Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 28

Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 28
28 TÍMINN Sunnudagur 8. júlí 1973. Svipmyndir frá heimsókn drottningar til Akureyrar r Prinsinn renndi fyrir lax Eins og Timinn skýrði frá á fimmtudag, þá kom Henrik prins með veiðistöng og háf hingað til lands. Það brást ekki, að prinsinn notaði þessi veiöitæki. i gærmorgun brá hann sér inn að Elliðaám og renndi fyrir lax. Og viti menn: Inn- an skamms beit vænn lax á hjá drottningarmanninum og var hann ekki seinn á sér að landa fiskinum. Síðan sneri gæfan baki við Henrik, þvi að hann varð ekki var, þótt hann héldi áfram veiðum drjúga stund. Þá er rétt að geta þess, að rúða bnotnaði i flugvél Land- helgisgæzlunnar i fyrradag svo að vélin var óflugfær i gær. Henrik prins varð þvi að láta sér nægja að sitja i minni flugvel frá Landhclg- isgæzlunni til Eyja. Ferðin tókst þó vel og skoðaöi prins- inn verksummcrki á Ileima- ey i fylgd Magnúsar Magnússonar, bæjarstjóra og Sigurgeirs Kristjánsson- ar, forscta bæjarstjórnar, auk annarra forráðamanna i Eyjum. Krá móttökuathöfninni i Lystigarðinum á Akureyri. Myndin sýnir hluta mannfjöldans, sem þar var saman kominn. Heimsóknir í Arnagarð og Land- spítalann Jón Sólnes, forseti bæjarstjórnar gengur með hinum tignu gestum um Lystigarðinn. AAynd fró komu Friðriks VIII sýnd í hófinu ó Akureyri Kvöldverðarboð bæjarstjórn- ar Akureyrar i fyrrakvöld, sem haldið var drottningu og manni hennar til heiðurs, sátu um eitt hundrað manns. Sam- kvæinið á Hótel KEA fór I alla staði vel fram. Jón Sólnes, forseti bæjar- stjórnar, ávarpaði drottningu, en hún svaraði með fáum orð- um. Þá var sýnd i fagnaðinum kvikmynd frá heimsókn Frið- riks konungs 8. til Akureyrar 1907, en myndin er i eigu Akureyrarbæjar. Frásögn: Eiríkur Tómasson Myndir: Gunnar Andrésson Róbert Ágústsson Frá samkvæminu á Hótel KEA I gærkvöldi. Forseti bæjarstjórnar á tali viðdrottningu og Forseta tslands, Til vinstri sjást m.a. GIsli Jóns- son, bæjarfulltrúi og frú, Ingvar Gislason, alþingismaöur og frú, og steindór Steindórsson, fyrrv. skólameistari. Margrét Danadrottning heimsótti Handritastofnunina - i Arnagarði I gærmorgun. Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður stofnunarinnar, Magnús Már Lárusson, rektor Haskólans og Magnús T. ólafsson, menntam álaráð- herra tóku á móti drottningu og fylgdarliði hennar á tröpp- um Arnagarðs. Að þvi búnu gekk Margrét um Handrita- stofnunina I fylgd starfs- manna hennar. Virtist hún sýna hinum fornu handritum mikinn áhuga, enda varla furða, þar eð handritamálið hefur skipt svo miklu i sam- skiptúm Dana og tslendinga að undanförnu. Frá Arnagarði hélt Margrét drottning að Landspitalanum. Þar tóku á móti henni Sig- urður Sigurðsson, fyrrv. land- læknir, Kristbjörn Tryggva- son, yfirlæknir Barnaspitala Hringsins, Ragnheiður Ein- arsdóttir, formaður Kvenfé- lagsins Hringsins, Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri og Magnús Kjartansson, heil- brigðisráðherra, auk annarra. Siðan var drottningu sýndur barnaspitalinn og brosti hún innilega við börnunum, enda er hún sögð mjög barngóð. Margrétivar mjög vel tekið á Landspitalanum, fjöldi fólks hyllti hana á hverri hæð, sem hún fór um, og litil stúlka af- henti henni fallegan blóm- vönd.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.