Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 40
Sunnudagur 1. april. 1973 I I I I MERKIÐ SEM GLEÐUR HHtumst i kaupfélaghtu Gistió á góöum kjörum =0,7! (Qjl nl gGOÐI $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS „ÞAÐ FYLGIR ÞVI ALLT ANNAÐ LÍFS- VIÐHORF AÐ EIGA EINLÆGAN VIN" Þorgeir Jónsson og Jónfriður ólafsdóttir á trúlofunardaginn og afmæiisdag Þorgeirs 24. marz. (tlmamynd Gunnar) Rætt við Jónfríði Óiafsdóttur og Þorgeir Jónsson, sem opinberuðu trúlofun sína fyrir viku ,,VIÐ höfum aldrei hugsað okkur að giftast. En við höfum orðið vör við mikið umtai vegna göngu- ferða okkar. Það er þvi tii að forðast þetta umtal að við ákváðum aðsetja upp trúiofunar- hringa. Það eru kannski einmitt þeir.sem öfunda okkuraf aðhafa bundizt vináttuböndum, sem mest fjargviðrast. En ég held, að fleiri ættu að fylgja okkar for- dæmi og bindast vináttuböndum. Það er eitthvað það aisælasta i lifinu að eiga einiægan og tryggan . r vm . Þannig fórust Þorgeiri Jóns- syni vistmanni á Hrafnistu orð er við ræddum við hann og unnustu hans Jónfríði ólafsdótturá 75ára afmælisdag hans á laugardag. Jófriður hefur tvö árin fram yfir hann og þau höfðu tekið þá ákvörðun að trúlofast þennan dag kominn hátt á áttræðisaldur. Þetta er þó ekkert einsdæmi. Við vitum til þess að vistfólk á Hrafnistu hefur gengið i hjónaband. En það hyggjast þau Þorgeir og Jónfríður ekki gera, þvi að þau eru bæði sjúklingar og þurfa hjúkrun, mat og aðra um- önnun.sem erfittyrði fyrir þau að vera aðnjótandi hæfu þau sambúð og flyttu i ibúð utan heimilisins. Það leyndi sér ekki. að mikil hlýja og ástúð er milli þeirra Þor- geirs og Jónfriðar. Og ég get ekki neitað þvi, að það snerti mig djúpt að heyra um ástæðurnar fyrir þvi, að þau létu verða úr þessum annars gleðilega atburði á afmæli Þorgeirs. Hafa ekki aldraðir oft á tiðum við næga erfiðleika að striða: einmana- leika, einangrun, sjúkdóma, verkefnaskort; þótt samborgar- arnir geri þeim ekki lifið leitt með fáránlegum fordómum? Og i þessu tilfelli er það ekki yngra fólkið, börn og barnabörn, sem hneykslast á þvi að „pabbi gamli” eða „mamma á elli- heimilinu” séu komin i tilhugalif i annað sinn. Þvi eins og Þorgeir segir, sem aðallega hefur orðið fyrir þeim Jónfriði, þó hún skjóti ► inn i setningu og setningu til sam- þykkis. „Börnin okkar eru af- skaplega ánægð með þetta”. Þau, vinirnir tveir, höfðu bæði misst maka sina. Jónfriður er fædd og uppalin á Melum á Skarðsströnd, og þar bjuggu þau Jón Rögnvaldsson maður hennar, sem látinn er fyrir sjö árum, sina fyrstu búskapartið. Jón var siðar stýrimaður og verkstjóri hjá Eimskip. Jónfriður á þrjú börn á lífi. Tvö þeirra eru búsett i Ameriku, en ein dóttir og sonar- sonur hér heima. Framhald á bls.36 AAikil óform um styrj rækt í Eyjafjarðará „Hún er kjörin til HVAÐ er á scyði i Eyjafirði? Annað veifið hefur skotið þar upp mönnum, sem tala einkennilega tungu, liklega heizt siavneska, og tveir og þrir saman hafa þeir lagt leið sina inn að Eyjarfjarðará, þar sem þeir hafa vazlað fram og aftur með ails konar tilfæringar, teiknað og mæit og haft burt með sér glös, full af vatni, og hylki með leir og sandi. Rússneskir njósnarar að snasa i kringum flugvöllinn undir yfirskini vis- indalegra rannsókna, hafa sumir sagt, er enn lifa i kalda striðinu skelfdir á svip. Undirbúningur einhverra framkvæmda, segja aðrir. Enn hefur það aukið spenn- una, að i kjöllar þessara manna þess, áin sú arna hafa komið Islenzkir rikisbubbar og farið aö bera viurnar i jarðir, sem land eiga að ánni. Hvað er eiginlega á seyði i Eyjafirði? Nú fyrir helgina kom til Reykjavikur einn þessara manna, sem orðið hefur svona tíðförplt norður i Eyjafjörð, prófessor A. Sturiloff, einn fræg- asti vatnaliffræðingur i Austur- Evrópu, með höfuðbækistöð i Bjelógorod, ásamt tveim vis- indamönnum öðrum. Við vorum svo heppnir að ná tali af prófess- ornum i gærmorgun, og þær frétt- ir, sem hann hafði að segja, koma liklega ýmsum á óvart, þvi að hverjum skyldi koma i hug svona upp úr þurru, að nú skuli vera á segir A. Sturiloff döfinni stórfelldar fyrirætlanir um styrjurækt og styrjuvinnslu- stöðvar á Norðurlandi? — Þetta kann vissulega að koma mönnum spánskt fyrir sjónir, sagði prófessor A. Sturiloff þar sem styrjan forðast yfirleitt kaldan sjó á vaxtarskeiði sinu i hafinu. En i Sovétrikjunum er sérstök styrjutegund, sterletta, sem við erum ekki i vafa um, að getur timgazt i islenzkum ám. Þetta verður ekki nokkur vandi. — En nú er laxinn I islenzkum ám afarverðmætur fiskur, ogþað virðist engin þurrð á mönnum, sem vilja ólmir fá að veiða hér lax, hversu djúpt sem seilzt er i pyngju þeirra, segjum við. Eru menn ekki smeykir um, að sambúð laxins og styrjunnar verði stirð, prófessor Sturiloff? — Styrja og lax hafa svipaða lifnaðarhætti, svaraöi prófessor — þessir fiskar leita i hafið sér til vaxtar og koma svo aftur á uppeldisstöðvarnar i ám og fljót- um til hrygningar á kynþroska- aldri — og alltaf i sama vatns- fallið. Hjá ykkur eru ár, þar sem treglega hefur gengið að koma upp laxastofni, þrátt fyrir ræki- legar tilraunir, og það er einmitt slik á, sem við helgum styrjunni. Það er ekkert leyndarmál, að við höfum á prjónunum stórkostlegar fyrirætlanir með Eyjafjarðará. Áin er kjörin til þess arna. Þar verður miðstöð styrjuræktarinn- ar á tslandi með umfangsmiklum vinnslustöðum. Við kunnum tökin á þessu öllu saman og vitum bezt, hversu geysilega verðmætar styrjuafurðirnar eru. Kaviar, u- sko, ósvikinn styrjukaviar, það er vara, sem selzt, þó að hún sé verðlögð hátt. Þarna fyrir norðan verður sem sagt að drifa upp niðursuðuverk- smiðju og reykhús til þess að reykja sjálfan fiskinn og þar að auki vinnslustöðvar þar sem lim er unnið úr roðinu og húsblas úr sundmaganum. Þetta verður ger- nýting alls, sem styrjan gefur. Við erum fúsir til þess að leggja fram fémuni og visindamenn til þess að koma þessu öllu á laggirnar, bæði að rækta sjálfan styrjustofninn og leggja á ráðin um verksmiðjurnar og vinnsluað- ferðirnar. Ctreikningar verkfræðinga okkar sýna, að stofnkostnaðurinn verður um sjötiu milljónir, en árstekjur um hundrað milljónir, þegar allt er komið i gagn. Er það ekki keppikeflið i auðvalds- heiminum að fyrirtæki skili arði? bættihann við með glettni i svipn- um. — Við veljum ekki Eyjafjarðará af neinu handahófi, hélt prófessor A. Sturiloff áfram. Við vitum alveg, hvaða skilyrði má bjóða sterlettunni. Ég tel Eyjafjarðará ákaflega vel fallna til þessarar styrjuræktar. Það er eitt, að styrjan hrygnir, þar sem ár kvislast og mynda lón með sjó- blönduðu vatni og botn er sléttur. Þið getið imyndað ykkur, hvað ósar Eyjafjarðarár eru afburða- gott hrygningarsvæði. Auk þess hef ég tekið tillit til þess, að Eyjafjörður er við vesturmörk þess svæðis á landinu, sem laust er við ál, en álar eru mestu skað- valdar á hrygingarstöðvum styrjunnar. Það er hreint og beint óskaplegt, hvernig álarnir gófla i sig styrjuhrognin, sagði prófess- orinn með áherzlu. Prófessor A. Sturiloff sagði enn Framhald á bls,36 Þjálfun laxaseiða í Kollafjarðar- stöðinni í vor ÞAÐ var mikil framför, þegar farið var að sleppa gönguseiðum Iárnar i stað kviðpokaseiða. Nú á enn að stiga nytt spor I framfara- átt. — Viö ætlum að fara að þjálfa laxaseiðin i straumi og iðukasti i Kollafjarðarstöðinni, áður en við sleppum þeim I árnar, sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri við blaðið I gær. Það þarf að leiða börnin fyrstu sporin, og þaö eru sjálfsagt mikil viðbrigöi fyrir seiðin, ef þeim er sleppt beint úr lygnunni i kerjunuml straumvatn. Sviar hafa reynt svona þjálfun, og þeir telja, að seiðin skili þá be.tur en ella. Nú reynum við þetta i vor. „Þetta er ekki nokkur vandi”, segir prófessor A. Sturiloff.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.