Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 29. júll 1973. Gróðurhúsarækt: Apríl fódæma slæmur vegna dimmviðris Gróðurhúsaframleiðslan mun seinna á ferðinni en venjulega — Tómatar ættu að fóst langt fram ó haust— AAjög veruleg aukning í gúrkuframleiðslunni UM ÞESSAR mundir eru birgðir af tómötum og gúrkum i gróðurhúsum landsins I hámarki og ætti að vera nóg framboð langt l'ram i næsta mánuð, að sögn Ax- els Magnúss. vlræktarráðunauts hjá Búnaðarféi. islands. Keikna má með, að eitthvað verði til af gúrkum fram i október, en Axel kvaðst reikna mcð aö tómatar myndu cndast dálitið fram i nóvember, jafnvel framundir mánaðamótin nóvember desem- ber, þar sem óvenjumikið er af „seinum” tómötum i ár. hitastillingu (termostat) og einn- ig við loftunarútbúnað og vökvun. — Maðurinn verður auðvitað alltaf undirstaðan i þessu, sagði Axel, — þessi sjálfvirki útbiinað- ur skapar fyrst og fremst vinnusparnað og öryggi. — Það hefur einnig farið mjög vaxandi, að menn gefi alltaf reglulega áburð, jafnvel i hvert skipti, sem vökvað er. Þetta er mjög veik upplausn, 1-2 grömm i Htra. Með þessu er tryggt, að plantan hefur alltaf nóg, en er ekki i þeirri hættu að lenda i svelti eða skemmast vegna of mikilllar áburðargjafar. En i gróður- húsaræktinni skiptir öryggið og aðgátin hvað mestu. Mjög væg eiturefni. Ekki lengur DDT Reynt er að sneyða sem mest hjá notkun skordýraeiturs i gróðurhúsunum, einkum við mat- jurtir. Ekki verður þó komizt al- veg hjá notkun þess. En nú eru yfirleitt notuð mjög væg efni, sagði Axel. Eru mikið notuð lindan-sambönd. Þá hefur aukizt töluvert notkun á svokölluðum pirethrum-efnum.sem eru svo til alveg skaðlaus. Þetta eru efni, sem bæði hafa verið notuð þar sem matjurtarækt er annars veg- sr. — En yfirleitt reyna menn að nota hvers kyns eiturefni, sem allra minnst og á sem lengstum fresti, sagði Axel. — DDT hefur ekki verið notað i gróðurhúsum i mörg ár, og var notkun þess algjörlega bönnnuð árið 1970. Það er heldur ekki ákaflega áhrifarikt á þau skordýr, sem gera aðallega usla i gróðurhúsum. — Stp. Axel sagði að erfitt væri að visu að spá um þetta, en reikna mætti þó með þvi, að hausttómatar yrðu með meira móti. Það sem hér liggur að baki er það, að bæði voru tölvert margir, sem plöntuðu fremur seint, og eins það, að dálitið er af mönnum, sem eru nýbyrjaðir i þessu og gátu ekki plantað jafnvel fyrr en i endaðan aril, og þeir tómatar eru fyrst um þetta leyti að l'ara að gefa. Annars er algengt, að þeir sem eru fyrstir i þvi, byrji að planta um miðjan febrúar. Þegar plantað er um miðjan febrúar, má i venjulegu árferði vænta þess, að tómatar geti farið að koma i maíbyrjun að sögn Axels. En i ár voru marz og april ákaflega slæmir mánuðir, hvað birtu snerti, þannig að þroskunin var seinni en ella. — Dimmviðri eru verst fyrir gróðurhúsin á þessum tima, sagði Axel. — Það gerir minna til, þótt geri frost, ef bara er heiðviðri og bjart. April i ár var alveg fádæma slæmur fyr- ir gróðurhúsaræktina, vegna dimmviðris. — Gróðurhúsaframleiðslan er miklu seinni nú en venjulega, meira að segja seinni en i iyrra, en þá var óvenju slæmur vetur, mjög dimmur. Það var t.d. ekki meira en svo nóg af tómötum svona framundir fyrsta júli. en nú er sem sagt orðið eiginlega nóg af öllu, hvort sem er blóm eða græn- meti. Aftur á móti hefur verið til mikið af gúrkum allt frá þvi i maf. Kvað Axel mjög verulega framleiðsluaukningu vera á þeim i ár og um leið söluaukningu.Mun framleiðslan i mai hafa verið um 44% meiri- en i sama mánuði i fyrra. Tómataframleiðslan virð- ist hins vegar ekki hafa vaxið mikiö. Allmikið af nýjum gróðurhúsum Aukin sjálfvirkni Alllmikið er um ný gróðurhús á þessu ári, mest i Biskupstungum og Hrunamannahreppi. Bæði er, að menn eru að auka við sig en öllu meira, að ýir aðilar eru að hefja þennan atvinnuveg. Mikið hefur aukizt, að menn komi sér upp sjálfvirkni i gróður- húsum, sagði Axel i sambandi við Bláfeldar SVEFNPOKINN eykur ánægjuna í sumarleyfinu BLAFELDUR Síðumúla 31 Sími 30757

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.