Tíminn - 08.07.1973, Side 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 8. júli 1973.
HÆTTIÐ AÐ
REYKJA!
Tíðni krabbameins í
skjaldkirtli og lungum
kvenna á íslandi er sú
hæsta d Norðurlöndum
/100000
F I N S F I N S
males females
ESOPHAGUS
(site 150)
F I N S F I N S
males females
STOMACH
(site 151)
F I N S F I N S
males females
COLON AND RECTUM
(sites 153,154)
Stólparitið i miðið sýnir tiðni krabbameins i maga. (Females — konur,
maler kariar). F = Finnland, I = ísland, N = Noregur, S = Sviþjóð
NORDISK
CANCERUNION/ sam
band krabbameinsfélag-
anna á Norðurlöndum, sem
starfað.hefur allt frá árini
1949, með þátttöku Íslandí
frá 1957, hélt í vikunni ár-
legan fund sinn hér i
Reykjavík. Fundir þessir
eru haldnir til skiptis é
hinum ýmsu Norður-
löndum. Hafa þeir tvisvar
áður verið haldnir hér, þ.e.
árið 1963 og 1968.
Alls sátu um 20 manns fundinn,
formenn og ritarar hinna ein-
stöku krabbameinsfélaga auk
nokkurra lækna. Einnig mætti
sem gestur á fundinn prófessor
N.F.C. Gowing frá Englandi og
flutti fyrirlestur. Jafnframt héldu
forstöðumenn krabbameins-
skráninga á Norðurlöndum með
sér fund um leið
Hin ýmsu krabbameinsfélög á
Norðurlöndum starfa með
nokkuð misjöfnu sniði i hverju
landi fyrir sig, en beita sér þó öll
fyrir nokkrum, sameiginlegum
höfuðverkefnum. Má þar nefna
almenna fræðslustarfsemi um or-
sakir, einkenni og eðli hinna
ýmsu krabbameinssjúkdóma,
reglulega skráningu allra nýrra
sjúklinga með illkynjuð æxli og
krabbameinsleit. Krabbameins-
félag íslands, sem stofnað var 27.
júni 1951, hefur enn sem komið er
ekki getað beitt sér nándar nærri
eins mikið fyrir visindalegum
grunnrannsóknum og krabba-
meinsleit og hin félögin vegna
fjármagnsskorts. A öllum hinum
Norðurlöndunum hefur slik starf-
semi hins vegar verið styrkt
verulega.
' Á fundinum hér var rædd starf-
semi félaganna og niðurstöður
þeirra á siðasta ári og það, sem
efst er á baugi hjá þeim um
þessar mundir. Eitt af aöalum-
ræöuefnunum var þó sameigin-
leg kynning krabbameins-
félaganna á Norðurlöndum, sem
fyrirhugað er að koma fram með
á alþjóðlegu þingi krabbameins-
félaga, sem haldið verður i októ-
ber 1974.
Krabbameinsleit í
leghálsi kvenna
Margt athyglisvert kom fram á
fundi, sem fulltrúar krabba-
nooooo
• moles females
Tiðni Krabbameins i skjaldkirtli
meinsfélaganna héldu með
fréttamönnum á þriðjudag s.l.
Skýrði hinn nýi formaður
Krabbameinsfélags* íslands
Ólafur Bjarnason próf. m.a. frá
þvi að eitt aðalverkefni félagsins
hefði undanfarin ár verið að leita
að krabbameini á byrjunarstigi
meðal fólks, sem ekki hefur ein-
kenni. Þessi fjöldaleit fer fram út
um allt, en komið hefur verið
upp leitarstöðvum viðs vegar um
landið i þessum tilgangi, sagði
Ólafur, en nú væri búið að loka
hringnum. Sýnin, sem þessar
leitarstöðvar taka, eru send til
krabbameinsrannsóknarstöðvar-
innar i Reykjavik til frekari rann-
sókna.
Eitt aðalverkefni kvabba-
meinsfélaganna, hér sem annars
staðar á Norðulöndum, hefur
undanfarið verið fjöldaleit að
krabbameini á byrjunarstigi i
leghálsi kvenna.
Ólafur Bjarnason prófessor
skýrði og frá þvi á fundinum, að
/100000
Nordisk Carcerunion veitti árlega
einn styrk til krabbameinsrann-
sókna. Er styrknum ætið úthlutað
til visindamannsfrá þvi landi sem
fundurinn er haldinn hverju sinni.
1 þetta sinn hlaut styrkinn Gunn-
laugur Geirsson læknir, sem er
við framhaldsnám i meinafræði i
Bandarikjunum. Styrkinn er
Gunnlaugi ætlað að nota til að
kynna sér greiningu krabba-
meins á byrjunarstigi með
frumurannsóknum, en „frumu-
aðferðin” er nú mjög notuð við
greiningu krabbameins sem
fjölda annarra sjúkdóma. Enginn
sérfræðingur á þessu sviði er til
hér á landi, en frú Alma
Þórarinsson læknir og Ólafur
Jónsson læknir hafa undanfarin
ár fengizt við hliðstæðar rann-
sóknir. Sagði Ólafur Bjarnason
prófessor, að Gunnlaugur myndi
væntanlega taka við starfi for-
stöðumanns Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins, er hann
kæmi heim frá námi.
Fróðlegt rit
komiö út
Krabbameinsfélögin i Finn-
landi, tslandi, Noregi og Sviþjóð,
gáfu nýlega út allmikið rit um tið-
ni krabbameins i þessum lönd-
um, og var það kynnt á
fundinum. Danmörk er ekki með i
þessari útgáfu af vissum
ástæðum. Danska félagið hefur
nýlega gefið sjálft út hliðstætt rit,
en þess má geta i leiðinni, að
Krabbameinsfélag Danmerkur er
það elzta á Norðurlöndum, stofn-
að 1943, en hin ekki fyrr en
nokkru eftir strið.
1 umræddu riti kemur margt
afar fróðlegt fram, þar sem
gerður er samanburður á tiðni
krabbameins i hinum ýmsu lif-
færum á þessum fjórum Norður-
löndum.
Aðeins verður hér drepið á
nokkrar af niðurstööum þeim, er
fram koma i þessu riti, en ef til
vill verður greint nánar frá þeim
siðar.
Há Tíðni krabba-
meins á Islandi
Eitt er það, sem sérstaka
athygli vekur i þessu riti og var
tekið rækilega til ihugunar á
fundinum. Var samþykkt að taka
það mál til sérstakrar athugunar
á næstunni. Það, sem um ræðir,
er, hve tiðni krabbameins i
skjaldkirtli er miklu hærri hér á
íslandi en á hinum þrem Norður-
löndunum. Gildir það fyrir bæði
kyn, en þó einkum og sérilagi
konur. Hlutfallið milli tiðni
kvenna hér á landi annars vegar
og i Noregi og Finnlandi hins
vegar er hvorki meira né minna
en 3,2:1. Hvað karlmenn snertir,
er þetta hlutfall 2,5:1. Að sögn
prófessors Ólafs er ekki ljóst,
hvað liggur á bak við þessa ‘háu
tiðni krabbameins i skjaldkirtli
kvenna (og karla) hér á landi, en
að llkindum væri orsakanna af
einhverju marki að leita til mjög
aukinna reykinga á siðari árum.
Áður óttuðust ýmsir, þar á meðai
próf. Niels Dungal, hangikjöt (og
hliðstæðan mat), hvað krabba-
mein snerti. Siðasta áratuginn
hafa frystigeymslur hins vegar
dregið mjög úr neyzlu saltaðra
og reyktra matvæla, en reykingar
vaxið þeim mun meira.
Það er ekki aðeins i skjaldkirtli,
■sem tiðni krabbameins er hærri
hér á landi en yfirleitt á Norður-
löndum. Til dæmis er tiðni
krabbameins i maga, bæði kyn,
allmiklu hærri hér á landi en á
hinum þrem löndunum. Hvað
karlmenn snertir, eru hlutföllin
þessi: ísland: 2,5 — Finnland: 1,8
— Noregur: 1,2 — Sviþjóð: 1.
Fyrirkonur: (1): 2,1 — (F): 1,8 —
(N): 1,3 — (S): 1. Finnskir karl-
menn hafa aftur á móti langsam-
lega hæztu tiðni krabbameins
Hungum. Þar eru hlutföllin:
(F):. 4,7 - (S): 1,3 - (N): 1,1 -
(D: 1. Munurinn er minni hjá
konunum og þar eru þær islenzku
,,i efsta sæti” og Finnland næst.
Hlutföllin eru: (D: 2,3— (F): 1,6
- (S) 1,4 — (N): 1.
Hættið að reykja!
Krabbamein er einn skæðasti
sjúkdómurinn i dag i þróuðu
löndunum. Ljóst er, að við íslend-
ingar förum ■ sannarlega ekki
„varhluta” af honum, nema
siður sé. Það er þvi ástæða til að
fylgjast náið með starfi visinda-
manna, er um þessi mál fjalla, og
kynna sér niðurstöður þeirra. En
það er ekki nóg. Menn verða líka
að taka tillit til þeirra. Ekki er
lengur deilt um, hvort reykingar
geti verið valdar að krabbameini
eða ekki. Fullvitað er, að þær
geta það, en með hverjum hætti,
er enn ekki fyllilega Íjóst. Verið
þvi á varbergi Islendingar, karlar
og konur.
Fundur Nordisk Cancerunion
stóð á mánudag og þriðjudag, en
á miðvikudag fóru fundarmenn til
Akureyrar og ætluðu að heim-
sækja þar Krabbameinsfélag
Akureyrar. Einnig var meiningin
að skreppa austur i Mývatnssveit
—Stp
/iooooo
LARYNX LUNG
(site 161) (sites 162-163)
Tiðni krabbameins í lungum.
JOHNS-MANVILLE
glerullar-
9 einangrun
er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull
areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáic
þér frían álpappír með. Hagkvæmastö
einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragl
borgar sig.
Munið Johns-Manville í alla einangrun.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Sendum hvert á land sem er.
JÓN LOFTSSON HF.
Hringbrout 121 . Simi 10-600
=J|B
Bifreiðaeigendur Verkstæði vort verður lokað vegna sumarleyfa frá 20. júli til 6. ágúst. Lúkasverkstæðið, Suðurlandsbraut 10, Simi 81320.
* Við velium PwM
það borgar sig
%
nidfll • OFNAR H/F.
Síðumúla 27 . Keykjavík
Símar 3-55-55 og 3-42-00
/100000
Tiðni krabbameins i skjaldkirtli á hinum ýmsu aldursstigum.