Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN í daglegu lifi okkar er salt álika algengt og eldspýtur og jafn ómiss- andi. Salt hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og saltþörfin hefur orðið til að breyta mannkyns- sögunni. Nú á timum er salt ekki bara notað i grautinn, heldur er það undirstaða margs konar efnaiðnað- ar. IIVAÐ cr salt? Vcr/.lunarvara sem við litum á eins og sjálfsagð- an lilut. Sagt cr að við tökum venjulega bara cftir þvi ef þaö vantar og gefur það til kynna, hvcrsu algengur hlutur það er. Salt er venjulegt aöeins fyrir hinn almenna neytanda, en vis- indamönnum 'er það margháttað og flókið. Þeir t ila um margar tegundir með ólika eiginleika, sem þörf er fyrir í nútima iönaði. Það getur svo sem verið fróðlegt ab vita þetta allt, en þó segir það okkur ekki mikiö um hvaða þýð- ingu salt hefur fyrir okkur i dag- lega lifinu. Eða þá hvað forfeður okkar þurftu að liða til að hafa salt i gra’utinn sinn. Einu sinni var salt löglegur gjaldmiðill og sums staðar var það lika talin sjaldgæf og dýrmæt vara. Ef við fylgum saltinu aftur i fortiðina, sjáum við að fólk hefur notað það um langa tið. Forfeður okkar notuðu það m.a. til að súta skinn, áður en þeir gerðu sér klæði úr þeim. Snemma lærðu þeir að nota salt i matinn. Ef til vill var það saltið, sem varð til þess að fólk flutti heims- hiutanna á milli og breytti þannig mannkynssögunni. Rómverjar voru fyrstir til að uppgötva að salt var til ýmissa hluta nytsam- legt i iðnaði. Kinverjar reyndu lika árangurslaust að nota salt til ýmissa nýrra hluta. En það voru Evrópubúar, sem gerðu saltómissandi i daglega lif- inu, bæði við landbúnað og i iðn- aði þeim, sem smám saman óx fiskur um hrygg. Allt frá timum Rómverja hefur salt verið unnið NÝrfJUt20.500einttik 26.000 eintök á mánudögum beint á mesta markaðssvæði landsins- auk Jþess magns, sem við dreifum í aðra landsnluta. . OgVÍ SIR er offsetprentaður, allar síður prentast jafn vel, enginn myndamótakostnaður og Qögurra lita prentun. Eignist markaðinn TTTÖT^Ö auglýsið i VÍSI XOXXv Sunnudagúr 29. júll 1973. Úr hverjum polli fást um SO kiló á tveimur sólarhringum Nokkurra vikna framleiðsla úr sjó og einnig voru saltlindir i nágrenni Lutecia, þar sem Paris stendur i dag. Við munum úr sögubókum, að saltskatturinn gegndi stóru hlutverki, i þann mund að franska byltingin hófst. Fátækt verkafólk i Frakklandi varð sifellt óánægðara með skattabyröarnar, ekki aðeins vegna þess að þvi fannst þeir ranglátir, heldur fór mikill hluti þeirra til greiðslu á óhóflegum iburbi og hirðbeizlum. Nú á timum er saltið eitt af undirstöðuefnum iðnaðarins, vegna þess að það myndar grund- völl kemisks iðnaðar og er einnig notað i öðrum skyldum iðnaðar- greinum. Hverjum skyldi svo sem detta i hug að salt sé notað við fram- leiðslu á plasti, litarefnum og áburði? Vegna þess að salt er svo mikilvægt i iðnaði, eru saltlindir og námur út um allt til að anna eftirspurninni. Auk hinnar gömlu aðferðar að láta sjóinn gufa upp og hirða siðan saltið, sem þá verður eftir, er grafið eftir salti i námum. Gamla aöferðin er enn notuð i Frakklandi og á Spáni, en þó að Miðjarðarhafið sé salt þeim, sem þar eru að synda og leika sér, inniheldur það ekki nema 3,8% af þessu dýrmæta efni. Salt dýrmætt? Já og ef til vill hefur okkur grunað það allan tim- ann.... Þannig er saltið unnið. Hver pollur er um 25 fermetrar og sjónum er hleypt inn um litla skurði. Garðarnir eru úr leir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.