo i fisk- vinnslustöð hinum megin við göt- una. Fiskvinnan er óumdeilanlega ströng, og aðbúnaðurinn sætir viða mikilli gagnrýni. En ís- lendingar reyna ekki að flýja frá veruleikanum — þá skoðun hef ég myndað mér, þegar ég reyni að gera mér grein fyrir sögu lands- ins. Og sagan er enn að gerast. Is- land er fiskimannaland. Allt væri i húfi, ef ekki væri fiskur á miðun- um, og þúsund ára krafa Is- lendinga til fisksins og gæða landsins er áþreifanleg stað- reynd. Þeir dagar voru, að ekki var mikill vellingur i pottinum — einkum á meðan danskir einokunarkaupmenn réðu öllu á verzlunarstöðunum. Arið 1550-1850 var Island ný- lenda Dana. 1602 kom danska ein- veldið á kaupeinokun, sem hélzt allt til loka átjándu aldar. Þá fyrst fengu aðrir rétt til þess að verzla. Þetta var timabil kúgunar og niðurlægingar. Fólkið i Ólafsvik og öðrum byggðarlögum urðu að selja ein- um kaupmanni allar afurðir sin- ar, og þeir máttu ekki kaupa neitt af öðrum en honum. Ég talaði við gamla konu, uppalda i Breiða- fjarðareyjum. Saga hennar var sagan um örbirgð og þrældóm forfeðranna. Hún sagði mér af bændum, sem voru auðmýktir, þegar þeir reyndu að selja varn- ing sinn. Danski kaupmaðurinn var voldugur maður, en samt sem áður var hann einmana á verzlunarstaðnum' þvi að aðrir forðuðust umgengni við hann. Þetta fyrirkomulag olli þvi, að bændurnir gátu engum framför- um tekið. Arðurinn af iðju bónd- ans hvarf úr landi. Hans naut við i Danmörku. Bóndinn var lægsta þrepið ilöngum stiga, sem teygði sig frá kaupmanninum, sem hann var undirorpinn, allt til dönsku krúnunnar. Þetta leiddi til að Is- lendingar sátu fastir i neti fátæktarinnar. Þeir voru ekki fá- tækir af þvi, að þeir áttu heima i afskekktu landi eða einangruðum byggðarlögum, heldur vegna ný- lendurfyrirkomulagsins. Þeir sprengdu lika af sér fjötrana. A nitjándu öld óx þjóðernishyggj- unni fiskur um hrygg, og þar höfðu bændurnir forystuna og mynduðu öflug samvinnufélög. Þar varð hart strið. Það varð upphaf þess, að danska kaup- mannaveldið var kveðið í kútinn. Ég fór frá tslandi að kvöldi I marzmánuði. Það er búið að skipa upp úr fiskibátunum, og sérkennilegan þef leggur um allt. Hann er óþægilegur þeffærum þeirra, sem ekki hafa vanizt hon- um. Islendingar kalla hann pen- ingalykt. Mér gekk vel heim til Sviþjóð- ar. Svo fékk ég bréf frá islenzkum kunningja, i Reykjavik. Hann skrifar: „Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur komizt að niðurstöðu, sem er andstæð hagsmunum Is- lendinga og þen'nan úrskurð nota liverfihjól, sem hefur einnar miiljón kilóvatta afkastagetu Til hvei risavék tæki Eftir Juri A þessu ári verður smiðað i Sovétrikjunum hverfihjól sem hefur 800.000 kilówatta afkasta- getu. Og nú er unnið að teikning- um að vélasamstæðu, sem mun hafa 1.200.00 kilówatta afkasta getu. Þrátt fyrir þetta skarar sovézki orkuiðnaðurinn ekki fram úr öðrum greinum i þróuninni heldur haldast þær i hendur. Til dæmis hafa verið sett upp i sum- um efnaverksmiðjum tæki sem framleiða 400.000 til 450.000 tonn af ammoniaki á ári, en fyrir aldarf jórðungi var ársfram- leiðsla allra sovézkra verksmiðja af ammoniaki álika mikil. Tæki, sem gerð hafa verið fyrir málm- iðnaðinn eru engu siður stórvirk, t.d. 5.000 rúmmetra járnbræðslu- ofn og tæki sem framleiða allt að 350 tonn af stáli i einni mótun. Er tilhneigingin sú að smiða að- eins risa vélar? Alls ekki. En við rekum ákveðna efnahagsstefnu. Markmið hennar er að framleiða meira með minni tilkostnaði. Framleiðslugeta járnbræðslu- ofns, sem er 5000 rúmmetrar, er 60% meiri en járnbræðsluofns, sem er 2000 rúmmetrar. Og fram- leiðslukostnaðurinn á hvert tonn verður 12% lægri. Að þvi er varð- ar vélasamstæður efnaiðnaðar- ins, þá er afkastageta þeirra 10 sinnum meiri en afkastageta smærri tækja. Og sama er hlut- fallið i orkuiðnaðinum. Minna hráefni og vinnuafl þarf til að framleiða kilówattstundina. Þannig eykst framkvæmdaafl þjóðarframleiðslunnar verulega, en það þýðir að minna fé þarf að eyða i vélar en meira fæst til þess að auka velmegun þeirra sem vinna við vélarnar. Framleiðsla véla samstæðna, sem auka afkastagetuna er eitt af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.