Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. aprll. 1973 TÍMINN 7 í „gamla daga”. Þá fengu margir mjólkina heimsenda. Myndin sýnir sendisvein á heimsendingarhjóli, eins og notuö voru fyrir striöiö I Reykjavik. sem allir voru sammála um i héraöi og á alþingi. Ekki verður annað sagt, en undirbúningur að stofnun mjólkurbúsins hafi verið vand- aður. Arið 1926 var danskur mjólkurfræðingur J. Diedriksen, fenginn af rikisstjórninni til að kanna málið og ferðaðist hann hér um sumarið og skilaði álits- gerð og ennfremur gerði Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri á Akureyri, grein fyrir skoðunum sinum, en hann var lærður mjólkurfræðingur. Auk þessa störfuðu nefndir i héraði og á vegum ráðuneytisins að málinu af miklum dugnaði. Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa 5. desember 1929, en þá hafði verið stofnað samvinnu- félag, en búið hafði verið reist með samkomulagi milli stjórnar Flóaáveitunnar, mjólkurbús- stjórnarinnar og rikisstjórnar- innar. 52 bændur skuldbundu sig til þátttöku I mjólkurbúinu og áttu þeir 324 kýr, er greinir frá i heimildum. Mjólkurbúið kostaði fullgert 333.324.25 og var þá reiknað með að búið gæti tekið á móti 3 milljón kólóum af nýmjólk á ári, en það þykir sýna nokkurn stórhug. Rjómabú Það verður ekki hjá þvi gengið, að þótt áveitan með aukinni gras- nyt, samgöngubætur við neyt- endamarkað með bifreiðum séu veigamestu þættir i hugmyndinni að mjólkurbúinu, að þá hafi rjómabúin svonefndu, einnig gengt hlutverki i þróun mála. Rjómabúin tóku við rjóma af bændum og strokkuðu smjör, sem selt var til Englands. Fyrsta rjómabúið var stofnað árið 1900 að Seli i Hrunamanna- hreppi og var það Agúst i Birtingaholti, sem gekkst fyrir stofnun þess, en það var Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, sem mest hvatti menn til stofnunar rjómabúa. Flest voru rjómabúin á árunum 1906-1908, en þá voru þau 34 talsins, en þeim fór siðan fækkandi og lögðust að mestu af i fyrra striðinu, þegar tók fyrir þennan útflutning. Rjómabúin eru merkilegur kafli i atvinnu- sögunni og eru fyrstu tilraunin til íðnvæðingar á mjólkurvörum. Fyrsti dagurinn hjá mjólkurbúinu Fyrsta' daginn, sem tekið var á móti mjólk i Mjólkurbúi Flóa- manna, bárust búinu 1284 kiló af mjólk frá 52 framleiðendum. Vegakerfið var frumstætt.Sumir óku mjólk sinni i hestakerrum, aðrir á sleðum, enn aðrir settu brúsana á klakka og reiddu hana þannig til búsins, en örfáir fram- leiðendur báru mjólkina á sjálfum sér til búsins og mun að minnsta kosti einn framleiðandi i nágrenninu hafa borið mjólk sina árum saman til innlegs, og við sjáum bændurna þokast yfir freðna jörðina i áttina að búinu, þar sem spúði svörtum kolareyk úr himinháum reykháfi, sem gnæfði yfir Flóann,. eins og ábúðarfullt tákn um komandi tið. Fyrsta starfsárið (var reyndar 13 mánuðir) nam innvegin nýmjólk 1.2 milljón kilóum og fram- leiðendur urðu um 200 (1930). Arið 1935 nam innvegið mjólkur- magn 3 milljón kilóa, eða náði þeim afköstum, er reiknaö hafði verið með að það gæti tekið á móti með fullum afköstum og mjólkur- framleiðendur nálguðust 400. Markaðsmálin og mjólkur- salan til Reykjavikur Mjólkursala til Reykjavikur frá sveitunum austan heiðar, er nokkru eldri en Mjólkurbú Flóa- manna. Einstakir bændur i ölfusi höfðu komið sér upp viðskipta- samböndum og seldu afurðir, smjör, rjóma og nýmjólk til Reykjavikur. Oft tveir, eða fleiri saman og fóru tvisvar i viku til Reykjavikur til að selja afurðir. A þeim tima voru engar fastar ferðir með vögnum, sem hægt var að nota til þess að koma skipulagi á afurðasöluna. Samt er liklegt að þessir bændur hafi opnað leiðina til hálfs, hafi sýnt, að það var ekki nein fjarstæða að ætla sér að selja mjólkurvörur úr Arnes- og R a n g á r v a 11 a s ý s 1 u m til Reykjavikur með skipulögðum hætti. En þegar suður kom, var svo annað mál með að selja mjólkina. Mjólkursölumálin i höfuðborginni voru skipulagslaus glundroði. Um þetta segir Eyjólfur Jóhannsson, sem eflaust hafðimanna viðtækasta þekklngu á mjólkursölumálum i höfuð- borginni, i grein, sem hann birtir i Morgunblaðinu 21. des. 1933: „Mjólkurbúðir eru um 100 i bænum... Mjólkurbandalagið telur að mátulegt væri að hafa 25 búðir. Kostnaður við 75 búðir sparastað mestu leyti. Láta mun nærri að i þeim 100 búðum, sem nú starfa, séu seldar um 4 milljón litrar á ári”. Þegar þetta er skrifað eru ibúar Reykjavikur um 32.000. (1934eru ibúar 32.974) A þessum árum var það mjög algengt, að 3-4 m jólkurbúðir væru á sama horninu, eða i grennd við hverja aðra. Margir aðilar seldu mjólkina og milli þeirra var engin samvinna. Þó kom að þvi aö upp úr sauð og afleiöingin var Mjólkurlögin svonefndu, sem voru mikið hitamál á sinum tima. Arið 1933 flutti Ólafur Thors frumvarp til mjólkurlaga, þar sem ákvæði voru um geril- sneyðingu á allri mjólk, sem framleidd væri til neyzlu i Reykjavik og á Korpúlfsstöðum. Ennfremur gerði hann ráð fyrir, að verðjöfnunargjald skyldi greitt á mjólk allt að 130 kiló- metra frá Reykjavik. Eftir mikið þóf var fyrsta grein frumvarpsins samþykkt. Mjólkurlögin frá 1934 og 1935 komu fyrst fram sem bráðabirgðalög til að reyna að rétta bændastéttina við og skapa mjólkurvörum fastan markað. Hér var um að ræða einkaleyfi mjólkurbúa til að selja mjólk og rjóma og nýtt skyr á þeim sölu- UtVT Guðmundur Eiriksson mjólkurfræðingur við mjólkurpökkunarvél, er pakkar I plastpoka, sem verða til I vélinni sjálfri. Um 12.000 einingum er pakkað i þessari véi á hverjum degi. 0 tív : J*1! stöðum, þar sem þau geta selt daglega framleiðslu sina. Mjólkurlögin voru mikið hitamál og vöktu svæsnar deilur og póli- tisk sjónarmið blönduðust i deil- urnar. Ekki er ástæða til að rekja gang þeirra mála hér, rök eða gagnrök, en málið var óvenjulegt — enda höfðu margir hagsmuna að gæta. Upp úr þessu komust mjólkursölumálin i það horf, sem þau eru núna, með stofnun Mjólkursölunnar, er tók til starfa 15. janúar 1935 og seldi mjólk i 20 búðum, en þá hafði mjólkurbúð- um verið fækkað úr 105 i 28. Mjólkurbú Flóamanna var með i stofnun Mjólkursamsölu Reykja- vikur og hefur alla tið siðan verið einn helzti framleiðandi fyrir Reykjavik. Flutti til dæmis áriö 1963 22.935.209 kiló af mjólk og mjólkurvörum til Reykjavikur. Baidur Björnsson, við eina skilvinduna I Mjólkurbúi Flóamanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.