Tíminn - 01.04.1973, Síða 39

Tíminn - 01.04.1973, Síða 39
Sunnudagur X. aprll. 1973 TÍMINN 39 0 Bæn fyrstunni verkaði á mann sem ..tja, vangefinn liggur mér við að segja. Hann vaggaði höfðinu fram og aftur og út á hlið og rak öðru hverju upp rokur: „Abba- babbababba! Labbalabba- labbba! ” Þegar svo bænastundin hófst jókst þessi undarlega hegðan piltsins, en aldrei sagði hann orð, sem var skiljanlegt. Fólk setti sig niður i hópa, sem samanstóðu af tveimur og upp i fimm, lásu sínar Bibliur og báðu, upphátt og i hljóði. Sá „undarlegi” ráfaði á milli, sagði abbababbaba og hnykkti höfðinu afturá bak. En hvar sem hann kom var einhver reiðubúinn að faðma hann að sér, biðja Guð almáttugan að blessa hann og brosa vingjarnlega. A endanum vatt ég mér að hressi- legum Norðmanni og spurði hver hann væri, þess....þessi þarna. Hann horfði á mig um stund og sagði svo: — Þú hefur aldrei verið ikringum „junkies” (heróinneyt- anda), eða hvað? Nei, ég neitaði þvi. — Þú hefðir átt að sjá þennan, þegar hann fyrst kom til okkar, sagði Norðmaðurinn. — Þessi bróðir er búinn að vera heróinisti i mörg ár og allir voru fyrir löngu búniraðafskrifa hann. En við vit- um að kraftaverkin gerast ein- göngu með Kristi og við tókum hann til okkar. Hér er hann einn af okkur og við elskum hann. Hann þarfnast einfaldlega mik- illar ástar — og við getum veitt honum hana. 1 Sviþjóð kostar til dæmis að minnsta kosti 300 þús- und krónur (6.5 millj. fsl. kr.) að „reisa við” einn svona og það misheppnast. Við buðum honum að koma til okkar og það kostar ekkert. „Hengjum þá alla, þessa andskota.......” Bænastundin hélt áfram og ég settist á bekk og ætlaði að fá mér sigarettu en var bent á skilti, sem hékk yfir dyrunum: VINSAM- LEGAST REYKIÐ EKKI HÉR INNI. Ég fór út fyrir og bænirnar voru farnar að verða háværari. Fyrir utan stóð ákaflega óþrifa- legur maður og bauð mér LSD. — Ómögulega nú, sagði ég, — ert þú einn úr fjölskyldunni? — Nei, helviti, sagði hann á dönsku. — Það ætti að hengja alla þessa andskotans „Jesú-frika”. Einhvernveginn fannst mér ekki vera grundvöllur fyrir áframhaldandi samræðum okkar i milli, svo ég fleygði frá mér sigarettunni og fór inn aftur. Þar voru þá allir komnir i stóran hring á gólfinu og báðu hátt, hver fyrir sig. Norðmenn, Sviar, Dan- ir, Þjóðverjar, Bandarikjamenn og fleiri þökkuðu frelsara sinum fyrir að fá að vera saman — og allir gerðu það á ensku. Misjafn- lega góð var hún hjá sumum, en allir gátu þó sagt: „Thank you, Lord”. Svo var farið að syngja. Trúar- leg ljóð, leikið undir á eina sjö eða átta gitara og nokkrir börðu bumbur. I þessum söng var gifur- legur kraftur og eftir þvi sem gleðin jókst varð takturinn fastari og danssporin léttari. Og sifellt skein sama hamingjan úr hverju andliti. Klukkan var orðin um það bil sjö þegar hér var komið sögu og úti i horni stóðu nokkur ;,systkin” og hökkuðu niður kjöt, kartöflur, grænmeti og sitthvað fleira^ i stóra þvottabala. Mér hefur lik- lega orðið eitthvað starsýnt á hornið, þvi einhver hallaöi sér að mér og sagði: — Við borðum eftir klukkutima. Matnum seinkaði að visu um klukkutima til en allt þangað til var sungið, með hléum á milli fyrir bæna- og vitnunarstundir. Menn og konur stilltu sér upp á kassa og vitnuðu um syndugt lif- erni sitt áður fyrr af engu minni krafti en nýfrelsaðir félagar i rétttrúarsöfnuðum á Islandi, hin systkinin tóku kröftugt undir með hrópum eins og „Guð blessi þig, bróðir/systir! ” „Right on!” „Yeah, thank you, Lord!” og öðr- um svipuðum. Fyrr og nú aðeins ein leið Allir áttu þeir,sem vitnuðu, það sameiginlegt, að hafa verið áður fyrr ofsatrúar — en bara á eitt- hvað annað, i flestum tilfellum eitur- og fikniefni. Hvert á fætur öðru lýstu þau þvi yfir, að áður en þau hafi meðtekið Jesús Krist i hjarta sitt, hafi þau verð forfallin i dópi, en svo hafi eitt og annað orðið til að snúa þeim á rétta vegu. Tilfinningin sem ég fékk var nokkurnveginn þessi: Aðeins ein leið, — og þá virtist ekki skipta svo miklu máli hver sú leið var. En sitt „fag’ kunnu þau og um það lýg ég engu. Hvert þeirra, sem maður talaði við, fór með utanbókar langa kafla úr Bibli- unni (hver og einn virtist eiga að minnsta kosti þrjár, i misstóru broti) og að minnsta kosti þrir gerðu itrekaðar tilraunir til að fá mig til að hætta við öll min „veraldlegu” áform og slást i hópinn. — Ertu reiðubúinn að móttaka Jesús i hjarta þitt? spuröi Dani nokkur, sem sjálfur hafði einn daginn gengið út úr tima i tækniskólanum i Kaup- mannahöfn, þar sem hann var einn af topp-nemendunum, þvi hann taldi sig lifa tilgangslausu lifi. Ég vissi ekki hverju ég átti að svara: hann vildi mér óskaplega vel, en ég hef allt frá barnæsku talið „frelsun” flóknara mál en svo, að maður geti sagt: „Ókey, Kristur. Nú er ég mættur.” Ef til vill skjátlast mér. Kornabörn á brjósti Bæði fyrir og eftir mat báðu menn heitt og i einu horninu sátu þrjár mæður og gáfu kornabörn- um sinum af brjósti. Hver og einn fékk tvær stórar kartöflur, kjöt- tægjur, grænmeti og rúgbrauðs- sneið með osti + ávaxtasafa að drekka og á meðan ég var að næra mig kom Norðmaðurinn, sem áður hafði frætt mig um herófnistann endurreista, og spurði mig hvort ég tæki pillur. Nei, ekki kvað ég það vera og það þótti honum gott. — Ég var einu sinni i Berkeley i Kaliforniu, sagði hann, — og þar þekkti ég geysilega rikt fólk, sem var á kafi i pillum. Þau áttu allt — nema Jesús, enga andlega hamningju. Þau þurftu pillur til að geta sofið, pillur til að geta vaknað og pillur fyrir allt mögulegt. Heyrðu, biddu aðeins! Hann kom aftur eftir ör- skamma stund, þá með félaga sinn með sér, báðir með gitara. — Tónlist er stórkostleg, sagði Norðmaðurinn. — Megum við ekki syngja fyrinþigá meðan þú borðar? Visan var falleg fjallaði um gleðina, sem þeir höfðu fundið i trúnni, fánýti veraldlegra hluta o.s.frv. A meðan horfðu þeir beint i augun á mér og það lá við að ég færi hjá mér. Mér var farið að liggja á, flugbáturinn var að fara yfir til Malmö, og þakkaði þvi fyrir mig. Enginn sagði vertu sæll, kveðjan var auðvitað guðsblessun. Kannski sjáumst við einhvern- tima á íslandi, sagði einhver. Á endanum verðum við um allan heim, ekkert getur stöðvað Orðið. Ekki gat ég mótmælt þvi, en ég vissi, að nokkrir frosprakkar „Guðsbarnanna” i Bandarikjun- um höfðu verið stöðvaðir — alla- vega hérna megin rimlanna. Samt sagði ég ekkert. ó. vald. o Sprungan voru gerðar rannsóknir af varð- skipinu Albert. Einnig voru gerð- ar rannsóknir við Reykjanes og vestur á Breiðafjörð. Þessum rannsóknum stendur svo til að halda áfram i sumar á tsborgu, þvi að nú er Albert mjög upptekinn við önnur störf, eins og allir vita. Lítil von um oliu eða gas Þær mælingar, sem þarna voru gerðar, voru segulmælingar, sem ég hafði með að gera, þyngdar- mælingar á vegum Orkustofnun- ar og landmælingadeildar Bandarikjahers, setþykktarmæl- ingar á vegum Hafrannsóknar- stofnunar og Rannsóknaráðs, og dýptarmælingar á vegum Sió- mælinga. Auk þess voru gerðar veðurathuganir á vegum Veður- stofunnar. Nú er verið að vinna úr þessum gögnum, og mjög athyglisverðar niðurstöður um byggingu land- grunnsins eru að koma i ljós. Þær getég ekki farið út i hér, að þessu sinni, en þó má ég segja, að sam- kvæmt athugunum okkar Kjartans Thors jarðfræðings virðist eldgosabeltið á Snæfells- nesi halda áfram lengra til vest- urs, jafnvel meira en 100 km neðansjávar. Setlagaþykktin, t.d. á Breiða- firði og þar fyrir utan virðist vera litil og gefa hvorki vonir um oliu né gas, enda er svæðið of ungt til að veruleg setlög með lifrænum leifum gætu hafa myndazt þar. Þrátt fyrir þetta hafa ýmsir erlendir aðilar snúið sér til is- lenzkra yfirvalda með beiðnir um að fá að leita á þessum slóðum, þeirri stefnu hefur þó verið fylgt hér, að veita ekki leyfi nema Is- lendingar fengju sjálfir að fylgj- ast með rannsóknunum og fá að vita um niðurstöður þeirra. Vestmannaeyjar hafa tekiö drjúgan tíma 1 tengslum við þessar mæling- ar úti á sjó hef ég svo verið að taka sýnishorn af bergi hingað og þangað um tsland, bæði til þess að auðvelda túlkun á þessum segulmælingum á hafi úti, og eins til að reyna að fá upplýsingar um aldur bergsins. t fyrrasumar fór ég t.d. i þessu skyni austur á Jökuldal að vinna þar með Bandarikjamanni, sem hefur mikinn áhuga á að kort- leggja umsnúninga segulsviðs jarðar siðustu 5-6 milljón árin. A Jökuldal finnast merki um einn af þessum umsnúningum svokallað Gilsárskeið, sem ekki er þó alveg nógu öruggt þvi að niðurstöðum ber ekki nógu vel saman við mæl- ingar annars staðar frá. Eins og ég verið við þessar mælingar austur i Hreppum, við Úlfarsfell, i Arnarfirði og viðar, og jafnframt unnið að smærri verkefnum á þessu sviði. Nú, siðan ég kom heim frá Kanada haustið 1971 hef ég svo verið að vinna að og ganga frá þessari doktorsritgerð minni og gera mælingar tilheyrandi henni. Siðustu vikurnar hefur maður verið mjög upptekinn af Vest- mannaeyjagosinu, en Raun- visindastofnun og Orkustofnun hafa til skiptis haft þar einn mann til að fylgjast með mælitækjum, sem þar eru. Það eru m.a. hita mælingatæki þar við djúpu bor- holuna og hallamælingatæki,. mjög nákvæm auk jarðskjálfta- mæla i umsjón Sveinbjörns Björnssonar. Þéssi útbúnaður ætti að geta sagt fyrir um meiri háttar breytingar á gosinu, væru þær væntanlegar t.d. færslur á gosstað. Leifsbúðir eru vanræktur staöur — Nú hefur þú farið viða á ferðum þinum. Gætirðu ekki svona undir lokin sagt okkur frá einhverju, sem fyrir þig hefur borið og þú kynnzt? — Það mætti kannski segja frá þvi, að haustið 1971 fór ég norður eftir Norðurskaganum á Nýfundnalandi, alla leið norður á L’Anse aux Meadows, til að skoða þær minjar sem þar voru grafnar úr jörðu 1961-68 og hafa stundum verið kallaður Leifsbúðir. Litið virðist hafa verið gert fyr- ir þessar minjar. Það hafa að visu verið byggðir yfir þær timbur- skálar, og þarna er einn maður, sem litur eftir minjunum og sýnir þær þeim, sem skoða vilja. En stjórn fylkisins sem hefur yfirráð yfir þessum rústum, hefur ekkert gert i þvi að auglýsa þær. Það er t.d. hvergi i öllu Kanada hægt að fá póstkort með myndum af þessum rústum, né heldur ferða- mannapésa um þær. Þetta mun að einhverju leyti eiga rót sina að rekja til þess, að heimamenn höfðu heldur horn i siðu Helge Ingstads, hvernig svo sem á þvi stóð. Hann hitti ég reyndar i Baffinslandi, er ég var þar, og var hann þá að skyggnast um eft- ir mannavistaleifum. Ég held þó, að hann hafi ekkert fundið þar þá. Þarna i L’Anse aux Meadows hefur sem sagt ekkert verið gert siðustu árin, og enginn frekari uppgröftur farið fram. Það eru ekki gistihús i næsta nágrenni og allar ferðir þarna norður eftir eru erfiðar. Hins vegar frétti ég nú fyrir skömmu, að kanadiska alrikis- stjórnin væri búin að semja við (fylkisstjórn Nýfundnalands um að taka þetta svæði að sér og myndi veita töluverða fjárhæð til þess að byggja upp ferðamanna straum þarna til staðarins. Þá væri einnig i ráði að koma þarna upp safni muna sem fengnir væru frá Norðurlöndum, og halda áfram uppgreftri. Það er sérdeilis athyglisvert, hvað þarna hefur verið byggt mikið og stórt forðum, og 'ég sé enga ástæðu til að rengja það, að þarna hafi norrænir menn verið, og ætti að halda þvi sem mest á lofti. Eins ættum við að hafa sem mest samband við þá aðila, sem þarna færu með málin og veita þeim alla aðstoð, sem við getum. — Erl. Aðalfundur Byggingasamvinnufélags starfsmanna rikisstofnana verður haldinn i skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 39, fimmtudaginn 5. april og hefst kl. 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsstjórnin. TTTntzTXnrxi'* Menntamálaráðuneytið, 27. marz 1973. Laust embætti er forseti Islands veitir Prófessorsembætti i raforkuverkfæri i verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 28. april 1973. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Gert er ráð fyrir, að tilhögun embættis þessa geti orðið i samræmi við lög nr. 67/1972, um breyting á 1. nr. 84/1970, um Háskóla Islands, er lýtur að þvi, að til greina geti komið samvinna við opinberar stofnanir utan háskólans um starfsaðstöðu háskólakennara. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni ýtarlega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. œmtm** Fermingarveizlur 0a.d k, T-. a i i ,, , 08-21.30. Tokum að okkur og utbuum alls kyns veizlumat, brauðtertur, smurt brauð Laugavegi 178 og margt fleira Simi 3-47-80 ROY BRADLEY OG NUTCRACKERS SKEMMTA KALT BORÐ2 í HÁDEGINU NÆG BlLASTÆÐI BLÓMASALUR KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322. BORDUM HALDIÐ TIL KL. 9. VIKINGASALUR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.