Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 1. april. 1973 Ómar Valdimarsson skrifar frá Kaupmannahöfn: BÆN Á RAUÐU LJÓSI ÞAÐ var kalt og heldur hráslagalegt i Kaupmannahöfn daginn fyrir siðasta gamlársdag. Ég kom með flugbátnum frá Malmö upp úr kl. 16 og rölti i ró- legheitum upp á Strik, þar sem ég ætlaði að lita i eina eða tvær búðir áður en ég færi með bátnum yfir aftur. Kannski liti ég inn á klúbb eða krá, bæri ekkert skemmtilegra fyrir mig. Fátt fólk var á götunum og þegar ég var kominn upp á Strik, hafnarmegin, var verið að loka flestum þeim verzlun- unum, sem ég hafði áhuga á. Eftir voru aðeins opnar nokkrar pipubúðir (aldrei hef ég til Kaupmannahafnar komið án þess að þar væri útsala á pip- um) og helztu klámverzlanirnar. Upp á ýmislegt var boðið — og má jafnvel skilja þetta á tvennan hátt. Sem ég ráfa þarna um með hendur á kafi i buxnavösunum gengur að mér ungur maður og ávarpar mig á slæmri dönsku. Bað mig fyrst að afsaka að hann gæti ekki talað móðurmál mitt, dönsku, en hann væri sjálfur Svii og bauð mér siðan að þiggja bækling af sér. Jú, ég tók við bæklingnum, sem var fjölritaður á mjög grófan og einfaldan hátt, og hafði að innihaldi nokkur ritningarvers og heimilisfang. Sumt var skrifað á ensku, annað á dönsku eða sænsku og sagðist ég ekki setja mikið fyrir mig þótt hann gæti ekki talað dönsku. Ég væri tslendingur og þeirri þjóð væri flest auðveldara en að tala dönsku. Hann kinkaði bara kolli og skildu þar með leiðir okkar en áður fékk hann mig til að lofa, að ef mér leiddist það kvöldið skyldi ég heimsækja „fjölskyldu hans” að heimilsfanginu, sem skráð var i bæklinginn. Svo hélt ég áfram og leit litillega yfir skriftina áður en ég stakk þeim i næstu rusla- körfu. Þetta var þá hvatning frá einhverri kristilegri hreyfingu um að taka sinnaski)Dtum og „mottaka Jesus i ditt hjarta”. Æ, ekki varégbeinlinis i „stuði” fyrir svona nokkuð þetta kvöldið og hætti þvi alveg að hugsa um það. Ástarjátning á Strikinu Ekki hafði ég þó lengi gengið — stanzaði þó aðeins við pylsuvagn og keypti þar pylsu, brauðsneið ásamt sitthvorri klessunni af tómat og sinnepi og fengið allt á stóra smjörpappirsörk — þegar að mér gengu ungur maður og kona, brosandi mjög með fullan poka af blöðum. Ekki aftur, ég frábið mér alla sölumenn, hugsaði ég með mér en það var eitthvað i andlitum þeirra tveggja, sem gerði það að verk- um að ég staldraði við og tók við blaði, sem þau réttu að mér. Þau ávörpuðu mig á ensku og sögðust elska mig. Sú ástarjátning kom mér svo sannarlega á óvart og lengi mátti ég glápa á þau eins og naut á nývirki áður en mér tókst aö segja stórt og mikið „Ha?” Þau endurtóku kærleiksyfirlýs- ingu sina en spurðu mig siðan — liklega vegna máttleysisins i and- liti minu — hvort ég skildi ekki ensku. Jú, jú, ég skildi en hvað fólk var þetta eiginlega? Þau sögðust vera norsk, heita Jóhannes og Rakel og elska heim- inn, þvi þau hefðu móttekið Jesú Krist i hjarta sitt. Það væri einnig þess vegna, sem þau elskuðu mig og elskuðu hvort annað, elskuðu allt og alla. — En af hverju talið þið þá ensku, ef þið eruð norsk? spurði ég. Jú, þau voru „systkyni” úr fjöl- skyldu „Guðsbarnanna” i Krist- janiu og væri hér að prédika. „Guðsbörnin” væru upphaflega bandarisk hreyfing, i henni væru mannsekjur viðsvegar að úr heiminum og þvi væri töluð enska innan „fjölskyldunnar”. Hvaðan var ég sjálfur? íslenzka systirin Sigrún Naomi Ég sagðist koma frá tslandi, ætlaði aðeins að staldra við i Kaupmannahöfn i nokkra tima og væri eiginlega á leiðinni til að fá mér eitthvað kjarnmeira en þetta, sem lá á smjörpappirnum minum. En ég hefði lika alveg eins verið að leita að Kristjaniu, ég hafði heyrt ýmislegt um það fyrirbæri og jafnvel að þar byggju einhverjir íslendingar. Könnuðust þau „systkin” eitt- hvað við það? Ekki var það, en hins vegar byggi ein islenzk „systir” i stór- fjölskyldu þeirra i Osló og kváðu þau hana heita Naomi. Þar þótt ist ég hafa hankað þau, þvi að á tslandi fyndist ekki nokkur lifandi vera sem héti þannig nafni, þar hétu allir vikinganöfnum, mjög kjarnyrtum. En þau héldu nú ekki, að visu hefði Naomi heitið Sigrún áður, en þegar hún fann Jesús frelsara sinn breytti hún að sjálfsögðu um nafn og tók sér eitt úr Bibliunni. Þannig hefðu þau farið að (Jóhannes hét þá raun- verulega Ola og Rakel Solveg) og sömuleiðis allir aðrir innan „Guðsbarnanna” — The Children of God. Og vissulega er um nokk- uð nafnaúrval að ræða, að minnsta kosti eru nöfn afkom- enda þeirra Adams og Evu i 1. Mósebók öllu fjölbreyttari og frumlegri en öll islenzka sima- skráin. Eitthvað ræddum við meira saman og Jóhannes Óli sagðist raunverulega vera veikur i dag, en Jesús hefði hvatt sig til að fara út á göturnar og breiða út Orðið og hann hefði glaður látið undan, þrátt fyrir að likami hans hefði krafizt þess að fá að liggja i hlýju rúmi og njóta hvildar. Ég gat ekki gert að mér að vera barnslega kvikindislegur og spurði hverngi Jesús sjálfur hefði komið skilaboðum sinum til lærisveins- ins Jóhannesar Óla. Þau brostu bæði til min huggandi og i augum þeirra var eitthvað sem ég hef aldrei — hvorki fyrr né siðar — séð i augum nokkurrar mann- ■ttmmeri Fólk á gangi á Strikinu i Kaupmannahöfn. eskju, þetta var einhvers konar fullkomnunar hamingjuglampi (ef nokkur skilur það) og ég vissi að þau voru mjög hamingjusöm. Svo sagði Jóhannes Óli mér, að Jesús væri alls staðar og að þeir — raunar öll fjölskyldan — hefðu sterkt persónulegt samband sin á milli hvert augnablik. Ég átti dálitið erfitt með að setja mig inn i hugsunarhátt þeirra þarna á Strikinu, þar sem tizkufatnaður, áfengi og klámbækur blöstu út úr hverjum verzlunarglugga en ég vissi þó að þau voru mjög svo frábrugðin öðrum trúboðum sem ég hafði áður hitt — og reyndar átt i erfiðleikum með að losna við. ,,Við borðum með Jesú....” Á endanum ákvað ég að fara i Kristjaniu og spurði þau hvernig einfaldast væri að komast þangað ég hefði þvi miður ekki tima til að tala lengur við þau, þótt ég feng- inn vildi. Þá sagði Rakel: „Við erum ein- mitt i þann mund að fara heim. Ef þú getur beðið i svona 5 minútur þá geturðu verið okkur samferða. Þá geturðu lika hitt fjölskylduna okkar og borðað með okkur.” Johannes Óli (Norðmaður af stærstu tegund, brosandi út að eyrum): „Maturinn okkar er kannski ekki sá sami og á finu veitingahúsunum hér i kring en hann er góður, þvi að við borðum með Jesú”. Ég ákvað að slá til og við geng- um af stað i sömu átt og ég hafði komið úr. Dálitið neðar á Strikinu var hópur af fólki með gitara og blöð og bæklinga og þar var ég kynntur sem „islenzkur bróðir sem ætlar með okkur heim”. Fólk þyrptist að mér, tók i hendina á mér, brosti til min, bað mig blessaðan og bauð mig velkom- inn. „Systkinin” föðmuðu hvort annað, sögðust elska hvort annað og klöppuðu hvort öðru á bakið lengi i innilegum faðmlögum og með lokuð augu. Nokkir spiluðu á gitara sina af fingrafimni þrátt fyrirkuldann og allir voru óskap- fela hamingjusamir. Við, venju- lega fólkið, þurfum venjulega að láta vita af þvi með orðum að við séum óvenju hamingjusöm, en þau „systkin” töluðu ekki um það. Maður sá það einfaldlega i augunum á þeim og i hverju lát- bragði. Litil dönsk stúlka 13 eða 14 ára, kom til min og sagði mér á slæmri ensku að hún hefði i dag I sjötta skipti reynt að fá ákveðna stúlku, sem væri á „rangri leið”, til að taka við Jesú Kristi i hjarta sitt og að sú hefði sparkað i sig, í heimsókn hjá „Guðsbörnun- um” i Kristjan- iu: — Hann var heróinneytandi í mörg ár, sagði Norðmaðurinn, — en nú er hann hjá okkur. í Svi-J þjóð kostar 6.5 milljónir að rétta svona menn af og það mistekst, viðj gerum það fyrir ekkert, því við höfum Jesús....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.