Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 29. júll 1973. TÍMINN 5 ' Unnt að lengja mannsævina Hægt er að lengja manns- ævina um tiu til fimmtán ár að meðaltali fyrir aldamót. Sú er niðurstaða rannsókna, sem visindamenn við háskólann i Erlangen i Vestur-Þýzkalandi gerðu, varðandi ellihrumleika. Samkvæmt þessari rannsókn er sannaö mál, að menn taki að eldast tiltölulega hratt þegar upp úr fimmtugu. Upp frá þvi deyja aö meðaltali um 100.000 heilafrumur á dag, en heila- frumum er svo farið að þær endurnýjast ekki. Þá versnar heyrn og sjón og afköst lungn- anna minnka og nýru og hjarta vinna hægar. Þar viö bætist, að mótstöðuafl gegn igerðum og bólgum tekur að minnka á milli fertugs og fimmtugs, þótt hægt fari I byrjun. Mögulegt er að koma i veg fyrir þetta allt, segja visindamennirnir i Erlangen, ef menn I tæka tið forðast allt það sem veldur tjóni á likamanum, þ.e.a.s. reykingar, feitan mat og auðugan að kolhýdrötum, og reyna að hreyfa sig meira en margur gerir nú orðið og forðast það sem veldur sálrænni streitu. Sá sem vill lifa lengi og vera ern fram á elliár verður að bæta lif- erni sitt á meðan timi er til, segja þýzku visindamennirnir. Fleiri samtöl yfir Atlantshafið Úðunarvökvi á þjófa „Auðvitað keypti ég þessa loðfeldi. Þú getur fengið að sjá kvittunina, ef þú vilt”, sagöi kaupmaðurinn. En lögreglu- þjónninn gat sannað, að kaup- maðurinn verzlaði með stolnar vörur, þvi að með nýrri aðferð er hægt að merkja skinnavörur, vefnaðarvörur, teppi, og fleira, þannig að ekki sést nema beitt sé sérstökum lampa. A þennan hátt er hægt að stimpla nafn fyrirtækjanna á vörurnar með ósýnilegu bleki. Ósýnilegt blek hefur lengi verið til, en fram til þessa hefur verið hægt að má það út, en með hinni nýju aðferð er það ekki lengur hægt. Upp- finningamaður þessa bleks rekur fyrirtæki, sem selur ýmsar vörur, sem notaðar eru til þess að koma i veg fyrir þjófnaði. Þar á meðal er úðunarvökvi, sem sprautað er á þjófana. Þjófsi verður þá rauður á litinn og lyktar illa, þvi að lyktarefni er blandað i vök- vann. Þessi maður hefur lika fundið upp aðvörunarkerfi I leigubila með talstöð. Bil- stjórinn þarf ekki annað að gera en að ýta á takka þog þá heyrir bilastöðin og aðrir leigubilar, að ekki er allt með felldu og koma til hjálpar, þvi að tæki þetta gefur um leið upp, hvar billinn er staddur. Umbætur í Afganistan Evrópskir — aðallega vestur- þýzkir — visindamenn hafa undanfarin ár unnið mikilvægt hjálparstarf i fjallahéraðinu Paktia i Afganistan. Þeir hafa kennt ibúum þessa héraðs að beita nýtizkulegum aðferðum við jarðrækt og að nota áburð. Þetta hefur m.a. leitt til þess að maisuppskeran hefur fimm- faldazt á þremur árum. Þessu fylgir svo bættur efnahagur og lifskjör hinna fátæku bænda. Af þessum sökum ihuga yfirvöld i Kabúl, höfuðstað landsins, aö nota sömu aðferðir i öðrum héruöum landsins, þar sem náttúrufar er svipað og i Paktiu. Pappírshermenn Bandarikjamenn hafa ausið fé i stjórnina i Phnom Penh i Kambódiu, en það hefur komið þeim að öllu minna gagni en til var ætlazt. Það er opinbert leyndarmál þar i borg, að mikill hluti meöala, sem flutt voru inn með bandariskri hjálp á ár- unum 1970 og 1971, og kostuðu næstum átta og hálfa milljón dollara, hefur verið seldur þjóð- frelsishernum. Þar eru ekki bara venjulegir kaupahéðnar að verki heldur hafa liðsforingjar stjórnarhersins ekki látið sig muna um að hjálpa til. 1 árslok 1971 höfðu Bandarikjamenn flutt inn vörur til stjórnarhersins fyrir 172 milljónir dollara. 1 þessum her er hins vegar fimmti hver her- maður hvergi til nema á pappirnum, og sumt af her- gögnum fer beina leið til þjóð- frelsishersins. Bandarikjamenn hafa reynt að hafa eftirlit með þvi, að ekki séu skráðir her- menn, sem hvergi eru til, og látið liðsforingja i stjórnar- hernum hafa myndavélar i þvi skyni,svo að hægt væri aö sanna tilvist allra hermanna með ljós- myndum. Þetta hefur lika mis- tekizt, þvi að Bandarikjamenn hafa engar ljósmyndir fengið og myndavélarnar hafa ekki sézt heldur. Vestur-þýzki landssiminn hefur lagt fé i nýja simalinu, sem lögð verður yfir botn Atlantshafsins. Þessi lina, sem á að kosta 400 milljónir vestur-- þýzkra marka á að tengja Evrópu og Bandarlkin. Þegar hún verður komin I gagníð, verður hægt að hafa 4000 simtöl i gangi i einu. Fyrsta linan, sem JtaMM>BB«lögð var 1956, tók ekki við nema 36 samtölum i einu. Eins og er mun hægt að senda 13000 samtöl yfir Atlantshafið samtimis með hjálp gervihnatta. Vegna auk- inna samtala er þó nauðsynlegt að auka afkastagetuna. Heitar lindir, rúletta og veðhlaupahestar Hin heimskunna heilsulind i Schwarzwalddalnum var vinsæl og fjölsótt þegar á dögum Róm- verja. Rúlletta og veðhlaupa- hestar komu hins vegar ekki til sögunnar fyrr en fyrir um það bil 150 árum. A siðustu öld hitt- ist aðalsfólk og rikisbubbar á veðhlaupabrautinni þarna idalnum. Nú á dögum hafa kóngarnir helzt úr lestinni, en annars er flest sem fyrr. Menn baða sig i hinum söltu og heitu heilsulindum, til þess að lappa upp á skrokkinn á sér, reyna svo heppnina I spilum og biða þess með eftirvæntingu hver sigri I kappreiðunum. Rúllettuspilið, sem sézt hér á myndinni, lét spilavitið gera 1860 i tilefni þess, að þá áttu furstar mót með sér þar Nú er þetta rúllettuborðá sögusafni staðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.