Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 2
tíminn Sunnudagur 29. júli 1973. Iiinn stolti SHnx stendur viö hliö Keopspýramidans og vakir yfir hon Frægar byggingar: í 5000 ár hefur pýramídinn við Gizeh í Egyptalandi verið takmark ferðamanna hvaðanæva að úr heiminum. Rænt hefur verið innan úr honum, hann hefur verið notaður sem grjótnáma, reynt hef ur verið að sprengja hann með púðri.... En hann stendur enn jafn stoltur á Nílar- bökkum, jafn tignarlegur og Faraó skipaði til um á sínum tíma. Að líkindum mun hann einnig standa sem þögult vitni um sólguðinn Ra og syni hans löngu eftir að menning vorra tíma er liðin undir lok. um. Fyrsta flokks þjónusta Á' Hótel Bifröst býður yður mat og gistingu í hinum fagra Borgarfirði - Hvort sem leið yðar liggur: Vestur, austur, norður eða suður — þó er Hótel Bifröst sjólfsagður óningastaður sem veitir fyrsta flokks þjónustu — á verði við allra hæfi Máltlö frá kr. 250-270 (Dinner) Herbergi: Eins manna Tveggja manna Tveggja manna briggja manna Verö kr. 995 1117 1490 meö baöi 1862 meö baði r Verið velkominn að Hótel Bifröst KEOPS- i þúsundir ára hafa pýramidarn- ir i Egyptalandi höföað til hug- myndafiugs mannsins, einkum þó hinn stærsti þeirra, Keopspýra- midinn. Hann er risabygging, geröur af slikri nákvæmni, að erfitt er stundum aö trúa þvi aö hann sé geröur af mannahöndum. En það er hann. Eftir margra ára nákvæmnisvinnu forn- leifafræðinga hefur tekizt að uppgötva flest leyndarmál Keopspýramidans — hver byggði hann, hvernig hvenær og hvers vegna. Við þurfum að fara næstum fimm þúsund ár aftur i timann allt til um 2800 fyrir Krist. Þá höfðu egypzku Faraóarmr ráðið rikjum i sex aldir og þrjár ættir höfðu skipzt á um að stjórna landinu. Allt var þetta orðið svo rótfast og ákveðið, að konungur- inn var ekki lengur bara konung- ur, hann var guðinn sjálfur. Líf eftir dauöann Egyptar til forna höfðu sinar eigin hugmyndir um lifið eftir dauðann. 1 þeirra augum var maðurinn tvöfaldur: sýnilegur likami og annar ósýnilegur, sem þeir kölluðu „ka”. Það var ein- hvers konar loftkennt hylki af sömu lögun og sýnilegi likaminn og þar i bjó lifið, eða það, sem við nú á timum köllum sálina. Þegar hinn sýnilegi likami dó og eyðilagðist, dó „ka” einnig og ekkert af viðkomandi manneskju var lengur til. Þess vegna var um að gera aö vaðrveita hinn sým- lega likama sem lengst eftir dauðann, til aö „ka” ætti sér ein- hvern samastaö. Þetta er talin ein höfuðástæðan til þess að Faraóarnir voru smuröir, þannig að likami þeirra gat varðveitzt næstum óendanlega viö vissar að- stæður. . Þar sem Faraóarnir voru ekki taldir til venjulegs fólks, heldur guða, hefði það verið mikið áfall fyrir þjóðina, ef „ka” konungsins hefði horfið. Faraóinn var sólguðinn Ra endurfæddur og án hans gat lifið á hörðinni ekki þrifizt. Þess vegna varð aö smyrja látinn Faraó eins vel og hægt var og múmiuna varö aö vernda fyrir grafarræningjum og eyðileggingu. Þess vegna urðu egypzku konungagrafirnar ein þau mestu minnismerki, sem heimurinn hefur þekkt. Og ekki aðeins minnismerki, heldur hibýli guðakonunganna einnig. Þarna gátu þeir haldið áfram að lifa eftir dauðann, umkringdir gifurlegum fjársjóðum, gulli og gimsteinum, sem þeir áttu að taka með sér inn i næsta lif. Orsök þess, að grafhýsin voru byggð með pýramidalagi, var sú, að hinn heilagi steinn, sem stóð i innri garði musteris sólguðsins var pýramidalagður. Hann táknaði sólarljósið, sem sendi geisla sina i allar áttir út yfir jörðina. Þegar Faraóarnir urðu einvaldir á 3. og 4. árþúsundinu fyrir Krist, ákváðu þeir, að lif þeirra eftir hinn jarðneska dauða skyldi halda áfram i risavöxnu minnismerki með sama lagi og hinn heilagi sólsteinn. Stærst allra bygg- inga Bygging á borð við Keopspýramidann hefur væntan- lega krafizt geysilegs mannafla og þess vegna var aöeins hægt aö reisa hann, þegar auðurinn var mikill i landinu og allir nutu allsnægta — og allt vald'var’ hjá einum aðila — Faraó. Slikt timabil hófst um 2780 f. Kr„ þegar Keops, Kefren og Mykerinos, byggingameistararn- ir miklu reistu minnismerkin við Gizeh. Keopspýramidinn var reistur fyrsturogþaðvaræðsti ráðherra konungs og æðstiprestur, Imhotep, sem stjórnaði verkinu. Valinn var flatur staður á vinstri bakka Nilar og hafizt handa við stærstu byggingu heimsins. Margir hafa reynt að geta sér til þess, hvernig Keopspýramid- inn hafi orðið til. Jafnvel meö nútima tækni og vélvæðingu er það ekkert smáfyrirtæki að höggva 2,3 milljónir grjót- hnullunga út úr klöpp og flytja siðan steinana yfir Nil og upp að byggingarstaönum, þar sem hver steinn er meira en einn rúmmetri og um 2,5 lestir að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.