Tíminn - 08.07.1973, Síða 40

Tíminn - 08.07.1973, Síða 40
Sunnudagur 8. júlí 1973 Auglýsingasími Tímans er 195» MERKID SEM GLEÐUR HHtumst i haupjélaghtu GBÐI fyrir gúóan ntai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Vel gengur við Lagarfljót SH við Lagarfljótsvirkjun . Unnið i*r nú af fulluin krafti við virkjun Lagarfoss i Lagarfljóti. Tilboð i virkjunarframkvæmdirnar voru opuuð á. júlf 1971. Lægsta tilboð i luunnvirkjagerð var frá Norður- verki h/f á Akureyri, kr. 70.1)58.000 og var gengið að þvi. Ilagstæðasta tilboð i vélar stöðvarluíssins var frá Skoda Kxporl i Tékkóslóvakiu. i þvi lilboði var gert ráð fyrir stærri ral'al en áætlað hafði verið sam- kvæint útboði og var gengið að þvi. en liann er um 8.3 megawött. Samkvæmt áætlun á stöðvar- húsið aö veröa fokhelt i haust og tilbúið undir gralauppsetningu. Reikna má meö að uppsetning véla hefjist upp úr þvi en fram- leiðsla rafmagns á aö geta hal'ist al' fullum krafti um áramótin 1974-75. Þær breytingar hafa orðið á verkinu siðan samningar voru undirritaðir, að á stiflumann- virkið á nú að koma brú, sem brúar Lagaríljót á milli Hjalta- staöaþinghár og Hróarstungu. Brúin, sem lokið hefur verið við að steypa, er um 90 metra löng en eftir á að stifla Lagarfljót og veita þvi undir brúna. Þá er byggður nýr fiskivegur i fossinn i stað þess eldri en talið er, að lax hafi aldrei gengið i hann. Liggur nýi fiskivegurinn að hluta i gegnum stöðvarhúsið. Við Lagarfoss vinna nú 65 manns. Verkfræðingur fyrir Norðurverk h/f á staðnum er Sveinn Þórarinsson. Eftirlits- verkfræðingar eru Kristján Már Sigurðsson og Sveinn Jónsson. Eru þeir frá verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen i Reykja- vik, sem gert hefur allar teikn- ingar og hannað virkjunina. Meðfylgjandi myndir tók fréttaritari Tlmans á Eskifiröi, Sigmar Hjelm, af virkjunarfram- kvæmdunum. Myndin aö ofan er af brúnni/ stiflunni yfir fljótiö, aö neðan er undirstaöa túrbinunnar og til vinstri nýi laxastiginn. Hér stendur hann aftur i báöa fætur, en sá hægri er nú nýr gerfifótur (Timamyndir GE og Róbert) „Verst að missafótinn á þennan hótt" Rætt við Hafstein Jósefsson, sem missti hægri fótinn í skotórósinni í Breiðholti í vetur MÖRGUM er eflaust enn i fersku minni skotárásin að Yrsufelli 11 í Breið- holti þann 14. janúar s.l. Þann dag gekk óður maður vopnaður haglabyssu inn i húsið og skaut m.a. á fyrrverandi tengdamóður sina og á mann, sem átti heima i annari ibúð, sem byssumaðurinn réðst til inngöngu i. En skot hljóp úr byssunni og i hægri fót þess manns er hann ásamt féiaga sinum yfirbugaði byssumanninn. Mikið var skrifað i blöð og rætt um þessa árás svo og hlutákipti mannsins, sem varðfyrir skotinu, á sinum tima. Var þá m.a. komið af stað söfnun til styrktar honum og fjölskyldu hans og stóð hún sem hæst þegar gosið i Vest- mannaeyjum hófst. Allt annað hvarf þá i skuggann og þessi maður, sem heitir Hafsteinn Jósefsson, gleymdist nær algjör- lega nema hjá sinum nánustu. Við fórum á stúfana fyrir nokkru til að hafa upp á honum, og fundum hann i sinni gömlu ibúð að Yrsufelli 11, þar sem við ræddum við hann i góða stund. Hafsteinn sagði okkur, að hann hefði legið á Borgarspitalanum, þar sem hægri fótur hans var tek- in af um hné, i rúmar sex vikur. Þá hefði hann verið búinn aö fá gervifót, sem hann hefði siðan veriö með þar til nú íyrir skömmu, að hann hefði fengiö annan betri. Er að venjast gervifæt- inum — Eftir að ég kom heim byrjaöi ég æfingar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra aö Háaleitis- braut 13, þar sem mér var m.a. kennt að ganga upp á nýtt og að nota gervifótinn rétt sagði Haf- steinn. — Það gekk ágætlega og kemst ég nú yfirleitt það, sem ég vil og er að.komast upp á lag með að nota þennan fót. Það tekur aö sjálfsögðu sinn tima að venja sig við þetta, en ég hef ekki svo mikl- ar áhyggjur af þvi enda lofar byrjunin góðu. Það versta við þetta allt, er að maður hefur ekkert fyrir stafni, þvi ég er ekki orðinn enn það brattur, að ég geti farið að vinna. Svo er nú ekki gott fyrir mig, er litið þekki annað en bilaviðgerðir, að fá starf i sambandi viö fagið, enda liggur maður ekki á hnján- um eða skrlður undir bila svona á sig kominn. En ég vona þó að ég fái einhverntima starf i sambandi við bilaviðgerðir eða á bilaverk- stæði, sem ég get ráðið við. Keyptu ibúð fyrir söfn- unarféð Annars hef ég ákveðið að fara af stað og dunda I sambandi viö Ibúð, sem við keyptum tilbúna undir tréverk i Kópavoginum. Við fáum hana afhenta einhvern næstu daga, og þar fær maður sjálfsagt nóg að gera. Þessa ibúð keyptum við fyrir Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.