Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. júlí 1973. TÍMÍNN 13 • ólafur tók þessa mynd um svipaö leyti og hann hélt heim. A henni eru frá vinstri: Björg Thorberg og Gunnar Þóröarson ásamt dótturinni Iluldu Berglind, Mjöll Vermundsdóttir og Agúst Atlason og loks Eva Magnúsdóttir Gislason og Helgi Pétursson. Biliinii var umsvifalaut nefndur Marta isabella en gekk undir gælu- nafninu Lúlla. Þaö er llulda Berglind Gunnarsdóttir, sem situr hér framan á honum. stórglæponar, aðgangseyririnn væri annaðhvort morð eða rán upp á 25.000 dollara. „This is the Country Club of Jails”, var okkur sagt. Meðal fanga þarna voru Clifford Irving, sá sem falsaði ævisögu Howards Hughes, annar Berrigan-bróðirinn og fleiri góðir menn. Við héldum þarna einn konsert og vöktum mikla hrifingu, þegar við sögðum áheyrendur okkar vera fyrstu raunverulegu gæpamennina, sem við hefðum séð. Eftir það áttum viö I þeim hvert bein og þeir i okkur. Við sátum lengi vel og ræddum við þá, drukkum með þeim kaffi og svoleiðis nokkuð, og fræddumst um hin ýmsu afbrigði glæpa þeirra. Ólafur gekk að ungum manni, sem sat og reykti handrúllaða sígarettu og spurði: — Fyrir hvað ert þú hér? — Reykja dóp, maður, hvað heldurðu? svaraði hann og reykti eins og mest hann gat. Það virtist sem sé ekki vera neitt vandamál fyrir þá að reykja og éta sitt dóp þarna inni. Frá Louisburg keyrðum við til Harrisburg i Pennsylvaniu, þar sem Iceland Seafodd Croporation hefur aðsetur sitt og þar mættum við einstaklega góðri fyrir- greiðslu hjá þeim Sigurði Þorsteinssyni og Bert Georges. Okkur langar að nota þetta tæki- færi til að þakka þeim fyrir alla aðstoð og elskulega framkomu. Heimili á hjólum Nú, svo fórum við i gegnum Ohio og Indiana til Illinois og þar kláruðum við að ganga frá bilnum okkar, máluðum hann, settum í hann húsgögn og svo framvegis, þannig að við höfðum það mjög þægilegt þar. Þarna var komið fram i endaðan april og 2. mai höfðum við lofað að vera komnir upp til Chicago, þar sem við ætluðum að skemmta á vegum Loftleiða. Þar mættu okkur konur okkar þriggja, Agústar Helga og Gunnars en af heilsufarsástæðum komst ekki kona ólafs. Við skemmtum þarna I Chicago, vottuðum minningu A1 Capone virðingu okkar og héldum svo niður til Columbia i Missouri, þar sem er 22.000 manna háskóli. Þar héldum við tvær úti- skemmtanir, sem báðar heppn- uðust vel og sótti um 1000 manns hvora. Það var annars meðaltalið á þeim konsertum, sem við héldum og var undantekningar- laust fjölmennara á þeim siðari, ef við komum fram tvisvar. Alls staðar vorum við beðnir og boönir að koma aftur og er þvi ekki að neita, að hugur er I okkur til þess, enda hefur okkur verið lofað meiri peningum i það skiptiö, þar sem menn þar ytra vita nú betur hvað þeir eru að kaupa. Mjög viða vorum við spurðir — eftir að hafa kynnt land og þjóð og islenzk sjónarmið i ýmsum málum — hvort við nytum ekki opinberra styrkja (Covernment Spornsoring) en þurftum i sifellu að svara neitandi. Kom það mönnum mjög undarlega fyrir sjónir. Við urðum mjög mikið varir við óskaplega fáfræði um Island — og reyndar umheiminn allan utan Bandarikj- anna. Til dæmis vorum við oft spurðir hvar tsland væri — hvort það væri kannski i New York — og hvort hægt væri að fara þangað akandi. Við svoleiðis spurningum kváðum við já. „Small Town, U.S.A.” Frá Missouri héldum við svo til Nebraska, þar sem við héldum konsert i Dana College. Strax á eftir fór Robert i stutta hvild til Ohio — enda orðinn æði slappur á stöðugri umgengni við tslend- ingana — og Óli fór heim i fri enda konulaus. Við þrir, sem eftir vorum i faðmi eiginkvennanna, lögðum hins vegar af stað i mikið ferðalag i bilnum. Skólayfirvöld höfðu einhvern nasaþef af þvi, að við værum eitthvað fáætkir af viðleguútbúnaði og áður en við vissum af, höfðu þeir boðið okkur að láni allan nauðsynlegan útbúnað, tjöld eldunaráhöld og allt tilheyrandi. Svo fórum við i ferðalag og gerðum nokkuð viðreist aðallega i gegnum smábæi og sveitaþorp, það sem þarlendir kalla „Small Town, U.S.A.” 1 Fort Robinson i Nebraska fengum við svo leið á flækingnum og ókum á 30 timum upp til Winnipeg i Canada, og þótti vel af sér vikið: við ókunnugir og óvanir að aka á þessum stóru vegum þeirra i útlandinu. Notagildi sima- skrárinnar i Winnipeg ♦ Þegar við komum til Winnipeg urðum við okkur úti um simaskrá og leituðum að góðu og gildu islenzku nafni. Nóg var af þeim, svo samkomulag varð um nafnið Gislason, enda finnst það ekki á hinum Norðurlöndunum og við gátum verið öruggir um að þetta var fólk af islenzku bergi brotið. Svo hringdum við i Frú Elmu og Ragnar Gislason, mikið ágætis- fólk, sem tók okkur upp á arma sina og var okkur sérdeilis elsku- legt. 1 Winnipeg spiluðum við tvisvar i það skiptið og komum fram i tveimur umræðuþáttum i sjónvarpi, þar sem við kynntum málstað tslands i landhelgis- málinu, ræddum um herstöðina og sitthvað fleira, er Island og Islenzk málefni varðar. Þá hittum við þar einnig og þágum heimboð hjá Burton Cummings, söngvara kanadisku rokkhljómsveitar- innar Guess Who, sem er vinsæl hér á landi, og fór vel á með okkur. Hann bauð okkur heim til sin, eins og við sögðum, og sýndi mikinn áhuga á tslandi, lét jafnvel að þvi liggja, að hann ætti eftir að koma hingað i heimsókn. Bref frá Óla... Frá Winnipeg ferðuðumst við um Islendabyggðir, upp til Gimli og svo framvegis og fórum þaðan siðan aftur niður til Bandarikj- anna, enda friið á enda. I Minnesota kom bréf frá Óla, i hverju hann tjáði sig ófæran um að koma aftur, eins og ráð hafði verið gert fyrir. Þær fréttir voru okkur nátturlega eins og köld vatnsgusa i andlitið og um tima var útlitið fyrir að geta lokið við ferðina og staðið við gerða samninga heldur myrkt. Þó létum við ekki hugfallast, heldur æfðum þrir upp prógrammið. I Moorhead i Minnesota urðum við fyrir þeirri ánægju, að lesið var fyrir okkur bréf sem háskólanum — sem við vorum þá hjá — hafði boriztfrá fylkisstjóranum og lýsti hann i þvi ánægju sinni með það framtak skólans að bjóða upp á slika menningarkynningu og óskaði okkur alls hins bezta. Robbi hafði nú slegizt i hópinn á ný og við héldum aftur upp til Winnipeg, þar sem við bjuggum hjá þvi mikla ágætisfólki Stefáni og Ollu og Len og Karen. Eftir að við höfðum spilað þar á einum eöa tveimur klúbbum ákváðum viö að halda heim á leið, enda orðnir heldur félitlir. Gunnar fór til Boston ásamt konu sinni og dóttur, þar sem þau hjónin ætluðu að leita henni lækninga, en við Helgi og Agúst ásamt konum og Robba lulluðum i bilnum til New York. „Þessir ástúölegu ungu menn<...” Þar skildum við bflinn eftir hjá Robba — enda allt of mikið fyrir- tæki aö flytja hann heim þrátt fyrir góðan vilja okkar — og vorum fegnir að hvila liiin bein eftir 16.900 kilómetra langa ferð. A heimleiðinni — sem lauk að kvöldi laugardagsins 30. júni. — skemmtum við okkur meðal annars við að lesa klausu úr Winnipeg Tribune, sem hafði skrifað þetta um konsert okkar 25. júni: „Allt i gamni, Islenzkt þjóð- lagatrió, sannaði i eitt skipti fyrir öll, að tónlist er alþjóðlegt tungumál og að það skiptir ekki máli i hita augnabliksins hvort maður skilur orðin. Þeir spiluðu fyrir nærri fullu húsi i Playhouse Theatre á mánu dagskvöldiö og þessir ástúðlegu ungu menn sungu með slikri tilfinningu og lifsgleði, að tungu- málaskilningur var stemmningunni óviðkomandi. Til að byrja með skipti þetta skilningsleysi máli og það var ergjandi að heyra hvert lagið á fætur öðru sungið á islenzku. En þegar maöur var farinn að finna stemmningu söngvanna þá skipti ekki máli hvort þeir voru sungnir á islenzku eða á swahili. Allt i gamni minnir mjög á gamla Kingston-trióiö. Stór hluti stils þeirra og framkomu er næstum þvi sá sami og Kingston- trióið beitti en um leið eru þeir gæddir þeim krafti og lifsfjöri, sem einkennir The Irish Rovers. Þessir tveir söngflokkar eru liklega mótsvarandi hér i Norður- Ameriku við Allt i gamni. Þetta trió hefur tvo sterka eiginleika, sem gerir þá frábrugðna öðrum þjóðlaga- söngvurum. t fyrsta lagi er hver um sig góður hljóðfæraleikari. Margir þjóðlagasöngvarar nota takmarkaðan hljómafjölda, sem um leið takmarkar getu þeirra. Þeir tveir, sem leika á kassagitara, voru einstaklega leiknir og snöggir i leik sinum. t öðru lagi eru allar raddirnar mjög lagrænar, og hver um sig blandast vel við hinar. Of oft heyrir maður hvernig þjóðlaga- söngvarar umla söngva sina i tón, sem á anað vera i samræmi við efnið. Þetta getur verið meira þreytandi en söngvar, sem sungnir eru á erlendu tungumáli. Allt i gamni sungu skýrt og greinilega og lögðu áherzlu á hvert orð”. Landkynning— eða hvað? Svo sögðu þeir i Winnipeg Tribune og hérlendis þekkir fólk sannleiksgildi þessara orða. Með þessari ferð sinni brutu þeir félagar blað i sögu landkynningar á erlendri grund — upp á eigið eindæmi. Svona landkynningar eru góðar, en gildi þeirra ef til vill takmarkaö, á meöan ekki er stutt viöbak þeirra, sem vilja leggja á sig vinnuna. Þeir Agúst, Gunnar, Helgi og Ólafur eru þó ánægðir og reynslunni rikari — enda allt i gamni. ó.vald. — Ferðasaga „Allt í gamni" rakin, þó stiklað á stóru enda 16.900 km. löng

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.