Fréttablaðið - 15.08.2004, Page 32

Fréttablaðið - 15.08.2004, Page 32
15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Það verður ekki mér að kenna hvern- ig fer fyrir unglingun- um í dag! Guð veit að ég hef lagt mitt af mörk- um. Sem starfs- maður í félagsmiðstöð reyndi ég að útskýra fyrir þeim ýmis- legt sem ekki er kennt í skólum. Til dæmis taldi ég stelpunum þar ekki veita af örlitlu mót- vægi við útlitsdýrkunina sem er allsráðandi í afþreyingarefni fyrir unglinga en við krakkarn- ir áttum það til að kveikja stundum á sjónvarpinu. Tók ég þá að mér að vekja þessar ungu vinkonur mínar til umhugsunar í hvert sinn sem sjónvarpstækið birti þeim óraunhæfar staðal- ímyndir. Á unglingastigi grunnskól- anna er átröskun eðlileg og í fé- lagsmiðstöðinni þurfti ekki langa menntun til að sjá hve óöruggir krakkarnir voru með sig. Eitt kvöldið þegar við lág- um í makindum okkar og mændum á 50 Cent lofsyngja melludólga í sjónvarpinu, barst árshátíð félagsmiðstöðvarinnar og skólans í tal. Unglingarnir titruðu af spennu og veltu því fyrir sér hver yrði kosin Ungfrú og Herra þetta árið, það var hinn æðsti heiður. Ég missti andann. Í ljós kom að áralöng hefð var fyrir því í félagsmið- stöðinni að starfsfólkið skipu- legði slíka vinsældarkosningu á árshátíðinni. Fjandinn var laus. Ég óð í yfirmenn mína og spurði hverjum í andskotanum væri skemmt á fegurðarsamkeppn- um barna, hvort ekki væri hægt að krýna félagsveru ársins eða stuðbolta? Nei, helstu svörin voru að erfitt væri að blása slík- an sið af með stuttum fyrirvara. Hefð er hefð. Bull og vitleysa, sagði ég og lét öllum illum lát- um. Ráðamenn bæjarfélagsins settu sig inn í málið og litu það mjög alvarlegum augum. „Þóra, maður virðir ákvarðanir yfir- manna sinna!“ ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRA TÓMASDÓTTIR ÞARF AÐ LÆRA AÐ HLÝÐA Ungfrú þrettán ára! ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Þá erum við í beinni frá Ráðhús- torginu þar sem Hótel „Imperium“ stendur í ljósum logum... Slökkviliðið hefur barist lengi við eldinn... En gefast nú upp... Mig svimar... mig svimar... ...og við vitum að þú ert ÓTRYGGÐUR! SKOOO! Hús og hótel geta víst brunnið! Við getum aðeins horft máttvana á eldinn sem breiðist um allt... Hey, þarna er ósýnilegi maðurinn, og hann er ekki í kyrtli! Það hefur ýmsa auðsjáanlega kosti ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.