Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. júll 1973. TÍMINN 7 vilja til að stöðva starfsemi, sem ógnar náttúrunni á þennan hátt, i hinum ýmsu löndum? — Munurinn er geysimikill. Auðugu þjóðirnar og iðnaðarlönd- in gera að sjálfsögðu mest, og þar er áhugi einnig mestur, kannski af þvi samvizkan er verst. t mörgum þróunarlöndum er van- þekkingu oft um að kenna að dýrategundir glatast. 1 ýmsum þessara landa er litið á villt dýr sem sjálfsagða fæðu, og þar er erfitt að vekja skilning á þvi aö sumar tegundir dýra verða sifellt sjaldgæfari, og þeim ber'o aö hlifa. Oft stendur og fellur vernd- arstarfið með þjóðarleiðtogun- um. Stærsti ógnvaldurinn — veiðiþjófnaður Alþjóðleg náttúruverndarsam- tök hafa náð jákvæðri samvinnu við ýmsa þeirra t.d. Eþiópiukeis- ara, Haile Selassie sem er mjög áhugasamur og hefur bjargaö hinni sjaldgæfu Walia-steingeit frá útrýmingu. Nepalkonungur hefur gert mikið átak til að bjarga indverska nashyrningnum o.s.frv. — Hverjir eru mestu erfiðleik- arnir i sambandi við friðun þess- ara dýra? — Ötvirætt veiðiþjófnaður, svarar Crowe. — Það á bæði við friöuð loödýr, svo sem hlébarija, gébarða, ozelot, tigrisdýr eöa nashyrning, og aðrar tegundir. Svo lengi sem markaður er fyrir slik skinn, og Austur-Asiubúar trúa þvi að nashyrningaduft lækni getuleysi, verða alltaf til menn, sem vilja drepa þessi dýr til að fullnægja eftirspurninni. Það eru fyrst og fremst okkar eiginkonur, sem verða að hjálpa okkur i baráttunni fyrir varð- veizlu stóru dýranna af kattaætt- inni. Ef þær neita að kaupa káp- ur, jakka og slár úr skinnum þessara dýra er ef til vill von til að bjarga megi þeim fáu einstakl- ingum, sem eftir lifa. Norðmenn fóru seint — en vel — af stað — Hver er hlutur Norðmanna i þessum málum? — Norðmenn voru seinir á sér i náttúruverndarmálum, en nú viröist ástandið harla gott. Stofn- un norskrar deildar World Wild- life Fund merkir að meira veröur gert i þessum efnum. — En — skilningnum á að fjárþörfin sé mikil kann að vera nokkuð ábóta- vant. Kannski telja lika Norð- menn, aö stórum tiltölulega ósnortnum landssvæöum hljóti að fylgja öryggi fyrir miklar hjarðir villtra dýra. Þvi miður er ekki svo. Þess vegna þarf aö tak- marka veiði. Þetta yrði einkum mikilvægt fyrir veiðifugla okkar, orrategundir og rjúpustofninn. A.m.k. þangað til orsakir fækkun- ar þessara tegunda eru kunnari en nú. Crowe ambassador er i aðal- stjórn alþjóðlegu World Wildlife Fund samtakanna og á sæti i ýmsum nefndum, sem vinna að varðveizlu villidýra og fiskteg- unda.. — Hvað vakti áhuga yöar á þessu varðveizlustarfi? — Sem veiðimaður — sem se” sá, sem vill njóta uppskerunnar hjá dýrastofninum — hef ég að sjálfsögðu áhuga á að varðveita hann. Þess vegna eru margir veiðimenn um allan heim i for- ystu i verndarstarfinu. Ég hef mikinn áhuga á veiðiskap, en að sjálfsögðu ekki á að veiða sjald- gæfar tegundir. Ég held að veiði- menn skilji satt að segja fremur öðrum þetta vandamál: þvi hverfi villt tegund, kemur hún aldrei aftur. Allar tegundir, sem Guð hfur skapað hér á jörðu hafa jafnan rétt til að lifa og við. Hvernig væri t.d. vorið án fugla- söngs? — Jú, óumræðilega dapur- legt. Crowe hefur einkum unnið fyrir World Wildlife Fund samtökin. Hann hefur verið frábær fulltrúi þessara samtaka og hefur sjálfur bjargað nokkrum dýrategundum, sem voru i hættu. WWF eru sam- tök, sem með fjársöfnunum hefur gert og gerir náttúruverndar- samtökum kleift að starfa. IUCN, Alþjóðlegu náttúruverndarsam- tökin hafa nú viðtæka starfsemi, og er það fjársöfnun WWF að þakka. Markmið samtakanna er sem sé að vinna að björgun og verndun dýrategunda^ plantna og landslags, í hættu, meö íjársöfn- un. Einnig er þeim ætlaö að auka skilning á þessu verndarastarfi með fræðslustarfi og hafa áhrif á yfirvöld landa i þá átt að þau verði virk i þessu starfi. Yfirvöld gera ekki nóg — Þér nefnduð yfirvöld. Er þetta ekki einmitt þeirra verk — yfirvaldanna — rikisstjórnanna? — Jú, að sjálfsögðu — en það er gert alitof litið, og i mörgum til- fellum þarf að hafa hraðann á um björgun dýrategunda. Þess vegha er framtak einstaklinga i hæsta máta nauðsynlegt. Tökum tigris- dýrið sem dæmi. Fái það ekki þegar i stað nægileg landssvæði til að vera á og sómasamlegt eft- irlit, verður þvi útrýmt á fáum árum.Og hvað um birnina og úlf- ana i Noregi? — Hvernig starfar WWF? — I 20 deildum i jafnmörgum löndum, er rekið mikiö áhuga- mannastarf að nauðsynlegum verndunaraðgeröum. Samtökin starfa með Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtökunum, en aöild aö þeim eiga margir fremstu vis- indamenn heimsins. Engar að- geröir hljóta styrk fyrr en vis- indamenn á þvi sviði hafa viður- kennt þær. Hafi verndunarað- gerðir alþjóðlegt mikilvægi, eins og t.d. verndun isbjarnarins, en til hennar hefur WWF lagt tæpa hálfa aðra milljón isl. kr., eru þær kynntar á alþjóðavettvangi og raðað upp sem forgangsverkefn- um, eftir mikilvægi. — Hvað hefur WWF gert til þessa? — t þeim löndum sem WWF starfar eru áhugamenn, — sam- tök og visindamenn tengdir þeim. Það hefur styrkt samtökin. Valdamenn hlusta á það, sem við höfum að segja. — Fram til þessa hafa safnazt um 1.200 milljónir (isl. kr.) til að veita aðstoð i um 800 tilfellum. Oft hefur dýrum og landsvæðum ver- ið bjargað fyrir tilstilli WWF. Minnumst t.d. Marismas, sem er mikilvægt svæði vegna nokkurra vað- og sundfugla. — Hvaða afstöðu hafa valdhaf- ar til WWF? — Hvarvetna er mikill áhugi. Bernharð Hollandsprins er forseti samtakanna. t Englandi er Fiiippus prins forseti, i Dan- mörku Hinrik prins og hér i Nor- egi er Haraldur kro'nprins virkur félagsmaður og forseti. Það eyk- ur áhrif samtakanna. — Aðalskrifstofur WWF eru i Sviss, raunar á sama stað og aðalstöðvar Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtakanna. Hvernig er reksturskostnaður greiddur? — Auk minni fjárupphæða frá deildum i ýmsum löndum, hefur verið komið af stað sérstökum stofnunum til að standa straum af þessum kostnaði. Það hefur t.d. verið stofnaður sérstakur klúbbur — 1001 klúbburinn. Hver félagi i honum greiðir 870.000 (isl. kr.). Nú þegar eru félagar orðnir 500 um allan heim og vonir standa til að fá þennan 501, sem á vantar. (Crowe er sjálfur félagi.) Fram- lag þeirra fer óskert til reksturs WWF. Ekki snobbsamtök — Reyndar til ég gjarnan taka fram að i norsku deildinni, þótt ung sé, hefur verið unnið gott starf. — Menn segja að WWF sé snobbfélagsskapur? — Þvert á móti. Jafnvel þótt við verðum að leita uppi fólk, sem er aflögufært, — sem á peninga — er það ekki snobb. Hvenær varð snobbað aö vinna að þvi að vernda landslag, dýr og jurtir? — Hafið þér raunverulega trú á að WWF og Alþjóðlegu náttúru- verndarsamtökin geti bjargað dýrum frá útrýmingu, eða t.d. bjargað mýrlendi, sem er að eyðileggjast? — Já — vissulega. WWF og IUCN hafa staðið fyrir mörgum að gerðum, sem hafa leitt til var ánl. björgunar dýra og lands- væöa, sem virtust dæmd til út- rýmingar og eyðileggingar. Ég get nefnt nokkur dæmi. Vicuna Suður-Ameriku, oryzantilópan i Arabiu, risaskjaldbökur á Gala- pagoseyjum, örn, sem borðar apa, i Malasiu. Af landsvæðum má nefna Marismas, Seewinkel- svæöið i Austurriki, Nakuruvatn i Afriku o.s.frv. — Þér teljið sem sé að þegar aðgerðir hafa verið skráðar á lista WWF og IUCN, yfir dýrateg- undir i hættu, t.d. i hina svo- nefndu Rauðu bók standi vonir til að þær verði ekki látnar sitja á hakanum fyrir gróðasjónarmið- um? — Einmitt, svarar Crowe. Það er eitt aðalverkefni WWF að sýna fram á að þau verömæti, sem tapast, þegar dýrategundir hverfa eða landssvæðum er gjör- breytt, eru svo mikilvæg að jafn- vel sterk fjárhagssjónarmiö verða að vikja. En — skoðanir stjórna hinna ýmsu landa hljóta að ráða mestu. Leyfi þær aö dýrategund sé út- rýmt, er tæpást mögulegt að koma i veg fyrir það. Til allrar hamingju sjáum við að staíf WWF að fræðslu og öflun sam- banda, hefur borið ávöxt. Sifellt fleiri þjóðir leggja nú náttúru- vernd lið. — Loks nokkrar persónulegar spurningar. Þér eruð sjálfur ákafur dýra- og fiskveiðimaöur. Hvað finnst yður mest gaman að veiða? — Ég veiöi minni dýr. Ég hef aldrei haft áhuga á villidýra- veiðum. Nei, fuglaveiðar finnast mér skemmtilegastar. Eftirlætis- fugl minn er litill ameriskur hænsnfugl (quail) og norska rjúp- an. Við allan veiðiskap koma góð- ir dagar og slæmir. Veiðin skiptir mig ekki mestu, heldur útivera i frjálsri náttúru og fögru um- hverfi. Frá Bandarikjunum er ég van- ur að veiða á flugu. Þar eru neta- veiðar bannaðar i ám og vötnum, þar sem áhugamenn veiða. Hér i Noregi er sjaldgæft að sjá annað eins skordýrager og i Bandarikj- unum.Þess vegna er fluga notuö hér minna en þar. Hér i Noregi hefur laxinn orðiö eftirlætisfiskur minn. Stærsti fiskur, sem ég hef feng- Framhald á bls. 36. Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? Allar málnmgarvörur einnig Tóna- og Oska-litir 6002 litir UTAVER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.