Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudágur 29. júll 1973. Sunnudagur 29. júli 1973. Sveinbjörgu var boðiö að dansa sólóhlutverk i óperunni „Tann- hauser” eftir Kichard Wagner á „Wagnerhátiðinni” i Beiruth. En hún hafnaði boðinu. — Mér fannst meira virði og nauðsyníegra að fara i sumarfri til tslands, segir hún. — Okkur langar bæði mjög að koma og dansa á þjóðhátiðinni á næsta ári. Þessa daga hefur Gray verið að kynna sér islenzka tónlist með samningu tvidans i huga. (Timamyndir: Gunnar) landi i dag, sem eingöngu sýnir nútima ballett. Gray Veredon er frá Nýja -Sjá- landi. Hann stundaði einnig nám hjá Konunglega ballettnum i London. Eitt ár starfaði hann hjá Covent Garden i London, en réðst næst til Stuttgart-ballettsins, þar sem þau Sveinbjörg kynntust. Giftust þau árið 1965. Þess er vert að geta i sambandi við hinn þekkta Stuttgart-ballett, að stjórnandi hans hefur verið John Cronko, einhver virtasti og þekktasti maðurinn i ballettheim- inum i dag. Aðeins 46 ára að aldri lézt Cronko, i siðasta mánuði, er ballettflokkur hans var að koma úr sinni fjórðu sýningarferð til Bandarikjanna. Að sögn þeirra Sveinbjargar og Veredons er lát Cronk.o geysimik- ið áfall fyrir ballettheiminn, og þá ekki sizt fyrir Stuttgart-ballettt- inn, enda vandfundinn eins hæfur maður i hans stað. Svo þráðurinn sé aftur tekinn upp, þá er Gray Veredon dans- semjandi, (choreographer) auk þess að vera dansari og einn af þremur aðstoðarstjórnendum Sonur þeirra hjóna, Simon Björgvin Veredon, vel upplagður fyrir framan myndavélina ásamt félaga sinum, Hlyni Hendrikssyni. Simon átti sex ára afmæli i vikunni. Einstæð ballettvika A næsta starfsári mun Tanz- Forum fara i þriggja vikna sýn- ingarferð til N-Afriku og einnig til Búkarest i Rúmeníu og e.t.v. til Júgóslaviu. Þá er þegar ákveðið, að flokkurinn sýni á næsta starfs- ári i Haag i Hollandi. I haust er flokknum boðið til Frankfurt, þar sem er griðarstór og fullkominn salur, er listamenn hvaðanæva úr Þýzkalandi koma fram i. t lok siðasta starfsárs Tanz- Forum, þ.e. i lok júni s.l., var haldin ballettvika i Köln, sem all óvenjulega má kalla i Evrópu, en þarna var aðeins sýndur nútima ballett, enda hét samankoman „Woche des modernes Tanzes.” Þarna komu fram, auk Tanz-For- um, tveir flokkar frá Bandarikj- unum (New York) og einn frá ísrael. i New York hefur nútima- ballettinn blómgazt mjög, og voru þessir tveir flokkar einir þeir frægustu. Annar var undir stjórn Lar Lubovithc og hinn undir stjórn Louis Falco. Frá Israel kom Badschavia-flokkurinn. Tanz-Forum kom þrisvar sinn- um fram á „vikunni” og sýndi alla nýju ballettana frá vetrinum eða samtals 12 balletta. — Þetta tókst mjög vel, segir Sveinbjörg, en dómar um vikuna i heild voru ekki komnir i blöð, er við fórum frá Þýzkalandi. Vikuna sóttu sér- fræðingar, ballettkennarar og kóreografar hvaðanæva að úr heiminum, auk almennra gesta. Kærkomnir ,, gesta-kóreogr afar ” Við biðjum Sveinbjörgu, að skýra okkur i stórum dráttum frá LANGAR AÐ KOMA OG DANSA A ÞJÓÐHÁTÍÐINNI Undanfarinn mánuð hafa dvalizt hér á landi i sumarleyfi hjónin Sveinbjörg Alexanders og Grey Veredon. Bæði starfa þau hjá ballett- flokknum Tanz-Forum i Köln i V-Þýzkalandi. Sveinbjörgu þarf vart að kynna lesendum, þar sem oft hefur verið greint frá henni i her- lendum blöðum i sam- bandi við hinn glæsta frama hennar á erlendri grund. Starfsár Tanz-Forum er 10 1/2 mánuður og stendur frá septem- ber fram i júni. Þau hjónin komu heim til islands i fri i byrjun þessa mánaðar ásamt syni sin- um, sem átti raunar 6 ára afmæli siðastliðinn mánudag, 23. júli. Hann heitir Simon Björgvin Vere- don. Þau halda aftur út til Kölnar um mánaðarmótin júli-ágúst, þar sem drengurinn á að byrja i skóla (t fyrsta sinn) i ágúst. 12 ár á erlendri grund — Eiginmaðurinn semur dansa Sveinbjörg Alexanders stund- aði ballettnám hjá Þjóðleikhús- inu, upphaflega, en 17 ára gömul hélt hún utan til framhaldsnáms. Hefur hún verið við nám og störf erlendis æ siðan eða i ein 12 ár. Fyrst stundaði hún nám i tvö ár i Konunglega ballettskólanum i London. Þar næst hélt hún til Stuttgart i S-Þýzkalandi og starf- aðihjá ballettflokknum þar i borg ( sem er talinn sá fremsti i Þýzkalandi og einn sá bezti i heiminum ) næstu fimm árin. Fyrir fjórum árum réðst Svein- björg siðan til ballettsins i Köln og hefur starfað hjá honum siðan. En fyrir tveim árum var Kölnar- ballettinn Tanz-Forum, „stokk- aður upp” og ný stefna upp tekin. Samkvæmt þeirri stefnu sýnir flokkurinn eingöngu nútima eða „moderne” ballett, en æfir þó einnig þann klassiska, þannig að dansendurnir eru jafnvigir á hvort tveggja. Er Tanz-Forum eini ballettflokkurinn i Þýzka- Sveinbjörg á leið I Laugarnar ásamt syni sinum og nokkrum kunningjum hans, eitt sólrikt siðdegt. Simon var greinilega mjög vinsæll meðal barnanna I blokkinni. Hann gat dálitið talað við þau á íslenzku en alveg reiprennandi á ensku og þýzku. Tanz-Forum, en aðalstjórnandi hans er Helmut Baumann. Allir fjórir eru þeir „kóreografar.” Auk Baumanns og Veredons eru það Jilrg Burthog Jochen Ulrich. Veredon hefur samið marga balletta, fyrir Stuttgart-ballett- inn, Tanz-Forum og fleiri. Við hittum þau hjónin að máli I vikunni, sem leið, til að spjalla við þau um störf þeirra og hinn unga og efnilega ballettflokk, Tanz-Forum. Tanz-Forum — Áhuga- verðasti ballettinn i V-Þýzkalandi Hinn tveggja ára gamli nútima- ballettflokkur Tanz-Forum hefur hlotiö mikið lof gagnrýnenda á undanförnum mánuðum, i þýzk- um og fleiri evrópskum blöðum. — Nei, hann er ekki enn á heims- mælikvarða, segir Veredon og brosir litið eitt, — enda er vart hægt að ætlast til þess eftir tveggja ára starfstimabil. Ef til vill verður hann á heimsmæli- kvarða, eftir svo sem fimm ár. En að dómi gagnrýnenda er hann nú áhugaverðasti ballettflokkur- inn i V-Þýzkalandi. Eins og fyrr sagði er Tanz-For- um eini ballettflokkurinn I V- Þýzkalandi, sem eingöngu sýnir nútimaballett. Segja má, að að- eins þrlrslikir flokkar séu starf- andi i Evrópu i dag, — auk Tanz- Forum Ballett Kambert I Eng- landi og Neaderlands Dans Theater i Iiollandi. Kom siðast fram i „Opera di Roma” A sínum tveggja ára starfsferli hefur Tanz-Forum komið fram (samkvæmt boði) á sex stöðum utan Þýzkalands: Bailetthátfð- inni i Kaupmannahöfn vorið 1972, á Alþjóðlegri leiklistarhátið i Dublin vorið 1972, á Flandernhá- tiðinni I Gent I Belgiu, i Neues Theater i Luxemburg i Haag og loks i Opera di Koma i vor. 1 vor var flokknum boðið i 6 vikna sýningarferðalag til Paris- ar, en gat ekki þegið það vegna starfa heima fyrir, þ.e. i Köln. Flokkurinn hefur komið fram viða i Þýzkalandi svo sem i Ber- lin, Bremen, Schweinfurt, Marl og Recklinghausen, og einnig komið nokkrum sinnum fram i þýzku og belgísku sjónvarpi. rætt við Sveinbjörgu Alexanders ballettdansmær og eiginmann hennar Gray Veredon, sem er„kóreograf" og einn af fjórum stjórnendum Tanz-Forum í Köln, sem þau hjónin dansa bæði með. Tanz-Forum er eini ballettflokkurinn í V-Þýzkalandi, sem eingöngu sýnir nútíma ballett starfsemi Tanz-Forum og þá w # einkum siðasta starfsári. — Á siðasta starfsári tókum við fyrir 12nýja balletta, þar af höfðu „gestakóreografar” samið tvo, en okkar kóreografar hina 10. Við fengum mjög fræga „gestakóreo- grafa” að þessu sinni, Banda- rikjamanninn Glen Tetleyog Hol- lendinginn Hans van Manen.sem okkur var afar mikill fengur i. Van Manen setti á svið ballett, sem hann hafði áður sett á svið fyrir Konunglega ballettinn i London. Af okkar fyrri „gesta- kóreogröfum” má nefna þá Christopher Bruce, John Butler og Kurt Jooss. — Við erum alls 30, dansendurn ir i flokknum. Við komum ýmist fram i óperunni eða Leikhúsinu i Köln. Við erum ekki aðeins með sjálfstæðar sýningar, heldur komum við einnig fram i óperum og söngleikjum, oftast mestallur flokkurinn saman. Siðasta óper- an, sem við tókum þátt i i vetur, var „Selda brúðurin”. Af söng- leikjum má nefna „My fair lady.” Tanz-Forum er þannig ekki alveg óháður dansflokkur, og vegna starfa við óperuna urðum við t.d. að hafna boðinu frá Paris i vor. — Ballettar okkar eru yfirleitt framur stuttir og sýnum við nokkra á sömu sýningu. Alls héld- um við um 60 sýningar á siðasta starfsári, en komum auk þess fram i einum 50 óperusýningum. Mikil vinna — Aðstaðan frábær — En hvernig er aðstaðan til ballettsýninga og æfinga hjá ykk- ur þarna i Köln og hvernig er hinn almenni starfsdagur, Svein- björg? — Aðstaðan bæði i óperunni og Þessi mynd var tekin af þeim hjónum ásamt syni sinum fyrir tveim ár- leikhúsinu, er einsogbezt verður á um. Gray Veredon: — Enda þótt við leggjum áherzlu á demókrati I kosið. Þar er allt til alls. Að jafn- flokknum, hefur þó höfuðáherzlan oftast hvilt á Sveinbjörgu. aði er starfstiminn eða æfinga- TÍMINN 21 Sveinbjörg Alexanders i ballettinum „3 und 16”, er sýndur var af Tanz-Forum á síðasta starfsári. Hann ereftir aðalstjórnanda flokksins, Helmut Baumann. Mótdansari Sveinbjargar á myndinni heitir Zoltan Imre og er Ungverji. Af 30 dönsurum Tanz-Forum eru aðeins 9 Þjóðverjar. Hinir eru af 13 þjóðernum! Aðspurð, hvertsé hennar minnisstæðasta ballctthlutverk, nefnir Sveinbjörg hlutverk sitt i „Syndirnar sjö”, ballett við ljóð Betoits Brecht og tónlist Kurts Weil, sem flokkurinn sýndi m.a. i Róm i vor við mjög góða dóma. timinn 8 timar á dag, alla daga nema sunnudaga. Við æfum frá klukkan 10 á morgnana til kl. 2 eftir hádegi. Þá er fri i fjóra tima og siðan tekið aftur til við æfing- arnar klukkan 6 siðdegis og hald- ið áfram fram til kl. 10 á kvöldin. Séu sýningar á kvöldin, er þess- um fjórum timum siðdegis sleppt, til þess að við getum fengið nægi- lega hvild. Og við æfum bæði klassiska dansa og nútimadansa, enda þurfum við t.d. á þeim fyrr- nefndu að halda i óperusýningun- um. — En vinnudagurinn vill stund- um verða lengri en þetta. Um þriggja vikna skeið i vor var ég ásamt nokkrum öðrum dönsurum t.d. að æfa I þrem ballettum sam- tlmis. Það var anzi mikið vinnu- álag. En þetta tilfelli má teljast undantekning. „Þýzka framlagið” var nýsjálenzKt, islenzkt og ungverskt. — Og hvernig likar þér svo starfið, Sveinbjörg? — Akaflega vel. Starfið sjálft er mér vitaskuld afar ánægulegt, og einnig er andrúmsloftið i flokknum mjög gott. Það er dálit- iö skritið, en satt samt, að af 30 dönsurum Tanz-Forum eru að- eins 9 Þjóðverjar. Hinir eru allir útlendingar, — og af samtals 13 þjóðcrnum! Þarna er fólk frá Bandarikjunum, Englandi, Ung- verjalandi svo nokkur lönd séu nefnd. — Staðreyndin er sú, segir Veredon, — að i Þýzkalandi eru Framhald á bls. 39. DIE SONATE UND DiE.DREI HERREN ‘ílíímcnDc von gugéne fonesco F"orsiöa kynningarrits Tanz-Forum, er þarna má greina nöfn á nokkr- um hallettum vetrarins, m.a. Allmende.sem Gray Vercdon samdi. Sveinbjörg Alexanders ásamt eiginmanni sinum, Gray Veredon, en hann er frá Nýja Sjálandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.