Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 27

Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 27
Sunnudagur 8. júll 1973. TÍMINN 27 Wales á Laugardalsvellinum 1966. Þegar viö spuröum Her- mann, hvaöa leikur honum þætti eftirminnilegastur, sagöi hann: Fyrsti landsleikurinn minn er alltaf ofarlega i minni, en þá skoraöi ég mitt fyrsta landsliös- mark rétt fyrir leikslok og jafnaöi fyrir ísland gegn Wales 3:3. 1 leiknum meiddist ég I byrjun fyrri hálfleiksins og var þá settur sem útherji, þar sem þaö mátti ekki skipta fleiri mönnum inná.” Fyrirsögn á iþróttasiöu Tímans eftir leikinn, hljóöaöi þannig: HERMANN TRYGGÐl ÍSLANDI JAFNTEFLI A 11. STUNDU! Og um markiö var þetta sagt: „Aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok skoraði Hermann Gunnarsson jöfnunarmark ts- lands á móti Wales 3:3 eftir glæsilegan einleik upp vinstri kant. Storkostlegt mark, sem kom áhorfcndum á Laugardals- vellinum aftur i gott skap, eftir að hafa orðið vitni að þvi, hvernig is- land hafði áöur fengið aumustu klaufamörk á sig, sem um getur i landsieikjasögunni. Hermann fékk kn.öttinn út til vinstri — og tók á rás I áttina að marki. Hann sigldiörugglega fram hjá varnar- mönnum — og skaut siðan hörku- skoti framhjá markverðinum, al- gjörlega óverjandi. Og hvilik fagnaðariæti á áhorfendapöllun- um.” Eftir leikinn sagði Hermann: „Þaö var ánægjulegt að skora þetta mark. Ég fékk knöttinn og lék á einn mótherja og þegar ég leitaði eftir samherja sá ég eng- an, svo ég tók það ráð að spyrna á markið. Og, þegar knötturinn hafnaði i netinu tók hjartaö vissu- lega smá sprett — þvi auðvitað er það óskadraumur hvers nýliða i framlinu landsliðs að skora mark i sinum fyrsta landsleik”. Hermann sagði okkur, að leikurinn gegn Noregi 1970 hefði einnig verið eftirminnilegur. En i þeim leik, skoraði Hermann tvö mörk eins og menn muna og Tim- inn sagði þá I fyrirsögn: TVÖ MÖRK HERMANNS A TVEIM- UR MINÚTUM, og I grein um leikinn var þetta sagt: „Hermann Gunnarsson var hetja dagsins — raunar voru allir hvitklæddu landsliðsmennirnir okkar hetjur i þessum ieik — en Hermann skor- aði mörkin, sem færðu sigurinn. Og fyrra.markið var hreint af- bragð, meistarastykki þeirra Ey- leifs og Hermanns. Eyleifur stöðvaði langa sendingu mjúk- lega á miðju vallarins, lék einn eða tvo metra fram á við, og sendi svo nákvæma sendingu á Her- mann, sem átti I höggi við mið- vörð norska liðsins. En Hermann kom á móti knettinum og sendi hann nær rakleitt i hægra horn norska marksins framhjá Per Haftorsen, markverði, sem hafði enga möguleika að verja þetta frábæra skot Hermanns. Gifurleg fagnaðarlæti brutust út á áhorfendapöllunum — og engin furða. Markið og undirbún- ingur þess var með slikum ágæt- um, að I minni verður haft. Þarna sá maður Hermann I essinu sinu. Og, þegar hann er i þeim ham, getur hann ógnað hvaða vörn og hvaða markveröi sem er. Það kom enn betur i ljós, aðeins einni min. slðar, þegar hann skor- aði annað mark úr fremur þröngri aðstöðu. Hann fékk send- ingu fyrir markið — náði knettin- um, og var ekki seinn á sér að skjóta. Og áður en nokkur vissi af, var annað mark tslands stað- reynd!” Eftir þennan leik, meiddist Hermann og siðan má segja, að hann hafi ekki verið i náðinni hjá stjórn KSI — þótt að hann sé okk- ar sterkasti framlinuspilari enn i dag. Setti heimsmet í landsleik Hermann er einn af fáum, sem hafa bæði leikið landsleik i knatt- spyrnu og handknattleik. Aðeins 19 ára lék hann sinn fyrsta lands- leik I handknattleik, það var 1966 gegn Pólverjum i heims- meistarakeppninni. Island vann leikinn, sem fór fram I Laugar- dalshöllinni 23:21 og stóð Her- mann sig mjög vel, skoraði tvö t LANDSLEIK GEGN DÖNUM....Hermann stekkur hærra en dönsku varnarleikmennirnir og skallar fyrir markið. A LEIÐINNI t NETIÐ.......Hermann skorar gegn Fram 11. deildarkeppninni I ár. Hann skoraði tvö mörk i leiknum og er nú búinn að skora sex mörk I deildinni. mörk. Eftir leikinn sagði norski dómarinn A. Frydenlund, þetta um Hermann i viðtali við Timann: „Þarna hefur tsland mann, sem byggja má á I fram- tlðinni”. Stuttu siðar léku rúmensku heimsmeistararnir hér á landi og stóð Hermann sig einnig vel þá. I viðtali viö Timann, sagði rúmenski þjálfarinn Joan Kunst, þetta: „Ég myndi án þess aö hika við, taka þrjá leikmenn I lið mitt, þá Gunnlaug Hjálmarsson (Fram), Hörö Kristinsson (Ár- manni og Hermann Gunnars- son”. Hermann, sem á 14 landsleiki að baki I handknattleik, setti eitt heimsmet á sinum landsleikja- ferli. Það setti hann i Banda- rikjunum 1966, þegar hann skor- aði 17 mörk i einum landsleik, sem lauk 41:18 fyrir Island. Þess má geta, að stuttu eftir að tsiand lék gegn Bandarikjamönnum, léku V-Þjóðverjar við þá og skor- aði þá risinn Hans Schmidt fimmtán mörk i leiknum. Þótti Þjóðverjum þetta mikið skor I leik og töluðu um heimsmet (vissu greinilega ekki um afrek Hermanns). Þegar við spurðum Hermann um, hvaða leikmenn hann teldi eftirminnilegasta i landsleikjum sinum, sagði hann: „Það er tvi- mælalaust Guðjón Jónsson (Fram). Við skildum hvor annan og það var alltaf upplifgándi að vita af honum við hliðina á sér. Þá eru þeir Hjalti Einarsson (FH), Geir Hallsteinsson (FH) og Karl Jóhannsson (KR), alltaf eftirminnilegir. Svo ekki sé talað um stórkarlana Gunnlaug Hjálmarsson ^ÍR og Fram) og Ragnar Jónsson (FH)”. Það má segja, að Hermann hafi hætt I handknattleik á toppnum. Hann sá, að til þess að ná árangri, þurfti hann að velja á milli knatt- spyrnunnar og handknattleiksins. Hermann valdi knattspyrnuna, eins og mönnum er kunnugt. Gerðist atvinnumaður i Austurriki 1969 fékk Hermann Gunnarsson atvinnumannatilboð frá liðinu SPORTCLUB EISENSTADT I Austurriki, en það lið þjálfaði Walther Pfeiffer, fyrrum þjálfari KR og islenzka landsliðsins. Her- mann fór út, eftir að hann hafði haft samband við Pfeiffr, sem studdi Hermann út i atvinnu- mennsku. En Hermann ilengdist ekki I Austurriki. Astæðan fyrir þvi var, að Pfeiffer var hrakinn frá störfum og eftir það hafði Hermann enga löngun til að dveljast þar. En nú skulum við lita I Valsblað frá 1969, þar sem Hermann segir frá fyrstu kynn- um sinum og leik með Eisen- stadt: „Ég hafði verið i Austurriki i mánuð, þegar „orrustan” hófst, sjálft keppnistimabiliö. Þessi mánuður varð mér hrein martröð vegna hitabylgju, sem gekk yfir landiö (sennilega komið frá ts- landi). Þurfti ég á þeim tlma að yfirgefa 7 islenzk kiló á æfin'ga- svæðum félagsins og héit ég á Framhald á bls. 31.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.