Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 8. júli 1973. Tilkynningar frá fólki, sem kveðst hafa séð fljúg- andi furðuhluti, eru nú teknar alvarlega og rikis- stjórnir um allan heim verja milljónum dollara til rannsókna á þeim. En það eru ekki ýkja mörg ár, siðan slikum frásögnum var tekið með dýpstu tor- tryggni. Að minnsta kosti tvö hundruð bækur hafa verið skrifaðar um fljúgandi diska, eins og það hefur verið kallað. Ein þeirra athyglis- verðari er eftir Michael Hervey, Fljúgandi furðuhlutir yfir suðurhveli jarðar. Hervey hefur skrifað meira en þrjátiu bækur og leikrit og er einn af fáum núlif- andi rithöfundum, sem getið er i heimsmetabók Guinness. Hann yfirgaf Bretland fyrir nokkrum árum til að setjast að i Ástraliu: Hann hefur varið meira en tuttugu árum til rannsókna á furðuhlutum og svo settist hann niður og skrifaði um þá bók og það tók tvö ár. Þegar fólk i Fljúg- andi furðu hlutir Astraliu og á Nýja Sjálandi frétti að hann væri að skrifa bók um þetta efni, fékk hann nær þúsund bréf eða upphringingar frá alls kyns fólki — herforingjum og ó- breyttum, læknum, lögfræðing- um, lögreglumönnum, stjörnuá- hugamönnum, viðskiptafrömuð- um, prestum, blaðamönnum, kvikmyndatökumönnum og hundruðum annarra karla og kvenna. Allt þetta fólk hafði séð, óskýraniega hluti eða lent i ein- hverju i sambandi við þá og allir vildu segja reynslu sina einhverj- um, sem tæki málið alvarlega. Margir visindamenn og hátt- settir menn i heiminum hafa við- urkennt, að þeir séu sannfærðir um, að til séu fljúgandi furðuhlut- ir. Hér á eftir fara nokkrar frá- sagnir þeirra, orðréttar: „Fljúgandi diskar eru fram- tiðarhlutir, sem enn eru okkur óþekktir. Engin önnur skýring er til en sú, að þeir komi frá öðrum hnöttum” Louis Brequet, fransk- ur flugvélaframleiðandi. „Fljúgandi diskar eru ekki af jarðneskum uppruna. Hvorki Bandarikjamenn né Rússar geta framleitt slik tæki. Þessir hlutir hafa eiginieika, sem ekki er hægt að framleiða i dag”. Franski flugmaðurinn Pierre Closter- mann. „Þessir óþekktu hlutir eru un- dir stjórn mjög mikillar skyn- semi. Við verðum að komast að þvi, hvaðan þeir koma” Vara-aðmiráll R.H. Hillenkotter. Bandarikjaher. „Ég held, að fljúgandi diskar séu raunverulegir og þeir hljóta að koma frá plánetu með öðruvisi menningu en okkar” H. Strange, ofursti i Michigan. „Upplýsing'ar um fljúgandi diska hafa lengi verið skráðar og hver sem sannleikurinn er, má ekki þegja yfir þessu við almenn- ing. Rannsóknum verður lika að halda áfram”. Prófessor Harry Massell, efnafræðingur i Sydney. „Þessar skýrslur er ekki hægt að afgreiða sem vitleysu” Dr. D.H. Mackenzie, formaður kjarn- orkuráðsins. „Fljúgandi furðuhlutir eru ekki hugarfóstur. Þeir hreyfa sig með máta, sem er vel þekktur á minu starfssviði og þeir hafa eigin- HJÓN' nokkur, þýzk að þjóðerni, hafa ærna ástæðu til að vera for- sjóninni þakklát vegna þess að þau fóru ekki með flugvélinni, sem fórst við Kanarieyjar, nú ekki ails fyrir löngu. 155 manns fórust mcð vélinni. Artineit hjón- in voru komin um borð i vélina, þegar frú Artmeit fékk það á sáiina, að óhapp myndi henda vélina. Hún heimtaði að maður hennar færi og skipti á farmiöum, þannig að þau yrðu skráð með næstu ferð. Hann gerði það, — og þar með björguðu þau lifi sinu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hvernig fólk hefur séð fyrir óorðin óhöpp. Oft- ast gerist slikt i draumi og það er gjarnan ósköp venjulegt fólk, sem verður fyrir slikri lifsreynslu. Það litur út fyrir að marga dreymi um flugslys, en sem betur fer rætast ekki allir draumarnir. Á Heathrow flugvelli i London eiga sér stað að meðaltali 12 upp- hringingar árlega, þar sem fólk varar vallarstarfsmenn við þvi að ákveðin flugvél muni lenda i hinu eða þessu óhappinu. Flestar flugvélarnar, sem nefndar eru i slikum viðvörunum eru rann- sakaðar hátt og lágt áður en þær fá leyfi til að hefja sig til flugs. Stundum er draumurinn svo skýr, að dreymandi getur nefnt númer flugsins og áætlunarstað og ef svo er verður öll rannsókn eðlilega _ léttari i framkvæmd. Af þessu sést, að flestar simhringingarnar eru teknar alvarlega. Menn sjá einnig oft fyrir járn- brautarslys i draumum sinum. Kona frá New York neitaði að ganga upp i ákveðna lest, til mikillar armæðu fyrir mann hennar, vegna þess að hana hafði dreymt að lestin myndi rekast á. Tveimur stundum siðar gerðist það. Tuttugu manns létu lifið i árekstrinum og hundruð manna slösuðust. En fólk dreymir ekki aðeins um slys, sem henda eiga viðkomandi persónu sjálfa. Það gerist einnig, að einhvern dreymir fyrir ógæfu, sem lenda á á fólki, sem býr þúsundir kilómetra i burtu og það fóik er oft algerlega ókunnugt dreymandanum. Enska konu — Gwen Bridgland dreymir mjög oft um alls kyns ófarir og draumar hennar hafa þvi miður alit og oft komið fram. Hana dreymdi um morð á frægum manni, sem sat i bflalest, en því miður gat hún ekki greint nákvæmlega hver maðurinn var. Þremur dögum siðar var Kennedy Bandarikjaforseti myrtur. Hana dreymdi fyrir jarðskjálfta á Norður Englandi. Ma'nuði siðar kom skjálftinn. Sakir þess hversu draumar hennar hafa oft rætzt, er hún farin að senda þá strax og þvi verður við komið til prófessors i sálfræði við Edinborgarháskóla, John Beloffs. Merkilegasti draumur hennar til þessa átti sér stað fyrir tiltölu- lega skömmu siðan. Hún sá fyrir morð á ungri enskri konu og i draumnum ,,sá” hún hvernig morðinginn framdi sjálfsmorð með þvi að kasta sér fyrir járn- brautarlest. Annan september sendi hún drauminn til Beloffs prófessors. Hálfum mánuði siðar rættist draumurinn. Sextánda september varð Nicola Brazier, tvitug stúlka, fyrir árás, henni var nauðgað, siðan var hún bundin og skotin i höfuðið. Þremur dögum siðar kastaði maður, sem grunaður var um verknaðinn, sér fyrir lest með þeim afleiðingum að hann kvaddi þessa tilveru. Marga dreymdi fyrir hinu ægi- lega slysi, sem varð i Wales fyrir fáum árum, þegar gjallhaugur hrundi yfir hluta bæjarins Aber- fan og lenti m.a. á skóla bæjarins. Eitt af fórnar- lömbunum i slysinu hafði fengið martröð nokkru áður en at- burðurinn átti sér stað og skýrði móður sinni frá martröðinni. Þetta var niu ára gamalt stúlku- barn, Eryl Mai, og sagði hún, að sér hefði fundist sem skólinn legðist saman og hyrfi i myrkur. Það er merkilegt, að hún bætti þvi við, að hún hefði ekki verið hræddviðaðdeyja, vegna þess að allir beztu vinir hennar hefðu verið með henni. Fáum vikum siðar dó Eryl ásamt mörgum beztu vinum sinum i þessu hræöilega slysi. 1 mörgum draumum koma fram svo mörg smáatriði, sem dreymendur lýsa áður en hinn raunverulegi atburður gerist, að erfitt er að halda þvi fram að eingöngu sé um tilviljanir að ræða. Frú Lindal Pritchard dreymdi um götu, þar sem fjöldi fólks var saman kominn og i draumnum sá hún verzlunarhverfið við götuna brenna. A skilti sem stóð yfir einni verzluninni sá hún áletrun- ina „Cuthberts”. 1 draumnum kom einn þeirra, sem horfðu á til frúarinnar og mælti: „Þetta gerðu hinir innfæddu”. Fjórum vikum siðar var skýrt frá uppþoti, sem varð hjá inn- fæddum i Paarl, Natal. Ein af verzlunum þeim, sem brunnu vegna þess að uppþotsmenn höfðu lagt eld að henni hét „Cuth- berts”. Frú Pitchard hafði aldrei komið til Paarl og þekkti ekki neinn með nafninu Cuthberts. Móður i London dreymdi að litli drengurinn hennar hefði dottið niður af svölunum. Hún varð svo hrædd vegna draumsins, að hún gætti þess sérstaklega að drengurinn hennar hann Ian, fengi aldrei að fara út á svalirnar aftur. En tveim vikum siðar heyrðihún að kona öskraði nafnið Ian, einmitt á sama hátt og hún hafði gert sjálf i draumnum. Frávita af hræðslu hljóp hún út úr húsinu og þá sá hún að sonur nágrannanna hafði fallið af svölunum. Sá drengur hét Ian. En dreymir fólk einnig fyrir skemmtilegum atburðum? örugglega, en góðir draumar hafa ekki sömu áhrif á menn og þeir slæmu, þannig að liklegra er að þeir sópist út úr vitundinni, heldur en draumar um hrakfarir og slvs. (þýttgj.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.