Tíminn - 08.07.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 8. júll 1973.
Sögumaðurinn Peter Doig. Hann var dáleiddur, og þeir hryllilegu at-
buröir, sem hann upplifi, höfðu næstum firrt hann vitinu.
Ég reyndi að brjóta mér leið
upp úr þessu myrka hyldýpi, en i
hvert sinn, sem ég hélt, aö það
væri að takast, rann ég niöur
brattann aftur, og heyrði slfellt
örvæntingaróp stúlkunnar um
hjálp. Eldtungurnar teygðu sig
upp um hana og hópur fólks i
kring hrópaði, að nú skyidi hún
deyja.
Aldrei á minni 29 ára löngu ævi
hef ég verið svo skelfingu lostinn.
Síöustu fimm árin hafði ég að visu
orðiö hræddur oft á tiðum, en ekki
svona. örvæntingin gerði það að
verkum, að ég barðist eins og
skepna gegn þeim öflum, sem
drógu mig að þessari viðbjóðs-
legu sjón, sem ég var að reyna að
komast burtu frá.
Djúpt í undirmeðvitundinni
skynjaði ég, að þetta voru ill öfl.
Dæi ég ekki úr hræðslunni,
mundi ég áreiðanlega missa vitið
og vakna upp frá tilrauninni bil-
aður á sálinni.
Utan úr myrkrinu heyrði ég
prófessor Ivor Hall segja: — Ég
er hræddur um, að hann sé búinn
að vera, ég get ekki hjálpað hon-
um. I þetta skipti hafið þið gengið
of langt. Hvert fórstu með hann?
Svar Andrews vinar míns
drukknaði i ópum reiðs múgsins
og kvalaópum stúlkunnar. Ég
haföi þekkt hana i fjóra mánuöi.
Hún hét Mary Jane Orphoot. En
ég vissi ekki hvar hún var, þegar
þetta gerðist, né hvers vegna það
varð. Það var ferð aftur i timann,
sem hafði fært við að þessum
nornapotti — til staðar og tima i
sögunni, sem ég vildi óska, að ég
hefði aldrei kynnzt. Ég þorði ekki
fyrir mitt litla lif að reyna að geta
hvar eða hvenær, en ég var viss
um að hafa upplifað það.
Á Nilarbökkum
Ég hef engum um að kenna nema
sjálfum mér. Þetta byrjaöi allt
saman árið 1962, þegar ég var 19
ára og gekk i háskóla. Vinur
minn, Andrew Annandale var tvi-
tugur og nam haffræði, en ég var i
efnafræði. Við kynntumst i
skólanum og urðum góðir vinir er
fram i sótti og siðan nánast eins
og bræður.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á dáleiðslu og las allt, sem ég
komst yfir af bókum um efnið.
Astæðan er nærtæk — faðir minn
var dávaldur og hefur komið
fram opinberlega viðá um heim.
Hann kallaði til sin fólk úr saln-
um, sem var fúst til að láta dá-
leiða sig. Margir kölluðu hann
svikara og hann sagði mér oft, að
hann hefði samið við fólk fyrir-
fram um að gefa sig fram.
En áhugi minn á dáleiðslu risi
dýpra en hans. Ég fór að trúa þvi,
að hægt væri að færa fólk aftur i
timann með dáleiðslu. Ég tók að
gera tilraunir á sjálfum mér og
skrifaði allt niður, sem ég gerði.
Alveg án áætlunar, var ég eitt
sinn árið 1963 staddur á árbakka.
-Éjg gekk þar um og vissi að
þe'tta var Níl, þvi ég sá pýramid-
ana og fólkið. Þarna var fólk, sem
ég er viss um, að hlýtur að hafa
lifað fyrir 1000 árum, en það var
eins og það sæi mig alls ekki, þó
ég væri innan seilingar. Þegar ég
losnaði úr þessu aftur, skalf ég af
hræðslu, en var þó svo hugfang-
inn, að ég ákvaö að reyna aftur.
Andrew og ég vorum saman i
herbergi og það var þvi eðlilegt,
að hann fengi áhuga á tilraunum
minum. En hann var tortrygginn
og sagðist viss um, að ómögulegt
væri að ferðast aftur i timann.
Þetta væri bara Imyndun i mér.
Myndirnar, sem ég sæi væru bara
úr bókum eða kvikmyndum, sem
ég væri löngu búinn að gleyma að
hafa séð.
Aftaka i London
Það var ekki fyrr en 1967, sem
þetta varð verulega spennandi,
en þá byrjuðum við Andrew að
gera tilraunir saman. Hann
slappaði af, féll i trans og ég sagði
honum, að nú væri hann I London
á nitjándu öld, og bað hann að
segja mér, hvað hann sæi. And-
rew er frá Skotlandi og hafði að-
eins einu sinni komið til London.
Ég setti segulbandið i gang og
spurði siðan beinna spurninga og
gætti þess að hafa alls engin áhrif
á svariö. Eg hefði heldur varla
getað gefið honum miklar upp-
lýsingar um 19. aldar London, þó
ég hefði viljað. Ég er frá Cam-
bridge og slæmur I sögu að auki.
Lýsingar Andrews eru mjög lif-
andi og greinilegt var, að hann
gekk um Regent Street og Strand.
Hann talaði alltaf inn á bandið og
við hlustuðum á það á eftir til
samanburðar.
Sennilega var það þessi árang-
ur, sem olli þvi, að nú gengum við
betur til verks og einsettum okkur
að sanna, að hægt væri að ferðast
aftur í timann með dáleiðslu. Það
tók meira en tvo mánuði að kom-
ast að þvi, að byggingarnar, sem
Andrew hafði lýst, höfðu verið
rifnar og nýjar reistár. Hann
hafði séð fólksmergð utan við
hús, sem liktist fangelsi. Hann sá
gálga og mann með hettu á höfði.
Allt þetta hafði gerzt utan dyra og
i kring voru um 1000 manns, sem
æptu skammaryrði og sungu.
Við leituðum til sérfræðings við
British Museum, til að leita þenn-
an atburð uppi. Eftir öllu að
dæma var þetta siðasta opinbera
aftakan i London en hún fór fram
skömmu eftir 1860. Andrew hafði
aldrei heyrt um hana, eða séð
myndir af henni.
Við fundum engin gögn i Cam-
bridge, sem gátu sannað, að þetta
stæði raunverulega heima. En
sönnunina fengum við þremur
mánuðum siðar, þegar við fórum
til London til að leita að myndum
eða teikningum. Við blöðuðum i
gamalli bók og eitt sinn, þegar ég
fletti við, rak Andrew upp hljóð.
— Þetta var það, sem ég sá! A
teikningunni var fólksmergð,
hermenn, gálgi og maður með
hettu stóð á fallhleranum. Þetta
var sfðasta opinbera aftakan i
London.
Þetta gátum við ekki útskýrt.
Andrew var viss um að hafa
aldrei lesið eða heyrt um þetta, en
það, sem var á segulbandinu,
kom nákvæmlega saman við all-
an þann fróðleik, sem við gátum
aflað okkur um atburðinn.
Prófessorinn aðvarar
Það var um þetta leyti — i mai
1967 — sem við komumst i sam-
band við prófessor Ivor Hall.
Hann var hagfræðingur, alkunnur
fyrir rannsóknir sinar á andleg-
um fyrirbærum. Þegar þetta var,
hafði hann þegar flett ofan af
mörgum svikamiðlum og gert
merkar uppgötvanir. Við vildum
fá orð hans fyrir þvi, að hægt væri
að senda miðil fram eða aftur I
tima og rúmi undir dáleiðslu-
áhrifum. Þó að við hefðum sjálfir
oft gert þetta, vorum við ekki al-
veg sannfærðir.
— Já, sagði prófessorinn. — Ég
held ekki bara, að það sé hægt, ég
held, að það hafi verið gert. En
það fylgir þvi viss hætta. Til
dæmis getur miðillinn hafa séð
eða heyrt eitthvað i bernsku, sem
svo magnast upp og þá heldur
hanmað hann sé kominn aftur á
bak í timanum.
— Ég veit um tvö tilfelli, sem
þetta getur alls ekki hafa átt sér
stað, svaraði ég.
— Það er fleira, sem er hættu-
legt, sagði prófessorinn.— Dá-
leiösla er enn á rannsóknarstigi
og það leynast hættur i þvi
óþekkta. Við vitum ekki hvað er á
bak við tjald sögunnar og getum
ekki vitað fyrirfram, hvað miðill-
inn mun sjá, ef hann er færður til i
tlmanum. Það eru hættulegt fyrir
sálina. Hlutirnir geta hæglega
gert miðilinn brjálaðan. Ég vil
ekki ráðleggja neinum að fikta
við dáleiðslu, hún er ekki fyrir
leikmenn.
En við Andrew töldum okkur
ekki lengur leikmenn. Til þess
vorum við komnir of langt og
næstu tvö árin, frá 1968-1970, fór-
um við mörgum sinnum aftur i
timann. Við skrifuðum allt niður
og tókum það einnig upp á segul-
band, svo ekki væri nokkur vafi
um smáatriðin.
Ég tók mun betur við dáleiðslu
en Andrew, svo það var ég, sem
fór I flest „ferðalögin”. Hann
skrifaði niður og gætti að band-
inu. En ekkert gerðist, sem hafði
sérstaka þýðingu, þvi flest af þvi
sem ég sá, var þokukennt og
óraunverulegt. Aðeins einu sinni
var það,að eitthvað athyglisvert
bar við. Kvöld eitt, þegar Andrew
haföi dáleitt mig, sagði hann. —
Þú ferð aftur á bak og þú ert i
Austurlöndum. Segðu mér hvað
þú sérð.
Jarðskjálftinn i Quetta
Auðvitað vissi ég ekkert um
þáö, sem gerðist, en nú varð ég
hræddur I fyrsta sinn, siðan við
hófum tilraunirnar. Ég var
staddur meðal hlaupandi fólks,
Indverja, eða Pakistana. Það var
eins og dómsdagur væri kominn
og jörðin gleypti allt. Ég sá hana
opnast og fólk og hús hverfa niður
I dýpið. í undirmeðvitundinni var
eitthvað, sem sagði mér, að þetta
væri jarðskjálfti, en ég vissi ekki
hvar eða hvenær.
Ég lýsti þessu inn á bandið. En
ég gat ekki timasett neitt, þó að
ég væri staddur i miðjum
ósköpunum.
— Hvað gerðist? spurði And-
Prófessor Ivor Hall var viöstaddur tilraunirnar, en hann varaöi vinina
ákaft viö öllum þeim hættum, sem gætu leynzt Ihinu óþekkta.