Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 5
TÍMINN 5 a I Hafa demantar fingraför? Japanskir visindamenn hafa fundið leið til þess að finna „fingarfar” ef svo mætti segja, dýrmætra demanta. Það gera þeir með þvi að ljósmynda ljós- brot i demöntunum, og geyma siðan myndirnar i safni. Enginn demantur hefur sams konar ljósbrot og annar, segja Japanirnir, og má á þennan hátt greina á milli alminnstu ljós- brotsbreytinga. Á þennan hátt er mjög auðvelt að geyma i safni myndir af öllum dýr- mætustu demöntum heimsins. Telja visindamennirnir, að demantsþjófar framtiðarinnar eigi eftir að eiga i erfiðleikum með að dylja stolna demanta, þar sem sérfræðingar muni alltaf geta fundið „fingraför” demantsins, og borið þau saman við filmur i demantssöfnunum. Velja sjónvarps dagskrána sjálfir Bandarikjamenn hafa fundið upp nýtt tæki, sem geiri sjón- varpsáhorfendum kleiftað velja sjálfir dagskrárefni, sem þeir vilja sjá. Þetta gerist á þann hátt, að við sjónvarpið tengir maður agnarlitla tölvu. Siðan er þar til gerðu korti stungið inn i tölvuna, og á þann hátt velur maður dagskrána. Sérstakt kort er fyrir hvern dagskrárþátt. Hani með þrjú hjörtu Hani með þrjú hjörtu! Hefðu fuglrækendurnir vitað um það fyrr, hefðu þeir sennilega látið hann lifa lengur, svo að hægt væri að sýna hann fólki sem sjaldgæfan grip. En það varð ekki af þvi. Honum var slátrað og lenti i matvöruverzlun i Moskvu. Húsmóðir ein i Moskvu keypti hanann og upp- götvaði að hann var með þrjú hjörtu, sem öll voru tengd við eina æð. Konan sýndi kenn- urunum i næsta skóla fund sinn Lenti aftur á ströndinni Edgar T. Brokfield missti stöðu sina, sem aðalforstjóri mikils verzlunarhúss i Kanada eftir að hafa unnið þar aðeins i þrjár vikur. Þegar hann sótti um starfið sagðist hann vera for- maður borgarstofnunar einnar i bænum þar sem hann bjó, en þetta voru töluverðar ýkjur. Hann vann við að safna saman stólum á baðstrcnd einni i Oregon. Blöðrutyggjó handa skorkvikindum Nýjasta uppfinning Bandarikja- manna, sem á að verða til þess að ýtrýma skorkvikindum, sem valda tjóni á ræktuðu landi, er að láta þau éta tyggigúmmi. Þegar þau hafa tekið upp i sig munnfylli af tyggjó festist sam- an á þeim kjafturinn, og þau losna ekki við tyggjóið út úr sér aftur og deyja úr hungri. þessu blöðrutyggjói má sprauta á hverskonar plöntur, runna eða tré, og það er hvorki hættulegt gróðri, mönnum eða dýrum. Reyndin er sú, að það virðist meira að segja hafa frekar góð áhrif á plönturnar, vegna þess að það myndar nokkurs konar hjúp yfir blöðin, og kemur i veg fyrir of mikla uppgufun. Hug- myndina að þessari nýju útrým- ingaraðferð á dýralæknir einn i San Diego. Dýragarðsyfirvöld i borginni leituðu ráða hjá hon- um, hvernig mætti koma i veg fyrir að villtar geitur, sem i garðinum væru, féllu fyrir lungnaormi, en þeir virtust ber- ast á milli dýranna með ein- hverri sniglategund. Að vinna sér inn peninga Það má afla peninga með mörg- um hætti. Hér eru tvær myndir af léttklæddum mönnum, sem báðir eru að vinna fyrir pening- um, annar til góðgerðarstarf- semi, en hinn fyrir sjálfan sig. Maðurinn með harða hattinn, Derek Mills, ætlaði sér að safna fé fyrir einhverja góðgerðar- starfsemina, og bauðst til þess að fara i nærbuxunum einum klæða, með harðan flibba og bindi og harðan hatt i neðan- jarðarlestina.Hann stóð við lof- orð sitt, og' lét sér fa’tt um finn- ast. Ekki virðist klæðnaður, eða öllu heldur klæðaleysi hans hafa mikil áhrif á hina farþegana heldur. Svo var það Jack Chane frá Welling i Kent, sem vann 26 punda veðmál. Hann veðjaði við kunningja sinn,.að hann þyrði að fara heiman frá sér á vinnu- stað og heim aftur i sundskýlu, með þverslaufu og rússneska skinnhúfu á höfðinu. Þetta gerði hann og fékk peningana greidda refjalaust. Baráttan við þrengslin Þrengslin eru oft óttaleg i neðanjarðarbrautunum i Lond- on, og sömuleiðis i strætisvögn- um, ekki siztum háannatimann, þegar fólk er að fara i eða úr vinnu.Þetta er sennilega álika alls staðar i heiminum, en að sjálfsögðu þvi meira, sem fólkið er fleira. I Japan hefur karl- mönnum stundum verið ráðlagt að vefja stúlkurnar örmum i al- menningsflutningatækjum stór- borganna þar, þvi að á þann hátt komist fleiri i vagnana eða lestirnar, ef þétt er staðið. t London vildi Michael Peachey mótmæla þrengslunum i neðan- jarðarbrautunum, og gerði það með þvi að fá sér brynju, sem hann iklæddist. Siöan tók hann sér far með neðanjarðarlest, og á þann hátt tókst honum að komast hjá þvi að láta fólk stiga ofan á sig, svo hann yrði blár og marinn á tánum, og enginn reyndi að þrengja sér upp að honum. Eitt hlýtur þó að hafa þjáð Michael i brynjunni. Hon- um hlýtur að hafa verið óttalega heitt, þvi varla er hægt að draga andann i vögnunum, þegar fólk- ið er flest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.