Tíminn - 29.07.1973, Page 17

Tíminn - 29.07.1973, Page 17
Sunnudagur 29. júll 1973. TÍMINN 17 Kinverjar og Egyptar söltuðu og þurrkuðu mat fyrir þúsundum ára. íbúar kaldra landa hafa alla tið fryst fisk og kjöt. Viða um lönd hafa menn látið mat gerja, svo að hann geymd- ist betur. Hugkvæmni mannsins virðist þannig tæpast nokkur takmörk sett, þegar matvæla- geymsla er annars vegar. Aldagömul kunnátta manna i þessu efni getur komið að haldi i bar- áttunni við hungrið i heiminum, sem fer sivax- andi. fengu þegar á sautjándu öld mik- inn hluta þeirra eggjahvituefna, sem þeim voru nauðsynleg, úr þorski veiddum undan ströndum Nýja-Englands. I staðinn var lát- inn sykur, romm og bananar. tbúar Karibiu fá ekki nægju sina af eggjahv.efnum, en það sem þeir fá af eggjahvitu úr dýrum, sækja þeir eiin að mestu i saltfisk og skreið. t Skandinaviu og Mið- Evrópu kom saltsild i stað þorsksins i hinum suðlægari lönd- um. Þannig mátti heita, að salt- sild væri um skeið daglegur mat- ur Svia. Mikill hluti afla þeirra sovézku skipa, sem stunda sild- veiðar við England og undan ströndum Islands, Noregs og um- hverfis Færeyjar, er saltaður um borð. A Atlantshafi er mest sótzt eftir sild og þorski, en á Kyrrahafi veiða menn aðallega sild og lax. Á timum rússnesku keisaranna komu Japanir sér upp fjölda söltunarstöðva á austurströnd Siberiu og fluttu þaðan ógrynni af þurrsöltuðum laxi, i tunnum, til Japan. Nokkrar slikar stöðvar voru við liði allt fram i heims- styrjöldina siðari. Aður fyrri voru miklar sildargöngur upp að ströndum Japans og Sovétrikj- anna, ár hvert, og það sem veidd- ist af þeirri sild var allt saltað. Aflinn hefur stöðugt minnkað, en samt fær japönsk alþýða, sem yfirleitt býr við bág kjör, enn um helming allrar fiskeggjahvitu úr þurrkuðum og söltuðum fiski, ekki sizt saltsild, sem að nokkrum hluta er flutt inn frá Sovétrikjun- um. öldum saman hafa menn lika aðallega notað salt til þess að forða kjöti frá skemmdum. Evrópskir og ameriskir bændur söltuðu kjöti tunnur að vetrarlagi og fluttu það siðan til borganna og seldu. Þessu varð þó ekki við komið að sumri til. Það var ekki fyrr en i lok siðustu aldar, þegar kælitæknin var komin á rekspöl, að hægt var að salta kjöt allt árið, en þá var það ekki lengur gert heima á bæjunum heldur i stórum kjötvinnslustöðvum. Fryst matvæli Margir vilja eigna sér heiður- inn af þvi, að hafa orðið fyrstir til þess að frysta matvæli, en i raun- inni er aðferðin óragömul. tbúar norðurslóða hafa alltaf fryst bæði fisk og kjöt. Jakútar i Siberiu sýrðu mjólk i stórum trogum með berjum og öðru og létu siðan frjósa, þegar haustaði og hjuggu svo bita af þessu eftir þörfum. Viö hirð rússnesku keisaranna neyttu menn frystra matvæla þegar á átjándu öld. Indiánar, sem bjuggu umhverfis vötnin miklu i Norðurameriku veiddu fisk að vetrarlagi og frystu. A svipuðum slóðum spratt ameriski fyrstiiðnaðurinn upp á ofanverðri nitjándu öld. Fiskur- inn var frystur i blöndu af salti og is og brátt var farið að beita þessari aðferð annars staðar. Þegar kæli- vélar komu til sögunnar, skömmu fyrir heimsstyrjöldina fyrri, var farið að senda frystan lax úr Kyrrahafi með járnbrautarvögn- um til stórborganna bandarisku og hann jafnvel fluttur út til Evrópu. Um svipað leyti gat að lita frystan lax og styrju frá Kamsjatka, Sakalin og Norðuris- hafinu austanverðu á borðum finna veitingahúsa i Evrópu og Bandarikjunum. Þegar kælivélin kom til sögu var hægt að fara að kæla og frysta matvörur i stórum stil. Þetta kom sér ekki sizt vel i hitabeltis- löndunum. Nú var lika hægt að flytja ferska ávexti, kjöt, smjör og egg i kæliskipum til Evrópu yf- ir úthöfin þver. ís frá Austurlöndum Is til áts á sér lengri sögu en nokkur önnur fryst matvara. Forngrikkir og Rómverjar eru taldir hafa lært af Austurlanda- mönnum að búa til is. Hins vegar voru það ttalir og Spánverjar sem fyrstir fóru að verzla með is og um miðbik sautjándu aldar opn- aði athafnasamur ttali fyrstu is- búðirnar i Paris, sem brátt tóku að keppa við kaffi- og tehús um hylli fólks. Frysting er i rauninni eins kon- ar þurrkun, þvi að vatnsmagnið i matnum minnkar þegar hann er frystur. Frystiþurrkun byggist á þessu, og þá er maturinn fyrst frystur og svo látinn þorna og þegar maður hengir út þvott til þurrks á frostköldum degi, þá gufar vatnið upp og þvottúrinn þornar. Einkaleyfi á frystiþurrkun matvæla var gefið út i Frakklandi i byrjun þessarar aldar, en aðferðin er samt mun eldri. Þegar á sautjándu öld lýsir sænskur rit- höfundur þvi, hvernig Lapparnir hengi upp freðið hreindýrakjöt til þess að láta það þorna i vindin - um. Sömu aðferð var beitt i Tibet. Indiánar i Andesfjöllum létu kartöflur frjósa að næturlagi og þurrkuðu þær siðan við sólarhita að degi til. Menn hafa þurrkað matvæli allt frá örófi alda. Náttúran sjálf not- ar þessa aðferð, þegar hún lætur korn og jurtafræ þorna til þess að ná fullum þroska. Þegar menn setja korn i hlöðu er það gert til þess að reyna að halda þvi þurru. 1 fornöld notuðu ýmsar þjóðir leirker eða lokaða kornturna eða gryfjur i þessu skyni. í bibliunni er talað um þurrkaðar fikjur og vinþrúgur. Þurrkuð skógarber og epli hafa fundizt meðal fornleifa frá steinöld i Sviss. Allt fram á okkar daga hafa sænskir bændur þurrkað baunir og ber af ýmsu tagi. Raunar má segja, að þess- um aðferðum hafi verið beitt um heim allan. Áratuga gamlar pylsur Húnar og aðrar sléttuþjóöir i Mið-Asiu höfðu með sér þurrkað kjöt og harðan ost i hnakktösk- unni, þegar þeir héldu i hernað til Kina, Suðaustur-Asiu eða Evrópu. Þurkkað kjöt var uppi- staðan i mat þeirra manna,sem námu land i Brasiliu og er enn mikilvæg fæða þarlendis. Svipaða sögu er að segja frá ný- lendum i Afriku sunnanverðri. Margir þjóðflokkar sléttu Indiána þurrkuðu mikið af visundakjöti á haustin og höfðu til vetrarforða. Þurrar pylsur þekktust þegar i fornöld og eru enn búnar til, enda má geyma slikan mat áratugum saman. Þurrkaður fiskur hefur samt verið mikilvægari en þurrkað kjöt eins og fyrr er frá sagt. Þurrkuð gedda var gjaldmiðili i Sviþjóð á miðöldum. Fisktrönur eru viða algeng sjón, þar sem loftslag leyfir slikt. Frumbyggjar Saka- lineyju þurrkuðu fisk og kjöt á Framhald á 36. siðu. Á NÆSTA LEITI ■ HAALEITI Háaleitisútibú Samvinnubankans er staðsett miðsvæóis i austur borginni. GREIÐ AFGREIÐSLA NÆG BÍLASTÆÐI Afgreiðslutimi kl. 13-18,30 SAMVINNUBANKINN Háaleitisútibú-Austurveri /////»////w Sendiferöabifreið meö benzin-eöa dieselvél 106 ln. LENGD MILLI HJÓLA in. mm ln/ mm A Lengd millj hjóla 106 2692 M HæB framdyra 55.3 1405 B Heildarlengd 169.5 4305 N Breidd framdyra 32.4 823 C Full hæS 76.2 1935 P HleBsluhæB 52.7 1337 D Breidd m/speglum 88.0 2235 R HleBslubreidd 64.0 1625 E Breidd án spegla 79.4 2017 S HleBslulengd 92.8 2356 F Lengd f. f. öxul 24.3 616 T Breidd m. hjóla 50.0 1270 G Breidd afturdyra 50.2. 1275 U Sporvídd 64.8 1646 H HæB afturdyra 48.7 1237 V Minnsta hæS undir öxul 6.5 165 J GólfhæB 21.4 543 126 In. LENGD MILLI HJÓLA in. mm in. mm A Lengd milli hjóla 125 3200 L Breidd hliSardyra 35.8 908 B Heildarlengd 189.5 4813 M HæS framdyra 55.3 1405 C Full hæS 82.5 2096 N Ðreidd framdyra 32.4 823 D Ðreidd m/speglum 88.0 2235 P HlcSsluhæS 58.3 1480 E Ðreidd án spegla 81.0 2057 R HleSslubreidd 64.0 1626 F Lengd f. f. öxul 24.3 616 S HleSslulengd 112.8 2864 G Breidd afturdyra 50.2 1275 T Breidd milli hjóla 42.4 1077 H HæB afturdyra 48.7 1237 U Sporvídd 64.8 1646 J GólfhæS K HæS hliSardyra 22.3 58.3 566 1480 V Minnsta hæS undir öxul 6.0 152 FRAMDYR CF900 Þungi m/hlassi Eiginþyngd Mesti hlassþungl HleBslurýml Banzin Lb. Kg. 4928 2235 2378 1020 2550 1215 5-7 m-1 DI«mI Lb. Kg. 4928 2235 2219 1006 2709 1229 5-7 ms FRAMDYR CF1250 Denzin DI«mI Lb. Kg. Lb. Kg. Þungi m/hlassi 6227 2824 6227 2824 Eiginþyngd 2960 1342 3207 1454 Mesti hlassþungi 3267 1482 3020 1370 HleSslurými 7-6 rrv< 7-6 m» FRAMDYR OG HLIDARDYR CF1100 Þungi m/hlassl Elginþyngd Mesti hlassþungl Hleðslurýml 5510 2499 2646 1200 2864 1299 5-7 m:‘ 5510- 2499 2782 1262 2728 1237 5-7 m» .HAMDYR OG HLIÐARDYR CF1750 Þungi m/hlassi Eiginþyngd Mdsti hlassþungi HleBslurými 743/ 3373 3123 1417 4314 1956 7-6 m* 7437 3373 3382 1534 4055 1839 7-6 m» Samband ísl. samvínnufélaga Ármúla 3, Rvih. símí 38 900 GM BEDFDRD ““

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.