Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 1. aprll. 1973 TÍMINN 33 Gamla húsnæði Sigluness er að verða alltof rúmlitið, og í vetur hefur verið unnið að viðbyggingu við það. Smiðaverkstæði vegna nýsmiði er um það bil frágengið og vinna við hreinlætisaðstöðu að hefjast. Þá er allstór salur, áfastur smiðaverkstæðinu, kominn undir þak og tilbúinn til innréttingar. Þessi salur á að verða klúbbhús og aðalsamkomu- staður æskulýðs Reykjavikur i framtiðinni. Er ætlunin að búa hann skemmtilega úr garði og gera hann sem mest „kósi” og huggulegan. Vonazt er til, að hann komizt i gagnið i haust. Haustnámskeiðin fjöl- sóttari A vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur eru kenndar fjöl- margar tómstunda greinar i gagnfræðaskólum borgarinnar i vetur, eða alls milli 20 og 30. Má þar nefna blak, bridge, föndur, gitarkennslu, gömlu dansana, hnýtingar, kvikmyndir og kvik- myndagerð, leðurvinnu, perlu- saum og plastvinnu, félagsmál og fundarsköp, framsögnog leikiist, myndlist, radióvinnu, smiða- föndur, skák, lónlist og þjóðlög. 1 sambandi við skákkennsluna má geta þess, að Æ.R. og Tafl- félag Reykjavikur ákváðu i vetur að hefja sérstakt skákstarf i Breiðholti. Fyrsta æfingin var raunar 17. marz s.1., en þá kom Jón Kristinsson og tefldi fjöl- tefli við þá, sem komu. Skák- æfingarnar fara fram i anddyri Breiðholtsskóla á laugardögum kl. 13-16. Eru þær ætlaðar ungu fólki á aldrinum 10-16 ára. Leið- beinandi er Svavar Svavarsson. Æskulýðsráð hafði allt að 70 leiðbeinendur á sinum snærum i vetur við tómstundakennslu. Tvö námskeið fara fram yfir vetur- inn, annað fyrir jól og hitt eftir. Hvort um sig stendur i um tvo mánuði. Þátttaka i haustnám- skeiðinu var allmiklu meiri heldur en i vornámskeiðinu. Námskeiðin fara fram i 14 skólum. 1 haust-námskeiðinu voru alls 157 flokkari gangi, með alls 1806 þátttakendur. Mest var þátttakan i Vogaskóla, Réttar- holtsskóla, Hliðaskóla og Álfta- mýrarskóla, 200-230 unglingar. A yfirstandandi vornámskeiði eru I gangi 112 flokkar með 1196 þátt- takendum. Veturinn 1972-1973 hafa þvi starfað alls 269 flokkar og þátttakendur verið alls 3002. Og þessi fjöldi skiptist eins og fyrr segir niður á 14 gagnfræða- skóla. Hver skýringin er á mismunin- um i þátttöku á haust- og vornám- skeiðunum, er ekki gott að segja. Ef til vill má skýra meiri þátttöku á haustnámskeiðin út frá þvi, að sumarstarfið sitji þá enn djúpt i börnunum, og hins vegar leggist skammdegið þrúgandi á þau, þannig að þeim sé mikil þörf ein- hvers að fást við utan hinna þurru námsbóka. En þegar liður á vetur, fara hin ýmsu próf að dynja yfir „blessuð, saklaus börnin”, svo að kraftar þeirra og timi beinist nú meir að námsbók- unum. Og með hækkandi sól fýsir unglingana fremur að vera úti og dunda sér en að sitja inni i loft- lausum stofum við föndur. Mikill áhugi gott handbragð Hver flokkur (skákkennsla, leiklist, myndlist o.s.frv.) nýtur leiðbeininga einu sinni i viku, tvo tima i senn á eftirmiðdögum. Hver flokkur fær þannig samtals 16 tima kennslu að jafnaði, þar sem gert er ráð fyrir tveggja mánaða námskeiðum. En hinar ýmsu tómstundagreinar þarfnast mismunandi langs tima til leið- beininga. Þannig er ljósmynda- iðjan afgreidd á 6 vikum, eða samtals 12 timum. Þeir skólar, sem okkur blaða- mönnum voru sýndir, voru Hliða- skóli, Hvassaleitisskóli og Alfta- mýrarskóli. Ekki er ætlunin hér að fara að lýsa þessari ferð frekar eða þvi, sem fyrir augu bar, enda skýra meðfylgjandi myndir það bezt, en það er óhætt að segja, að hvarvetna blasti við mjög mikil ánægja og áhugi meðal ungling- anna við hin ýmsu tómstunda- störf. Og handbragðið virtist i fjölmörgum tilfellum prýðilegt. Æskulýðsráð Reykjavikur á sannarlega heiður skilið fyrir þetta framtak og ætti að meta það að verðleikum. — Stp .: Borðtennisnámskeiðin eru ein þau mest sóttu (Timamyndir: G.E.) Sungið glatt undir stjórn ölygs Richters. Æfing á ævintýraleik i gangi Leikæfing I Frikirkjuvegi 11 Simplicity smóin eru fyrir alla í öllum stæróum Það er oft erfitt að fá fatnað úr þeim efnum sem þér helzt óskið eftir. En vandinn er leystur með Simplicity sniðunum, sem gera yður kleift að hagnýta yður hið fjölbreytta úrval efna, sem við höfum á boðstólum. 1©; Vörumarkaðurínn hf. ARMÚLA 1A. SIMI 86113. REVKJAVIK r- r AFL HREYSTI LÍFSGLEÐI □ HEILSUH/EKT ATLAS — æfingatlmi & 10—15 mlnútur á dag. Kerfíð þarfnast engra áhalda. Þetta er álitin bezta og m fljótvirkaata aðferðin til að fá mikinn ol vöðvastyrk, góða heiltu og fagran llkamsvóat Arangunnn mun s>g eftir vikutlma þjálfun. □ LiKAMSR/EKT JOWETTS — leiðin til alhlifla ilkamsþjálfunar, eftir heimsmeisterann f lyttingum og gllmu, George F. Jowett Jowett er nokkuts konar áframhald af Atlas. Baekurnar kosta 200 kr. hvor, Setjið kross við þá bók (bækur), sem þið óskið að fá senda Vinsamlegast sendið greiðslu með pöntun og sendið gjaldið í ábyrgð. □ VASA-LEIKFIMITÆKI — þjálfar allan likamann á stuttum tlma, sérstak- lega þjálfar þetta tmki: brjóstifl, baklfl og hand- leggsvöOvana (sjá meOf. mynd). TsekiO er svo fyrir- farOarlltifl, aO haegt er aO hafa þaO I vasanum. T*k- Í0 ásamt leiOarvlsi og myndum kostar kr. 350,00. SendiO nafn og helmlllsfang tll: „LlKAMSRÆKT”, pósthólf 1115, Reykjavlk. NAFN HEIMILISFANG YIÐ SMÍÐUM HRINGANA SÍMI 24910 Tíminn er 40 síður alla laugardaga og sunnudaga. — f Askriftarsíminn er 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.