Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 40
MERKIÐ SEM GLEÐUR HHtumst i kmtpféiagtnu Auglýsingasími Tímans er fyrir góóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Brýrnar á Gljúfurá. Sú nýja hefur staðið þarna siðan um áramót, en nokkra metra af vegi vantar. Sú gamla er ekki forsvaranleg lengur. ◄ Þannig litur gamla brú- in út i návigi. Þverbit- arnir eru meira og minna lausir og burðar- ásarnir farnir að springa (Timamyndir: GE) Hér þarf að geraeitthvað! SB—Reykjavík — Rétt við Hveragerði rennur litii á, sem heitir Gljúfurá og er hún á leiö þeirra, sem fara i eða koma úr nýbýlahverfinu svonefnda uppi við Ingólfsfjall. ibúar hverfisins eru ákaflega úánægðir með brýrnar á ánni. Sú, sem ekin er, er svo gomui og þreytt, að tæplega er lengur hægt að kalla hana brú, og auk þess er vegurinn að henni bæði brattur og slæmur. Þarna hafa stórir bilar, sem flytja skólabörn iðulega orðið að snúa við i hálku, þar sem ekki er forsvaranlegt að fara þarna yfir. Handriðið er aö hverfa og „brú- in” sjálf er naumast annað er ryögaðir járnbitar, meira og minna lausir, og flugvallar- þynnur lagðar yfir. En hin brúin er ný og hefur staðið þarna full- búin I hálft árán þess að nokkuð sé gert til þess að koma veginum að sporðum hennar. Sé það gert, hverfur brattinn og hættan i hálk- unni. Ibúar nýbýlahverfisins eru farnir aö halda, að hér hafi ein- hver gleymt einhverju. Blaðburðarfólk óskast Bergstaðastræti, Akurgerði, Langagerði. Upplýsingar d afgreiðslu blaðsins, Aðalstræti 7, sími 12323 í Norðmenn hyggja á kolmunnaveiðar: Markaðsheiti fisksins verður bláhvítungur AAiklar torfur við austurströnd íslands, að vetri NORSKA hafrannsóknastofnunin hefur að undanförnu rannsakað, hverjar likur séu á þvl, aö kol- munnaveiðar geti oröiö arðvæn- legar. Allt bendir til þess, að inn- an skamms verði fariö að veiöa kolmunna i stórum stil. Siðan er áætlað að selja fiskinn undir nafninu bláhvitungur, sem talið er að falli mönnum betur I geð en hið raunverulega nafn fiskins. Mest er um kolmunna strax að loðnuvertiðinni lokinni, og búast má við góðum afla allt frá miðj- um marz og fram i mai. 1 önd- veröum mai dreifist kolmunninn, en kemur siðan i stórum torfum upp að austurströnd Islands undir vetur. Talið er hentugt að veiða kol- munnann i hringnót. Hann er sagður prýðilegur matfiskur og tilraunir með flökun og frystingu sem og niðursuöu hafa gefið góða raun. Þá má lika vinna hann i mjöl. — HHJ. OÐINN MEÐ BRENNANDI BÁT TIL BÍLDUDALS ÓÐINN kom i gærmorgun til Bildudals með brennandi bát i togi. Báturinn, sem heitir Arni Kristjánsson, var að veiðum 22 KANNSKI á þessi urta sjö börn á landi og sjö börn _ sjó — hver veit það? Hátt ris hún að minnsta kosti ^ yfir vatnsflötinn, að hverju sem hún kann að veraat ‘ hyggja, og horfir löngum augum eitthvað út i fjarskann. Nema þetta sé tilgerðarleg hofróða, sem hafi stillt sér svona upp af einberum hégómaskap þegar hún varð vör við návist ljósmyndarans. — Ljósmynd: Rikarður Árnason sjómflur norðaustur af Kópanesi, þegar eldurinn kom upp. Brimnes BA 214, kom fyrstur á vettvang, og tók skipverjana á Arna Kristjánssyni, sjö að tölu, um borð. Óðinn kom á vettvang nokkru siðar og tók bátinn i tog og dró hann inn til Bildudals. Eldsupptök eru ókunn, en eld- urinn hafði að mestu verið slökkt- ur, þegar inn var komið, og ekki urðu slys á mönnum. Óðinn hafði átt i viureign við brezka togara, þegar hjálpar- beiðnin barst, en varð þá frá að hverfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.