Tíminn - 08.07.1973, Síða 12

Tíminn - 08.07.1973, Síða 12
TÍMÍSltt Sunnudagur 8. júlí 1973. hann verið fulltrúi Frelsishersins hjá S.Þ. Charles Péan var i fimm daga heimsókn i Noregi fyrir nokkru þar sem hann hélt fyrirlestra i fimm bæjum, er norskur blaða- maöur átti viðtal við hann um hans viðburðariku og storma- sömu ævi. Fer það viötal hér á eftir i lauslegri þýðingu og endur- sögn. — Ilvað lá að baki þeirrar akvörðunar að senda yður til Frönsku Guyana árið 1928, monsjör Péan? — Allt siðan 1910 hafði Albert Peyron herforingi þrábeðið rikis- stjórnina um leyfi til aö senda liðsforingja úr Frelsishernum til Frönsku Guyana. Blaðamaður nokkur haföi sent frá sér fjölda greina um aöstæðurnar og ástandið yfirleitt þarna úti. Ef það það var satt, sem hann sagði frá i þessum greinum, gátum við ekki sem kristnir menn látið það viðgangast. En franska rikis- stjórnin hafði litinn áhuga á, að Djöflaeyja yrði opinbert mál. Tilvera hennar hafði nær legið i gleymsku siðan á dögum kapteins Dreyfusar. Og enginn þeirra, er þangað voru sendir, kom aftur og var til frásagnar um, hvað þarna fór fram. Það liðu þannig átján ár, unz rikisstjórnin veitti leyfi sitt. Varð ég fyrir valinu til fararinnar, að mér skildist vegna þess, að ég var ungur og án fjölskyldubanda. Auk þess hafði ég stúderað landbúnað i hitabeltinu, áður en ég gekk i herinn. Sú þekking var talin geta komið að góðum notum i Frönsku Guyana. Höfuðverkefni mitt var að athuga, hvað hægt væri að gera fyrir hina „frelsuðu” fanga, þ.e.a.s. þá, sem höfðu afplánað refsingu sina, en sem lögin þvinguðu til að vera áfram i nýlendunni sem „frjálsir menn”. — Ilvcrs urðuð þér svo visari, er til Djöflaeyjar kom? — Þarna voru fimmtán búðir og i þeim samtals um 12 þúsund manns. Fáir verðir voru til staðar,en fangarnir voru umlukt- ir frumskóginum og fenjunum. Flótti var útilokaður, enda þótt nokkrir hafi sýnt fram á hið gagnstæða. Heilbrigðisástandið þarna var ólýsanlegt. Tæring, sifilis, flogaveiki-, kólera, malaria, blóðsótt, opin og verkandi krabbameinssár. Holds- veikir menn. Krypplingar.Bara i einni búðinni lágu ekki færri en 300 manns i banvænum sjúk- dómum af ýmsu tagi. — Það er að likindum tómt mál að tala um móral og mannlegheit undir kringumstæðum sem þessum? — Þú getur rétt imyndað þér? Þú veizt, að það voru ekki neinir kórdrengir, sem sendir voru til Guyana. Þetta voru menn af „verstu tegund”. Þeir bjuggu saman á litlu, afmörkuðu svæði og höfðu ekki hina minnstu von um að komast nokkurn tima aftur til þess, sem þeir minntust óljóst sem Frakklands. Hinn slæmi mórall varð æ verri. Aö lokum uröu þeir likari dýrum en mönnum. Loftslagið var lika hræðilegt. Franska Guyana er flatt fenjaland með óteljandi eitruðum skordýrum. Flestir voru með malariu. Þeir fangar, sem hlotið höfðu „frelsi” geröu örvæntingarfullar tilraunir til að ná i innfæddar konur, en það reyndist afar erfitt og leiddi aðeins til deilna við hina innfæddu. Talið var um Frönsku Guyana sem helviti vegna refs- ingarinnar og loftlagsins, en við það verður að bæta, að þetta auma landsvæði varð ekki siður helviti vegna þess, hve aumar manngerðir flestir fangarnir voru og einnig vegna þess, að þeir nutu ekki áhrifa annarra en hvers annars. Það er ekki nauðsynlegt að skapa sér mynd af helviti sem einhvers handan grafarinnar, meðan staðir eins og Franska Guyana eru til. Og mundu, að þetta var refsingin fyrir alvar- legustu glæpi, sem menn drýgðu. Þvi má skjóta inn i, að Péan fékk hús til umráða á Djöflaey og með þvi „fylgdi” ungur fangi, sem skyldi þjóna honum og matreiða fyrir hann. Péan þótti strákur ágætis kokkur, en þegar hann spurði hann, hvers vegna hann hefði verið sendur til Döfla- eyar -, svaraði strákur þvi, til, að hann hefði drepið heila fjölskyldu heima i Frakklandi, með eitri. — Hver voru viðbrögð fanganna og hinna frelsuðu gagnvart yður? — Þeir urðu afar hissa á þvi að sjá hvitan mann þarna, sem ekki var franskur liðsforingi úr hernum. Nokkrir höfðu heyrt getið um Frelsisherinn, en fáir höfðu trú á þvi, að ég gæti nokkuö hjálpað þeim. 1 þrjár vikur ferðaðist ég um allar búðirnar og heimsótti einnig frelsuðu fangana, sem bjuggu i Cayenne. — Ilvað lá að baki þeirrar ákvörðunar, að láta fangana vera áfram i nvlendunni, eftir að þeir höfðu afplánað refsingu sina? lbúatalan i Frönsku Guyana var mjög lág. I Cayenne bjuggu 10 þúsund manns, og i öllu landinu um það bil 30 þúsund. Ibúum fækkaöi i stað þess að fjölga. Það stefndi i þá átt, að Frakkar ættu þarna mannauða nýlendu. Franska rikisstjórnin leit þannig á, að ef frelsuðu fangarnir yrðu neyddir til að vera i nýlendunni, myndu þeir ef til vill giftast hinum innfæddu konum, stofna fjölskyldur og þannig stuðla að fólksfjölgun. Svo fengu þeir kannski smá akurskika og kofa til að búa i. En án peninga og þekk- ingar var ekki hægt að lifa af jarðrækt á Guyana. Og án konu varð ekki til barn. Og hugsaðu þér ástand fangana, er þeim var sleppt úr fangelsinu. Þeir hötuðu landið af öllu hjarta. Þeir voru niðurbrotnir af sjúkdómum. Það eina, sem þeir óskuðu, var að komast burt úr þessu helviti. Aætlunin mistókst gersamlega. En valdhafarnir heima i Frakk- landi neituðu þvi miður að viður- kenna það. Frá þvi andartaki, að föngunum var sleppt lausum, stóðu þeir algerlega á eigin fótum. Sem fangar höfðu þeir þó a.m.k. mat, klæði og þak yfir höfuðið. Nú höfðu þeir ekkert. Flestir urðu þvi að sjá sér farboða sem þjófar og betlarar. Tvö þúsund af þeim tólf þúsund þarna úti lifðu sem „frjálsir menn”. — Hver urðu svo yðar viðbrögð við Frönsku Guyana og Djöflaey? — Það var mikið áfall að sjá með eigin augum, hve djúpt maðurinn getur sokkið undir slæmum skilyrðum. Enginn fang- anna haföi minnsta hug á þvi að snúa sér að málum andans. Ljóst var, að fyrst af öllu var nauð- synlegt að koma föngunum upp á mannlegtstig. Þaðhlustar enginn á bænir með tóman maga. Það að sjá hóp karlmanna lifa þannig saman, liður manni aldrei úr minni. Þegar ég kom aftur til Frakklands, sá ég sifellt fyrir mér þessa menn, og ég sagði við sjálfan mig, að þetta væri ekki mögulegt. Enginn lifði þannig. Mér var ljóst, að það var út i hött að tala um himininn, framtiöina og hið hamingjusama lif i paradis. Það varð að hefjast handa hér heima. Péan veifar hendinni og heldur áfram. — Fyrir kemur, að bjarga verður manni frá hans eigin lifi. Er ég fór frá Cayenne i litlum árabát, sem flutti mig út til skipsins utifyrir ströndinni, var ströndin full af frelsuðum föngum, sem óðu örvæntingar- fullir út i sjóinn og hrópuðu: „Komdu aftur! Komdu aftur!”. Mér varð þá ljóst, að ég hafði með nærveru minni einni saman orðið að einustu von þessara manna. Og ég gerði mér grein fyrir þvi, að ég yrði fyrst og fremst að vinna að þvi, að fá hina frelsuðu eða lausa fanga aftur til Frakklands. Næsta skrefið myndi vera að vinna að þvi að fá alla fanganýlenduna lagða niður. — Hvað var svo gert heima i Frakklandi? — A leið minni heim skrifaði ég mina fyrstu skýrslu, sem ég nefndi „Terre de Bat” („Tukthúsland”). Ég var, er hér var komið, orðinn fársjúkur, bæði andlega og likamlega. Ég dvaldist eftir heimkomuna samtals 18 mánuði á sjúkrahúsi. Bókin barst út um allt Frakkland. Hún skýrði aðeins frá bláköldum staðreyndum, hvers vegna ástandið var svona og hvað hægt var að gera til úrbóta. Ég hélt einnig fyrirlestra út um allt land. Vandamálið var tekið upp i blöðum og sterk skoðanamyndun meðal almennings vaknaði. Rikisstjórninni leið ekki vel undir þessum kringumstæðum. Fyrst á árinu 1933 gat ég haldið aftur út og hafið starfið á ný. Með mér fóru fimm liðsforingjar úr CHARLES Péan leið ákaflega illa. Hann sat andspænis Albert Peyron, foringja i franska frelsis- hernum. Spurningarnar voru mjög persónulegar. Foringjanum var greinilega mjög umhugað um aö gera sér grein fyrir heilsu og sál hins 27 ára gamla liðsforingja. Péan lét ekkert uppi um, hvað hann hafði gert. Peryon leit kankvislega á hann og sagði: — Péan, ég ætla að senda yður til Döflaeyjar. Samtal þetta fór fram árið 1928. Aldarf jóröungi siðar yfirgaf siðasta fangaskipið Cayenne i Frönsku Guyana. Skuggalegum kapitula i franskri réttarsögu var þar meö lokið. Fanganýlendan i Frönsku Guyana hafði verið lögð niöur. Starfið hafði krafizt beztu áranna i lifi fjölda manna. Lifs- starfi Charles Péans var lokið. Arið 1957 var hann útnefndur leið- togi Frelsishersins i Frakklandi. Tveim árum seinna varð hann liösforingi i heiðursfylkingunni. Og hann hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga fyrir starf sitt i Frönsku Guyana. Hann lagði mikið af mörkum, meðan stóð á striðinu i Alsir. Siðustu árin hefur örin vlsar á borgina Cayenne IFrönsku Guyana, en i grennd viö hana er hin fyrrum illræmda Djöflaey. Aöhúnaöur fanganna á Djöflaey var hörmulcgur, og aö lokum uröu þeir likari dýrum en mönnum. Grimmilegar refsingar voru fyrir lítilvæg brot, m.a. voru fangarnir látnir dúsa einir lengi I búrum sem þcssuni. Af 10 þúsuud föngum létust aö ineöaltali um 5 hundruö á ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.