Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 10
10 TiMNN Sunnudagur 29. júli 1973. EINL' SIN'NI var til staður, sem hét Rauðhólar — þyrping ein- kennilegra, eldbrunnra hóla á svæðinu milli árinnar Bugðu og vatnanna, sem teygja sig norður frá Elliðavatni. Aldir liðu, og kynslóð eftir kynslóð fetuðu þeir, sem áttu heima i Seltjarnarnes- hreppi sig i gengum hólana eða sneiddu hjá þeim eftir atvikum. I.oks óx upp bær upp frá Víkur- sandi, og i fyllingu timans teygöi mikil borg arma viða vegu út frá kvosinni, þar se hinn gamli hálf- danski kaupstaður var endur fyrir löngu. Og enn voru Rauðhól- ar svipaðir og þeir höfðu verið svo lengi frá upphafi mannabyggðar á þessum slóðum, nema kannski eitthvað gróðursnauöari. * ' ; ■ý;:: . I í ■ ■.' ■••■..■ ■■: Það var haldið áfram að tæta hólana sundur og aka þeim burt og gera úr þeim peninga. Nú stendur litið annað eftir en kyn- legir stapar og drangar á milli vélskafinna hvilfta, króka og kima. Raunar hefur fram á þenn- an dag verið haldið áfram að taka þarna rauðamöl, þó að hægar hafi verið farið í sakirnar en eitt sinn var. Svo var skyndilega skipt sköpum. Menn tóku að hvessa augum á þessa sérkennilegu hóla — ekki af þvi að þeim þættu þeir neitt merkilegir nema þá fyrir þær sakir einar, að það mátti láta þá gefa af sér peninga. Þetta var á striðsárunum, þegar Bretinn og Kaninn gerðust gráðugir i rauða- möl, og innan skamms voru vélar teknar að saxa hólana niður og aka rauðamölinni út og suður i húsgrunna og ofaniburð og hvað- eina annað. Nú mynda einhverjir þeirra til dæmis þykkt lag undir sumum iþróttavöllum i Reykja- vikurborg. Þar kom, að menn vöknuðu við vondan draum: Þessum hólum hefði átt að þyrma, þvi að þeir voru sérkennilegt náttúrufyrir- bæri við bæjardyr höfuðborgar- búa. Það er að segja: Sumir vöknuðu, aðrir ekki. Væntanlega kveðja hinar mikil- virku vélar þó leifar Rauðhólanna innan skamms fyrir fullt og allt, þvi að einhvern daginn verða þeir lýstur fólkvangur — raunar svo sem þrjátiu árum of seint. En vissulega er betra seint en aldrei. Við höfum eftir hinu skritnu dranga, ef þeir standast þá veðr- in, sem á þeim bylja til lang- frama, og svo sem einn eða tvo hóla óskerta. — J.H. Það er eins og upp i bjarg að horfa að virða fyrir sér stálið, sem orð- ið hefur eftir, þegar vél- arnar, sem skófluðu upp rauðamölinni, hurfu frá. Þeir eru skrítnir þessir stapar, og svo.er vöru- bill enn á ferð á milli þeirra og rýkur undan hjólunum i sólskininu. En til eru blettir, þar sem gróður myndar samfelldar breiður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.