Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 8. júlí 1973.
Stálgrindahús hcfur Sindri reist víðsvegar um landið og átt sinn þátt í að ryðja braut þessari húsagerð.
stæöa Snæfelling, sem hef-
ur mörg járn í eldinum — í
einfaldasta skilningi þess
orös.
Tíminn kynnir Sindra-
fyrirtækin að þessu sinni:
Lífsstarf Einars í Sindra.
i viðtali við blaðið, sagð-
ist honum á þessa leið:
Fæddur á Fróðá
og alinn upp á
Grund og Bár.
Bg er fæddur á Fróðá, en ólst
upp i Grundarfirðinum, á Grund
og Bár. Þarna var þá stundaður
blandaður búskapur, sem sé sjó-
róðrar og landbúnaður. Þarna
voru margir myndarmenn og
margvislegir. Sumir þeirra hafa
oft minnt mig á vissan hóp stjórn-
málamanna. Við höfðum menn
fyrir vestan, sem vissu bókstaf-
lega allt. Það var aðeins eitt, sem
þeir ekki vissu: það var hvernig
átti að búa á jörð. Þeir höfðu ekki
hugmynd um það, — en gátu rak-
ið þjóðfélagskerfi fyrirmyndar-
rikisins, þúsundárarikisins og
deilt um háleit hugfræðileg mál-
efni. Þarna ólst ég upp og sam-
bandið við landið og sjóinn var
náið, og ég undi mér vel.
Árið 1919 hélt ég svo til Reykja-
vikur. Þar fór ég að læra járn-
smiði hjá Kristjáni Kristjánssyni.
Hann var svo harður heima-
stjórnarmaður af gamla timan-
um, að þegar sjálfstæðismenn af
gamla timanum gengu framhjá,
þá hrækti hann gjarnan til að
sýna fyrirlitninguna. Þess má þó
geta, að faðir minn hafði verið
sjálfstæðismaður og verið virkur
þátttakandi i baráttunni á Snæ-
fellsnesi á fyrstu tugum aldarinn-
ar, en lætin á Snæfellsnesi voru
fræg. Sumir kölluðu nesið þá
Litla-Rússland. Ekki lét Kristján
mig þó liða fyrir skoðanir föður
. ins.
Sindrasmiðjan
byrjaði 1924
Ég byrjaði smiðaverk fyrir eig-
in reikning árið 1924. Það var vél-
smiðjan Sindri. Við vorum fyrst
til húsa við Lækjargötu 10. 1
Lækjarkoti, eins og það hét þá.
Það er undir veggnum á Iðnaðar-
bankanum núna. Þetta var i
smiðju Þorsteins Tómassonar,
járnsmiðs, sem margir könn-
uðust við. Ég leigði smiðjuna og
vann að algengri járnsmiði. Hjá
mér voru 2—3 menn, en húsnæðið
var 60 fermetrar, eða svo og með
útirými um 100 fermetrar. Verkin
erum núna. Skrifstofur okkar eru
þó hér ennþá.
100 manns á
20.000 fermetra
athafnasvæði Sindra
Sindra-fyrirtækið hefur vaxið
nokkuð jafnt og þétt, en allur
samanburður er erfiður vegna
krónunnar. Ef til vill sýnir mann-
fjöldi og fermetrafjöldi svona
reksturs bezt, en hjá okkur vinna
nú yfirleitt um 100 manns og at-
hafnasvæði okkar er á um 20.000
fermetrum, en við byrjuðum með
2—3 menn á 100 fermetrum, eins
og áður var sagt. En hvort þetta
er stórt, er erfiðara að segja um
og þá sér á parti, ef litið er á þessi
mál frá sögulegu sjónarmiði. Ég
lit aðeins á mig sjálfan, sem
venjulegan mann uppalinn við út-
róðra og sveitarstörf. Þegar ég
var að alast upp voru iðnaðar-
mennstórir i sniðum i Reykjavik.
Ég á við mennina, sem byggðu
Iðnó, Iðnskólann sem auðvitað er
langtum meiri stórhugur, en t.d.
bygging Þjóðleikhússins og Iðn-
aðarbankans. Já og i rauninni
hrein afrek, ef litið er á aðstæður.
Iðnaðarmenn voru á áratugunum
fyrir og eftir aldamótin siðustu,
ekki einasta stórhuga i fram-
kvæmdum og faglegri þekkingu,
heldur gegndu umtalsverðum
hlutverkum i menningarlifi
borgarinnar. Nægir að nefna
menn eins og Helga Helgason,
Þorstein Tóm^isson, Sigurð Jóns-
son og marga fleiri. Meðal þess-
ara manna voru margir járniðn-
aðarmenn, sem að likum lætur.
t stað þessara manna kemur
kynslóð málglaðra, smátt hugs-
andi iðnaðarmanna, sem meðal
annars unnu það afrek að byggja
Súðarvoginn, þar sem gert er ráð
fyrir verkstæðum manna á þrem
100—150 fermetra hæðum. Það
myndi enginn i viðri veröld láta
sér detta svona nokkuð i hug
nema okkur. Það er t.d. ekki hægt
að reka vélsmiðjur af neinu viti i
svona húsnæði. Við hefðum átt að
byggja falleg hús við Elliðaár-
voginn, sem er einhver fegursti
staðurinn hér um slóðir en láta
iðnaðinn fá drjúg athafnasvæði á
einni hæð, ásamt landi fyrir út-
svæði. Timabil smátt hugsandi
manna má ekki eyðileggja iðn-
aðarmennina.
Þetta hefur leitt af sér minni
reisn á öllum sviðum. Við eigum
að visu til menn, sem hafa verið
sér á parti. Guðmund á Þingeyri,
sem rak vélsmiðju á heimsmæli-
kvarða vestur á Þingeyri og enn
starfar. Marselius á Isafirði, Ell-
ert á Akranesi og þá á Fáskrúðs-
SINDRA FYRIRTÆKIN HAFA
HUNDRAÐ MANNS í VINNU Á 20
ÞÚSUND FERAA. ATHAFNASVÆÐI
Einar i Sindra, Ásmunds-
son er i hópi kunnustu at-
hafnamanna þessa lands.
Kunnur af umfangsmikl-
um rekstri Sindra-fyrir-
tækjanna og svo ýmsum
tiltækjum, þvi að hann hef-
ur ekki alltaf bundið bagga
sína sömu hnútum og sam-
ferðamennirnir. Einar er
Snæfellingur fædd-
ur á Fróðá og alinn upp á
Grund og Bár. Hann er
Grundfirðingur fyrst og
fremst og hvorki Mercedes
Benz, Krupp, eða önnur
voldug fyrirtæki hafa getað
breytt þvi, hvorki til hins
betra, eða verra og oft
minnir hann okkur mest á
kjarnyrtan sjálfseignar-
bónda, eða formann í
stýrishúsi.
Einar hefur eldað grátt
silfur við stjórnvöldin og þá
ekki sízt sinn eigin flokk, og
vinir hans telja það vera
réttlætiskennd vestan úr
Grundarfirði, sem Ijái hon-
um kjark. Það er óþarfi að
nefna héreinstök dæmi,' en
þrátt fyrir gagnrýni, munu
flestir virða þennan sér-
voru hin margvislegu. Maður
skerpti skauta, smiðaði skeifur og
amboð og gerði við skip, en
nokkrum árum siðar keypti ég
húseignina Hverfisgata 42, en
þangað flutti ég smiðjuna.
Skömmu siðar reisti ég þar stór-
hýsi, á þeirra tima mælikvarða,
en tvö hús voru fyrir á lóðinni.
Þarna var ég framundir 1950, er
starfsemin fór að færast meir og
meir inn i Borgartún, þar sem við
firði. Það er ekki ónýtt fyrir
byggðarlög þessara manna, að
þeir hafa skynjað þarfir timans.
Iðnaðarmenn verða með ein-
hverjum hætti að endurheimta
stöðu sina i islenzku þjóðlifi og
menningu.
Birgðastöðin mikla
fyrir járniðnaðinn
Frá árinu 1950, eða svo hefur
Sindri haft á hendi umtalsverðan
inn- og útflutning á járni og
irgðastöð Sindra eru jafnan 3-4000 tonn af stáli
og smíðaefni fyrir járn- og byggingaiðnaðinn