Tíminn - 08.07.1973, Síða 8

Tíminn - 08.07.1973, Síða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 8. júlí 1978. ir hefur, þvi að erlendar þjóðir eru miklu lengra komnar i þess- um efnum en við. Þú sérð ekki pappirssnifsi á götum i Hollandi, eða Belgiu. Ollum úrgangspappir er safnað og hann er bleyttur upp og notaður aftur. — Aftur og aftur. — tslendingar grafa járn i jörðu og pappirnum fleyja þeir og senda i löng ferðalög með vindin- um yfir borgir og lönd. Að þessu leyti eru dagblöðin stórkostlegir mengunarvaldar. ÍOO.OOO eintök fljúga út daglega, til að hrekjast fyrir vindinum um stræti og torg og fylla sorpstöðvarnar. Sama er að segja um bilhræin. Ég var ný- lega á fundi endurnýtingarmanna i Sviþjóð. Þar kom margt lær- dómsrikt i ljós. T.d. hafa Sviar komið þvi á, að þegar maður kaupir sér nýjan bil, greiðir hann visst gjald, sem er kostnaðurinn við að mala bilinn hans i að- greinda málma i brotajárn, þegar billinn er orðinn of gamall og úr sér genginn til aksturs, eða ef hann eyðileggst með öðrum hætti. Gefið er úr sérstakt skirteini, sem fylgir bifreiðinni og þegar þar að kemur er hún ,,unnin;’ i sér- stakri stöð i brotajárn og eigand- inn hefur greitt fyrir vinnsluna. t Sviþjóð eru t.d. þrjár slikar stöðvar, sem „endurnota” og mola niður um 250.000 ónýta bila á ári hverju. Billinn er hakkaður niður og efni hans eru aðgreind og efnin eru notuð i t.d. nýju bilana. Ekki dytti neinum Svia i hug, að telja slika starfsemi vera meng- un, eins og blaðamaður Visis gerði. Sindri hefur árum saman unnið brotajárn. Hlutað sundur, press- að saman og breytt járnarusli i ..kvalifiseraða” útflutningsvöru, sem siðan er seld út um allan heim fyrir beinharðan gjaldeyri. Það er hin rétta aðferð, sem sé endurnýting. Þetta orð verðum við að læra eins vel eins og aðrar þjóðir, ef við ætlum að vinna gegn mengun. Útflutningur okkar er 2—3000 tonn á ári hverju, en gæti liklega orðið 10.000 tonn , ef obb- inn af brotamálmi skilaði sér, og ef til væru fullkomnar vélar til að vinna brotajárnið. Að lokum ræddum við við Einar um smiðjuna. Um hana sagði hann á þessa leið: Skúlptúrinn á leið sinni til Loftleiðahótelsins á bifreiö frá SINDRA. Fjölþætt verkefni Sindrasmiðjunnar Sindrasmiðjan er venju- leg vélsmiðja. Við vinnum að al- hliða járnsmiðavinnu. Smiðum alla skapaða hluti, eftir timans þörfum og ástæðum. Að fara að telja upp einstök verkefni hefur i sjálfu sér ekki mikinn tilgang. Það vita allir, sem þurfa að vita hvað við gerum. Framleiðsla og stærri verkefni er þó stærsti liðurinn i starfi smiðjunnar. Efstá baugi hefur þó verið um skeið hjá tæknimönnum okkar, smiði á þrýstivatnspipu fyrir Laxárvirkjun, eða aðal- rennslisgöngin að túrbinum hinn- ar nýju rafstöðvar. Þetta er, að ég held, i fyrsta skipti, sem is- lenzk járnsmiðja smiðar slikan hlut. Þetta var smiðað eftir Krupp-,,patenti”. iðnaðarmenn, að þeim hefur ver- ið sýnt það traust, sem raun er á, þvi að auðvitað eigum við að smiða allt, sem hægt er, hér heima. Skip og annað. Pípur og rör. Gjör rétt — þol ei órétt Að lokum spurðum við Einar Texti: Jónas Guðmundsson Við vorum eini aðilinn, sem bauð i þetta verk. Ég held, að það hefi verið meira ,,prinsip”-atriði að við buðum i verkið, en að þarna væri sérstök hagnaðarvon, og útlit er fyrir halla. í fyrstu gerði verkkaupandi kröfu um að útlendir' rafsuðumenn ynnu raf- suðuna, en fljótlega var þó fallið frá þvi, þar eð það kom i ljós að Islendingarnir voru engir eftir- bátar útlendinga i þessu efni og verkið hefur tekizt prýðilega. Við Búrfellsvirkjun voru til dæmis menn frá Krupp, sem smiðuðu pipuna, en nú hefur orðið ánægjuleg breyting fyrir islenzka um lifsstarfið. Lifsstarf mitt tel ég ekki merki- legt. Eins og ég sagði áðan, elzt ég upp i Grundarfirði, þar sem blandaður búskapur var stundað- ur við erfið skilyrði. Litlu túnin voru slegin á sumrin og búsmal- inn rölti um hliðar og dali, en bát- ar réru til fiskjar og mogguðu undir færum. Svo komu stormar og guð tók og gaf manneskjunum i þessum firði, eins og öðrum. Menn höfðu sterka réttlætiskennd fyrirvestan, og þetta voru venju- legir menn og svo á það að vera. Ekki hefi ég breytt heiminum, þótt ég hafi reynt það. Ég tel mig t GEGNUM HLJÓÐMÚRINN eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara var stækkuð upp í eir af SINDRA. Af mörgu er skiljanlega aö taka, ef mynda á hluti, eða mannvirki, sem Sindri hefur Iátið frá sér fara um dagana, en Timinn velur þetta táknræna listaverk, sem hlýtur að telj- ast til óvenjulegra verkefna hjá islenzkri vélsmiöju. Myndin stendur sem kunnugt er fyrir framan Loftleiðahótelið. Asmundur Sveinsson myndhöggvari og frú, viröa fyrir sér höggmyndina t GEGNUM HLJÓÐMÚRINN, þegar hún fór á stallinn, þar sem henni var ætlaður staður. Fyrir aftan hjónin eru Einar Asmundsson forstjóri Sindra, Asgeir Einarsson framkvæmdastjóri Birgöastöövar Sindra og Þóröur Einarsson, framkv. stj. Sindrasmiöjunnar. til dæmis vera málhreinsunar- mann, eftir þvi sem ég hefi vit til. Ég læt t.d. alltaf segja orðið pipur i staðinn fyrir rör. t öllu prentuðu máli tölum við I Sindra um pipur, en samt halda allir áfram að kaupa af okkur rör. Arangur minn þar er núll. Kannski sam- bærilegur við það, sem Þórbergur Þórðarson segir um heiðingjatrú- boðið danska, sem með miklum fjármunum og stóru liði, frelsaði ekki nema einn villimann á ári hverju. Nú er ég stærsti viðskiptamað- ur Rússa á íslandi, ef oliufélögin eru undanskilin, — þrátt fyrir að liklega er vart hægt að finna mann með ólikari þjóðmálaskoð- anir, en mig og þá sem þar ráða. Þó vil ég geta þess, að samkomu- lagið við Rússa hefur alla tið ver- ið mjög gott og ánægjulegt. Segja má, að ég hafi leitazt við að hafa eitt kjörorð um dagana: Gjör rétt — þol eit órétt. Það hef- ur mér, þvi miður ekki tekizt til fulls. Það .antar nefnilega tals- vert á það siðarnefnda, segir Ein- ar i Sindra að lokum. JG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.