Tíminn - 08.07.1973, Page 7
Sunnudagur S. júll 1973.
TÍMINN
7
Einar Asmundsson, forstjóri Sindrafyrirtækjanna.
málmum og hefur siöan rekið
birgðastöð fyrir járniðnaðinn i
landinu, birgðastöð, sem hefur
vaxið og þróazt jafnt og þétt.
Þessi starfsemi okkar hófst með
kaupum á 2000 tonnum af smiða-
járni frá Póllandi, en i þessu til-
felli er járn og stál nefnt i sömu
andránni án greinarmunar. Um
þetta leyti geisaði Kóreustyrjöld-
in og mikill hörgull var á járni.
Var hálfs til eins árs afgreiðslu-
Eldsmfði er einhver tilkomumesta iöngrein manna. Járnið hamrað
heitt i Sindra. Myndin er tekin fyrir ca. 20 árum og sýnir þá Gunnar
Ferdinantsson og Jón Vigfússon við eldsmiði á iönsýningu, sem haldin
var þá i nýja Iðnskólanum, en Sindra-smiðjan tók virkan þátt i sýning-
unni.
Rætt við Einar
Ásmundsson í Sindra
um fjölþætt starf
SINDRA-fyrirtækjanna
frestur á þeirri vöru á heims-
markaðinum i Vestur-Evrópu og
Ameriku.
Þessi fyrsta sending til okkar af
járni átti sér þó talsveröan að-
draganda. Samkvæmt ramma-
samningi um verzlun viö Pólland
■ áttu þeir að selja okkur 2000 tonn
af járni, en við aftur á móti að
selja þeim sama magn af brota-
járni. Varð það úr, að ég gerði
samning viö Pólverjana um kaup
á járni og sölu á 15.000 tonnum af
brotajárni. Þó að þetta virðist
auövelt, voru mörg ljón á vegin-
um og erfiðust voru islenzk
stjórnvöld. Vildu sumir i stjórn-
arráðinu meina, aðbannaðværi aö
selja brotajárn til Austantjalds-
landanna, enda þótt þetta stæöi i
viðskiptasamningi landanna
beggja. A ég harðorð bréf um
þessi atriði. Sama sagan var i
bönkum landsins. Þeir synjuðu
um fyrirgreiðslu, enda þótt þetta
væri eina járnið, sem hægt var að
fá fyrir smiðjurnar, sem staöið
heföu verkefnalausar, þar eð
langur afgreiðslufrestur var á
stáli. En þrátt fyrir þetta allt,
kom járnið samt heim og þvi var
dreift um allt land i jánsmiða-
verkstæðin. — Vissir bankastjór-
ar höfðu borið ýmsu við. Vildu
ekki „fjölga viðskiptamönnum”
eins og það var orðað, en mér hef-
ur oft siðan verið hugsað til þess
ástands, sem skapazt hefði hér á
landi i járniönaðinum, ef þetta
járn heföi ekki komiö til landsins
frá Póllandi á sinum tima. Smiöj-
urnar heföu oröiö að loka og járn-
iönaðarmenn heföu hundruðum
saman misst atvinnuna, aöeins af
þvi aö bankinn vildi ekki fjölga
viðskiptamönnum sinum.
Siðan hefur birgðastööin starf-
að og vaxiö jafnt og þétt i hlutfalli
viö þarfir járniönaöarins og ég tel
hana hafa oröiö til ómetanlegs
gagns fyrir járniðnaöinn I landinu
og nú oröiö með góöu samkomu-
lagi við bankayfirvöldin, sem
fyrir löngu hafa komið auga á
nytsemi þessa starfs.
Viðskiptamenn okkar eru járn-
iönaðarmenn og járniðnaðurinn i
heild og svo byggingaiönaöurinn.
Við höfum 3—4000tonna birgöir af
stáli og öðru smiðaefni fyrirliggj-
andi og seljum um eitt þúsund
tegundir, en það eru þær tegundir
allar, sem járniðnaðurinn og
byggingaiðnaðurinn notar af
málmum. Auk þess höfum við á-
vallt keypt brotajárn og alla
málma, safnað þeim saman og
unnið til útflutnings.
Mengun hjá þjóð
sem grefur járn sitt
í jörð
Við ókum með Einari i starfs-
stöð hans við Borgartún og inn i
Sundahöfn, þar sem hann vinnur
brotajárn á 10.000 fermetra landi,
og svo ókum við inn i Súðarvog,
þar sem iðnaðurinn bróltir milii
hæöa viö erfiö skilyröi, af þvi
menn hugsuöu svo smátt, og nú
fórum við aö tala um mengun.
Um það hafði Einar i Sindra þetta
að segja:
Orðið „mengun” er nú mikiö i
tizku. Blaðamenn hafa tekiö þetta
orð upp á sina arma, sem út af
fyrirsig er ekki ónýtt. Samt virö-
ist mér litill skilningur vera hjá
blööunum og stjórnvöldum i
þessuefni, sem öörum. Visir birti
til dæmis mynd af jarnhaug hjá
mér og taldi þetta vera „meng-
un” og til skammar fyrir okkur
að láta útlendinga sjá svona
ruslahauga. Þetta vakti athygli
mina. Ég er nú þvi vanastur aö
geövonzka geti hlaupið i blaöa-
menn og þeir sendi mér og öðrum
tóninn. Ég kippi mér nú ekki upp
við það. En sannleikurinn er nú
sá, að með brotajárnsútflutningi
er Sindri einmitt að vinna gegn
mengun. Þetta nefnum við endur-
notkun hinna ýmsu efna. Menn
tala um bilflök.Sumir nefna þetta
bilhræ og enn aðrir nefna þetta
brotajárn. Ekkert af þessu er
rétt. Úr þessu bilflaki er hins veg-
ar hægt að gera brotajárn,
„kvalifiseraða” útflutningsvöru.
Islendingar hafa lengi grafið járn
sitt i jörðu, af þvi að þeir eru á
eftir timanum. Það mun þó duga
skammt i neyzluþjóðfélaginu.
Nútimaþjóðir hafa allt annan
skilning á þessu en dagblaðiö Vis-
Verið að lesta Bakkafoss, sem tók fullfermi af brotajárni frá Sindra óleiðis til Spánar.
Vinnsla á brotajárni meö stórvirkum vélum. Bfiflök og annaö tilfallandi frá neyzluþjóöfélaginu er
pressað og mulið til endurnýtingar i málmbræðsluverum. Myndin er tekin á athafnasvæði Sindra I Sunda-
höfn.