Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 1
 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 Skrúður Tímamynd: Róbert Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Kveðið Andrarím bóndann HÉR er það, sem Skrúðsbóndinn býr, og hefur meira yndi af Andrarímum en llallgrimssúlm- um. Myndin er sem sagt af Skrúði á Fáskrúðsfiröi — hinni prúðustu eyju, sem stendur vei undir nafni sinu og ber með sér, að hún er prýöilega setin af hinum huldu vættum, vafin fögrum gróðri, sem ber þann sterka lit, er jurtir og fuglar eiga samféiag með. Skrúðshellir, hundrað faðma langur, með sléttri og sprungulausri hvelfingu og tærri tjörn innst viö bergið, er sagður vistarvera Skrúðsbóndans, enda honum samboðin. Þó að menn hafi oft haft viðlegu I eynni og fé hafi öldum saman gengið þar úti á vetrum, hefur aldrei verið þar búseta manna. Fyrir tæpum tveim öldum gerði þó maður einn, Björn Magnússon að nafni, itrekaðar tilraunir til þess að fá eyna til ábúðar, og skrifaði um það rentukammerinu I Kaupmannahöfn og siðan bæði prinsi og kóngi. En hann fékk ekki þá ósk slna uppfyllta að komast i tvibýli við Skrúðsbóndann. Viðtal við Þórarinn Þórarinsson í Genf: A 80-90 RIKI STYÐJA NU 200 EFNAHAGSLÖGSÖGU TK, Reykjavik — Timinn átti á föstudagskvöld sfmtal við Þórarinn Þórarinsson, ritstjóra, en hann situr nú fundi hafsbotns- nefndar I Genf. Þórarinn sagði, að nú virtist sem milli 80 og 90 rlki styddu eindregiö tillögur um 20 milna efnahagslögsögu strand- rikja. Það sem teljast verður merkast af þvl sem nýlega hefur gerzt á þessu sviði og styður að hagstæðri þróun mála fyri þa,' sem vilja sem vlðasta lögsögu strandrlkja, er ákvörðun þjóð- höfðingja Einingarsamtaka Afriku I Addis Abeba I júnl- mánuði sl. um að rfki Einingar- samtakanna skuli styðja 200 milna efnahagslögsögu á haf- réttarráöstefnunni. Þórarinn sagði, að starfið i Genf gengi heldur hægt en mikið væri deilt i öllum nefndunum þremur en greinilegt væri að fylgið við 200 milna efnahagslög- sögu færi vaxandi. I 1. nefndinni er fjallað um þá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem koma á á fót og á að fjalla um eftirlit og skipulag nýtingar þeirra svæða, sem falla utan lög- sögu strandrikja eða hið alþjóð- lega hafsvæði. Þar er mikið deildt bæöi um verkefni þessarar stofn- unar og valdsvið. í 2. nefndinni er fjallað um lög- sögu strandrikja og sagði Þórarinn að þar stæðu deilurnar aðallega nú um það, hvernig fara ætti með sundin. Þá er einnig deilt um þaö hvar takmörk land- grunns eigi að vera. t hópi þeirra rlkja/Sem styðja 200 milna efna- hagslögáögu eru 15-20 sem vilja hafa heimild til að færa lögsöguna út fyrir 200 milur, þegar um það er að ræða að landgrunn nær lengra út en 200 milur. Hafa Noregur og Astralia t.d. flutt til- lögu um það. Þá skýrði Þórarinn frá þvi að stofnuð hefðu verið i Genf samtök rúmlega 20 þjóða, sem styðja 200 milna lögsögu. Er samtökunum ætlað að stuðla aö samstarfi þess- ara þjóða við undirbúning haf- réttarráðstefnunnar. t þessum samtökum eru Suður-Ameriku- rikin, Kanada og Astralia og tvö Evrópuriki, Noregur og tsland. Þórarinn sagði að talið væri að MÍLNA 150 riki muni eiga seturétt á haf- réttarráðstefnunni i Santiago og ef þau mæta öll þarf atkvæði 100 rikja til að fá tillögu samþykkta, en áskilið er að tveir þriðju þurfi að samþykkja ef tillaga á fram að ganga sem alþjóðaregla. Þórarinn sagði, að samþykkt Einingarsamtaka Afriku væri ekki sizt mikilvæg fyrir það, að i hópi þessara Afrikurikja væru 14 riki, sem ekki ættu land við sjó. Slik riki hafa yfirleitt verið and- vig viðri lögsögu strandrikja. Munu öll Afrikuriki að undan- skildum tveimur, Zambiu og Uganda, standa að samþykktinni um stuðning við 200 mílna efna- hagslögsögu. Tilraunir til þess að auka hlunnindi: Æðarvarpið tvöfaldaðist, er hólm- ar voru gerðir handa fuglinum — óséð enn, hvort uppistöðulón ó sjóvarleirum, verða til þess að auka laxgengdina ÆÐARFUGLINN tekur þvi feginsamlega, ef eitthvað er gert fyrir hann. Það eru að vísu ekki nein ný sannindi. En siðast I vor fékkst það staðfest að Botni I Súgandafirði, þar sem þeir feögar, Friðbert Pétursson og Birkir Frið- bertsson búa félagsbúi. — Það voru hér tuttugu til þrjátiu æðarkolluhreiður á við og dreif, sagði Friðbert við fréttamann Timans á dögun- um. En svo létum við ýta i fyrra upp þrem hólmum eða smáeyjum i allstóru lóni, og þá brá svo við, að varpið tvö- faldaðist i ár. Annars er hvergi æðarvarp hér i Súg- andafirði og ekki nær en i önundarfirði, þar sem það er á þrem stöðum, mest i Tanna- nesi.( Þa er annars fleira, sem er á döfinni i Botni. Þar rennur til sjávar á, sem þó er mjög stutt og raunar einnig vatnslitil að jafnaði . Þegar vegur var gerður -yfir leirurnar i botni Súgandafjarðar, myndað- ist þar lón, og seinna gerðu Botnsfeðgar félag við börn bónda, sem áður hafði búið i Botni, og ruddu upp öðrum garði utar með ýtum, þannig, að þarna eru nú tvö lón hið ytra, þrir til fjórir hektarar að flatarmáli. Hugmyndin með þessu er að stuðla að bættum lifsskilyrðum fyrir lax. — Við höfum sleppt laxa- seiðum i ána I átján ár, en árangur hefur verið heldur lit- ill. Nú er eftir aö sjá, hvort lónin geti stuðlað aö aukinni laxgengd. Þetta er þó ekki svo að skilja, aö seiðin lokist inni i lónunum, er þau ganga niöur. Þau komast áfram i sjó, ef þau vilja, þvi að sjór fellur yfir garðinn. En þau geta veriö i sjó innan ytri garðsins og haft allgott undanfæri, ef þau vilja staðnæmast þar. Varphólmarnir, sem ég gat um áðan, sagöi Friðbert enn fremur, eru i þessum lónum, og þá eigum við feðgar einir. Okkur þykir það álitleg byrjun að æðarkollurnar skyldu allar flytja sig i hólmana og varpið aukast svona. Við höfum lika gaman af fuglinum þarna viö túnfótinn. Hann hefur fljótt orðið spakur, og umferð um veginn yfir leirurnar er svo litil að vorinu, að hún gerir honum ekki ónæði. Aftur á móti eigum við i striöi viö varginn, einkum veiðibjöllu og grámáva, sem sækja i ungana þegar þeir eru komnir á sjó- inn, en ekki orönir nógu stórir til þess að sjá sér farborða. Nokkuð er lika um hrafn, sem sækir i eggin, en það.er miklu minni usli, sem hann gerir, sagði Friðbert að lokum. —JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.