Tíminn - 08.07.1973, Page 39

Tíminn - 08.07.1973, Page 39
Sunnudagur 8. júlf 1973. TÍMINN 39 Barnasaga fyndu mig fyrr en þá bjart væri orðið. Visundurinn fnasaði og bölvaði, og öðru hver ju renndi hann sér á trjástofninnn, en loks tók hann að bita grasið beint fyrir neðan mig, þar sem ég sat i klofa milli stofns og greinar. Allt i einu tók ég eftir einhverju, sem hringaði sig eins og höggormur i grasinu. Það var tjóðrið, sem var grannur, en nýr og sterkur kaðall. Ég hafði við belti mér járn- tein með hring á öðrum endanum. Honum stakk ég niður i jörðina og notaði hann sem tjóður- hæl, þar sem ekki var tré i nánd við áningar- stað. Teinninn var úr það deigu járni, að mér tókst að beygja á hann krók. Ég var i stuttkápu úr hjartarskinni. Hana risti ‘ ég i lengjur og hnýtti þær saman, og siðan tók ég að dorga. Og loks tókst mér að draga til min tjóðrið. Ég var, þegar hér var komið ævi minni, þaul- vanur að varpa kastól á nautgripi og hesta, og svo bjó ég þá til renni- lykkju á kaðalendann og varpaði henni svo fyrir hausinn á tarfinum, þegar hann leit upp frá að bita og blimskakkaði glyrnunum, sem glóðu nú eins og eimyrja i húminu. Hann brá við hart, og þá hertist að hálsinum á honum, en Guð mátti vita, hvort kaðahnn reyndist nægi- lega sterkur. Ég stökk ofan úr trénu, þangað sem byssan var, gekk framan að bola og skaut hann i brjóstið vinstra megin. Hann byltist á grundina, svo það buldi i, og nú var þungum steini af mér létt. Ég hélt siðan af stað i áttina til tjaldsins og tók með mér i náttverð tvær ærið vænar nautstungur. Daginn eftir fórum við félagar og skárum stykki úr öðrum tarfinum og höfðum með okkur. En á að gizka tvö þúsund kiló af kjöti lágu eftir handa sléttu- úlfunum. Það var ekki fátitt i þann tima, að menn skytu einn eða fleiri visunda annað tveggja i sjálfsvörn eða til að fá sér málsverð á ferðalagi. Þvi fór sem fór, að nú eru þau fáséð, þessi stóru sléttudýr, nema i þjóðgörðum Kanada og Bandarikj- anna. 0 Fljúgandí hlut koma úr austri. Hann kom út úr skýjunum yfir trjátoppunum i 45 gráðu vinkil og stóð i loftinu i 25 metra hæð. Ekkert hljóð heyrðist og engin ljós sáust, nema glóandi blámi neðan á hlutnum. Hluturinn var um 8 metrar i þvermál og var um þriggja metra hár. Hliðin, sem niður sneri var kringlótt og leit helzt út fyrir að vera bláglóandi. Neðsti þriðjung- ur hlutarins snerist rangsælis og það var eins og hálfútdregnar skúffur væru á honum. Efst var gegnsær kúpull og ofan á honum um tveggja metra há stöng, úr máími. Ekki sáust nein op eða gluggar annars staðar. I aprilbyrjun 1966 varð Ron Sullivan frá Maryborough skelf- ingu lostinn á leið sinni til St. Arnaud. Allt i einu snerust ljósin á biln- um minum til hliðar og i stað þess að lýsa upp veginn, lýstu þau nú á trén, rétt eins og þau væru undir áhrifum segulmagns. Ég snar- hemlaði og leit i áttina. 1 miðjum garðinum var súla úr lituðu ljósi, liklega um 8 metra há og i laginu eins'og kramarhús. Stærðin lik- lega meiri að neðan, en þrir efst. Eitt af þvi fyrsta, sem sögur fara af á suðurhveli jarðar gerð- ist 1953, þegar einn af forstjórum i farþegaflugi á Nýju Gineu tók mynd af furðuhlut við Port noresby. Hann sá gljáandi hlut, sm líktist fljúgandi diski, en hækkaði sig og hvarf. Myndin var send alla leið til Bandrikjanna til rannsóknar, en árangurinn hefur aldrei verið birtur opinberlega. Höfundur bókarinnar, Michael Hervey, segist i bókinni vera sannfærður um að oftsinnis hafi fljúgandi furðuhlutir lent i Astraliu. Hann bendir á, að viða i landinu hafi fundist einkennileg för á jörðinni. Það merkilegasta af þvi tagi fannst i Tully i Queensland snemma árs 1965. Farið var mjög greinilegt og var 10 metrar i þvermál, 20 sm. lag af hálmi hafði rifnað upp með rótum á barmi lóns nokkurs. Allt i kring óx sef, sem var um 1 metri og hafði það hvergi haggast. Þegar botn- inn var rannsakaður, kom i ljós, að hann var fullkomlega sléttur og það var eins og sefið hefði ver- ið sogið upp úr botninum með rót- um. Mikill áhugi var á þessum fundi og streymdi fólk að i von um að sjá geimskip. Sérfr. rannsök- uðu nærliggjandi svæði og fundu tvöeins för, en minni um 50 metra frá. Endurteknar rannsóknir á botninum leiddu i ljós þrjár djúp- ar holur i leðjuna og bendir það til að hluturinn hafi staðið á þremur fótum. Nákvæmlega viku seinna, kom bóndi nokkur og frændi hans auga á tvö för, annað um fjórir metrar i þvermál, en hitt nokkru minna. Þaðsiðarnefnda bar merki mikils hita. Nú er Michael Hervey að safna efni i bók um fljúgandi furðuhluti i Evrópu og Ameriku. SB. © Skaftfellingar graftól. Sömuleiðis fórst þar sú væna klukka frá Þykkvabæjar- klaustri er vóg 24 fjórðunga”. 20. júli hafði fjöldi flóttafólks leitað sér náttstaðar i heiðar- brúninni fyrir ofan Kirkjubæjar- klaustur. Eldflóðið var á öruggri framrás og ekki annað sjáanlegt, en það mundi þá og þegar eyða staðnum og kirkjunni. Unnið var að þvi, að flytja allt lauslegt úr bænum, en i kirkjunni var allt látið óhreyft, vegna þess að séra Jón hafði verið á ferð daginn áður og boðað messu þennan dag og beðið flóttafólk og sóknarbörn að hlýða messu. Þegar presturinn kom til kirkj- unnar var hún fullsetin. Ekki þyrfti að hringja til tiða, þvi jörðin gekk i bylgjum og klukkurnar hringdu sjálfar dimmum hljómi. Ekki var leitt til sætis. Gamalmenni, börn, húsgangslýður og fyrirfólk áttu sæti hlið við hlið, án mann- greinar. Og presturinn mælti svo fyrir, að kirkjunni skyldi lokað. „Engu skal leyft að raska helgi þessarar guðlegu stundar. t dag skal hver maður viðbúinn þvi, sem að höndum ber og leggja öruggur ráð sitt undir vilja drottins”. Um messuna sjalfa er séra Jón fáorður, lýsir henni með einni setningu: „Nú fannst engum stundin of löng til að tala við Guð”. Þegar söfnuðurinn kom út úr kirkjunni, trúði hann ekki sinum eigin augum. Eldflóðið hafði numið saðar og ekki færzt fram um eitt fet, siðan messan hófst. Glóandi hraunbylgjurnar höfðu hlaðizt hver ofan á aðra. Og fólkið talaði i lágum, lotningar- fullum tón og sagði: „Krafta- verk!” Lokaorð séra Jóns Steingrims- sonar um Eldmessuna eru þessi:: „Og fóru svo allir frá kirkjunni glaðværari heim, en ég frá geti sagt og þökkuðu guði fyrir svo ásjáanlega vernd og frelsi, sem hann hafði veitt oss og sinu húsi. Já, allir, sem þetta almættisverk sjá og heyra af þvi sagt, aldir og óbornir, prisi og viðfrægi hans háleita nafn”. Ég velti þvi fyrir mér, hversu margir muni trúa þvi nú, að eld- presturinn og söfnuður hans, hafi stöövað eldhraunið með krafti bænarinnar. Ég geri ráð fyrir að ýmsir Skaftfellingar segir: „Hún trúði þessu hún amma min”. Ég trúi þvi lika, að til sé afl, sem geti rofið þyngdarlögmálið undir vissum kringumstæðum, enda ótal vitnisburðir um það. „Hundsmorðið" á Húsavík: Eigandinn sinnti ekki aðvörunum SB-Reykjavik — Þessa dagana cru margir æriö stóryrtir á Húsa- vík vegna þess, að lögreglan þar tók liund og skaut hann á þriðju- daginn. Tildrög voru þau, að eig- andi hundsins, sem raunar var sjö mánaða tik, var að leika sér úti og var tíkin bundin við snúru- staur rétt hjá. Renndi þá að lög- reglubifreið, út stigu tvcir verðir laganna, leystu hundinn, tóku hann með sér, óku út fyrir bæ og skutu. Þykir mörgum á Húsavik, að þetta hafi verið alveg óþarfi, þó að hundahald þar sé bannað með lögum og lögreglumenn eiga vart sjö dagana sæla þessa vikuna vegna atviksins. Timinn ræddi við lögregluna i gær og fékk þær upplýsingar, að fyrst hefði verið kvartað yfir hundinum 2. mai sl. og þá fyrir það, að sjúklingar á sjúkrahúsinu hefðu ekki frið fyrir geltinu i hon- um. Þá var eigandinn aðvaraður, en bað um frest, sem var veittur, en jafnframt tekið fram, að ef aftur bærist kvörtun, yrði hundurinn fjarlægður. Svo gerðist það, að nú á þriðju- En ég spyr. Eru þeir ekki all- margir, sem ekki viðurkenna annað, en það, sem svonefnd raunvisindi geta gefið skýringu á, þó ekki sé nema með orðinu „tilviljun”. I sambandi við þetta vil ég minna á ljóðeftir.Grim Thomsen: „Af þvl flýtur auðnubrestur öllum, sein ei trúa vilja, ósýnilegur oss að gestur innan vorra situr þilja, þylur sá ei langan lestur, en lætur sina meining skilja — en — ef ekkert á oss bitur, engill fer, — og lánið þrýtur”. Einhver kann að spyrja, hvort ég hafi ekki góðar óskir til handa Skaftfellingum fyrir gestrisni þeirra og fyrir það, að hafa fengið að skoða hið svipmikla og fagra hérað Vestur-Skaftafellssýslu. Jú, vist á ég þær. Ég óska að engill fari ekki og lánið þrjóti ekki. Ég óska, að þegar vá er fyrir dyrum Skaftfellinga geti þeir stöðvað eidinn með krafti bænarinnar eins og eldpresturinn forðum. dagsmorgun barst lögreglunni kvörtun um hávaðann i hundin- um. — Við hringdum f fógeta, sagði lögreglumaðurinn, sem Tíminn ræddi við — og spurðum, hvað við ættum að gera. Hann svaraði þvi til, að eigandinn hefði verið að- varaður, en ekki sinnt þvi og þvi bæri okkur að taka hundinn, sem við og gerðum. Þetta var falleg- ur, litill hvolpur og það var leiðin- legtað þurfa að gera þetta, en við vorum að hlýða fyrirskipunum yfirboðara okkar, sagði lögreglu- maðurinn að lokum. fyrirliggjandi: Þakpappa Asfaltpappa Veggpappa Ventillagspappa Loftventla Niðurföll fyrir pappaþök Þakþéttiefni Byggingavöru- verzlun TRYGGVA HANNESSONAR Suðurlandsbraut 20 Simi 8-32-90 rWWTTWWWWT ► UTIHURÐIR ^Trésmiður tekur að sér< að skafa og oliubera ^ harðvið (hurðir o.fl.) ^ yfir sumarmánuðina. ^ Pantið tímanlega. — ◄ Sími 1-46-03. kAAáAAAAAAááá, NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíla Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kí. 7.30 til kl. 22.00. H- GUMMIVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055 blOmasalur VÍKINGASALUR ® KVÖLDVERÐUR Ft KL. 7. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ Tl!. KL. 9.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.