Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 34

Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 34
34 TÍMINN Sunnudagur 8. júlí 1973. mm i,„ & M Jlíhm HÆTTULEG VEIÐIFÖR Sú var tiðin, að mikil mergð visunda var i Bandarikjunum og Kanada, þó að nú sé þar fátt þessara dýra. Visundurinn er mjög stórt dýr, þriggja metra langur og tveggja metra hár, og skrokkurinn vegur um eða yfir þúsund kiló. Gamall landnemi segir þessa sögu: Einu sinni þegar ég var upp á mitt bezta, vorum við nokkrir saman á ferð austan frá Missouri vestur i Nýja-- Mexikó, og kvöld eitt, þegar við höfðum tjaldað, tók ég hest minn og reið af stað til að veiða i kvöldverðinn handa okkur. Þar sem við tjöld- uðum er mjög mis- hæðótt, og brátt var ég kominn i hvarf. Þegar ég hafði farið á að gizka átta kilómetra, kom ég á hæð eina. Þá heyrði ég blástur og rymjanda og áá, hvar tveir stórir og loðnir visundar stóðu og stönguðust. Ég dró upp gikkinn á byssunni og reið i áttina til ferlikj- anna, hugsaði með mér, að ég þyrfti vist ekki að læðast, svo harður sem atgangurinn væri. En einhver andvari mun hafa staðið úr þeirri átt, sem ég kom úr, þvi allt i einu hættu dýrin viður- eigninni og tóku á rás. En ekki voru þau ýkja smeyk, þvi annað veifið sneru þau sér við með fnasi og klaufnasparki. Ég var á fótfráum reiðskjóta og alls óhræddur, og brátt sendi ég öðrum visundinum kúlu i bóginn. Hann féll á knén, reyndi svo að risa á fætur, en steyptist dauður til jarðar. Hinn hraðaði þá förinni, og brátt var hann horfinn. Ég fór svo af baki og batt hestinn við gamlan álm. Ég var ekki fyrr búinn að draga hnif minn úr sliðrum en ég heyrði duna i jörðinni að baki mér. Ég vatt mér við og sá visundinn, sem horfið hafði, þeytast niður brekkuna og stefna á sem hann hugðist veita ráðningu. Ég mundi ekki þurfa um að binda, ef mér brygðist skot- fimin. Ég miðaði og skaut, sá, að ég hitti, en samt sem áður féll ekki visundurinn. Með blóðbununa úr bógnum æddi hann i átt til min, og mér gafst sannarlega ekki timi til að hlaða riffilinn. Ég snéri mér við, fleygði frá mér rifflinum og hljóp eins og fætur toguðu. Ég hestinn. Hann var orðinn mjög hræddur, rykkti af öllu afli i ;jóðrið, sleit beizlið, sem dví var hnýtt i, og lentist siðan á harða- spretti út á sléttuna. En visundurinn breytti um stefnu. Nú var það ég, heyrði, að hann dró á mig, en brátt kom ég að gjá, sem var áreiðan- lega þriggja metra breið. Og ég beið ekki boðanna, en stökk. Og yfir flaug ég. Visundurinn treystist ekki til að stökkva yfir gjána. Þarna stóð hann svo og horfði á mig ærið illilegur, augun rauð, hornin hvöss eins og spjótsoddar. En gjáin var ekki nema um bað bil fimmtiu metra löng, og brátt tók visundurinn eftir þvi og tók á rás fyrir endann á henni. Ég hlióp til, begar hann átti skammt ófarið til min, og aftur tókst mér að stökkva yfir gjána, og siðan tók ég á rás i áttina til álmsins, sem ég hafði tjóðrað við hest minn. Nú hófst kapp- hlaup á ný. Þessi regin- tarfur varð að hlaupa á að gizta 75 metr. lengri leið en ég. Og að álminum komst ég það snemma, að ég gat forðað mér upp i hann, áður en tarfurinn næði mér. Og tréð var það hátt og stofninn svo gildur, að þarna var mér óhætt. En hve lengi mundi ég verða að húka þarna? Ég þekkti svo til þráa slikra dýra, að ég vissi, að visundinum gæti enzt þolinmæðin ekki aðeins klukku- tímum, ’ heldur dögum saman. og ég var svangur, þyrstur og þreyttur. Það var lika, byrjað að dimma, og mér virtust engin likindi til, að félagar minir Framhald á bls. 39.' 'M- M e Xi*\ DÁN BARRV Þá er hinn fals. ^guðinn! Biðið! Hann verður að reyna þetta lika. Þeir hafa báðir gengið eldinn, án sársauka. iVið höfum < L /enga sonnun. Við höf um þó sannreynt, að' þessir búningar þola eld Eirikur. * ........“x^'vir I King Features Syndicate, Inc., 1973. World rights reserved Sagan segir, að guðinn^ geti þolað eld. /.ogspjót séueins^ Nú skulum viðA í og hlýir regndropar,-/ reyna þábáða i' '—sem falli á ií'annað sinn! y' v_sem falli á plikama hans

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.