Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 27
BARATTAN UM KNÖTTINN... Guöni og John Royle, miðvörður Everton, sjást hér berjast við hann. Sennilega getur Guðni manna helzt gefið skýringu á vel- gengni liðsins, og skulum þess vegna gefa honum orðið: „Það er margt, sem hefur hjálpazt að. 1 fyrsta lagi höfum við átt þvi láni að fagna að eiga góðan efnivið. t öðru lagi hefur stjórn tþróttabandalags Kefla- vikur, undir forustu Hafsteins Guðmundssonar, verið styrk. Og i þriðja lagi hafa bæjaryfirvöld verið. iþróttafólki i Keflavik afar hlið- holl. Eins mætti nefna það, að við höfum verið mjög heppnir með þjálfara, ekki sizt með núverandi þjálfara, Joe Hooley frá Bret- landi, sem hefur haft mjög góð áhrif á liðið.” islandsmeistaratitill í seilingarfjarlægð Um þessar mundir hefur Kefla- vikur-liðið fljúgandi byr i 1. deildar keppninni, og ekkert nema kraftaverk virðist geta hindrað það, að Keflvikingar verði tslandsmeistarar i ár. Vals- menn eru hættulegustu and- stæðingar þeirra, og e.t.v. fæst úr þvi skorið nú um helgina, hvort Keflvikingar verði stöðvaðir, en þá leika þeir einmitt gegn Val, Vist er um það, að Guðni Kjartansson með Einar Gunnars- son sér við hlið verða ekki auð- veld hindrun fyrir Hermann Gunnarsson og félaga. Eins og fyrr segir, er Guðni Kjartansson 26 ára gamall. Hann er iþróttakennari að mennt og starfar sem iþróttakennari i Njarðvikum. Guðni er kvæntur Erlu Ottesen. 1 LEIK GEGN REAL MADRID............ Keflvikingarnir Guðni, Steinar, Gisli og llörður Ragnarsson sjást br I leik gegn Real Madrid á Laugar- dalsvellinum. og verið fyrirliöi landsliðsins i siðustu leikjum liðsins. Skorar fá mörk Guðni er fyrst og fremst varnarleikmaður, þó að hann hafi leikið i tengiliðastöðu með góðum árangri, og lætur framlinuleik- mennina um það að skora mörkin, þó að það sé raunar komið i tizku, að öftustu varna- menn taki fullan þátt i sóknarleik, ef svo ber undir, og skori mörk. Guðni hefur t.d. aldrei skorað mark i þeim 28 landsleikjum, sem hann hefur tekið þátt i, en hins vegar skorað nokkur mörk fyrir Keflavik. Af landsleikjum, sem Guðni hefur tekið þátt i, telur hann sigurleikinn gegn Noregi, 2:0, á Laugardalsvellinum, eftirminni- legastan. En af einstökum lands- leikjaferöum erlendis segir hann, að ferðin til Bermuda hafi verið ánægjulegust. Hver er ástæðan fyrir velgengni Keflavikur- liðsins? Þau ár, sem Guðni Kjartansson hefur leikið með Keflavik, hafa verið uppgangsár fyrir knatt- spyrnuna i Keflavik. Liðið hefur annað hvort verið á toppnum eða Sigraði Martin Chivers í skallaeinvigum Alan Ball er ekki eina stór- stjarnan, sem Guðni hefur átt i höggi við. t leikjum Keflavikur gegn Tottenham i Evrópubikar- keppninni hafði Guðni það hlut- verk með höndum aö gæta hins fræga sóknarmanns. Martin Chivers, og tókst það sérlega vel, eins og sést á umsögn iþróttasiðu Timans eftir leikinn á Laugar- dalsvellinum: „Guðni Kjartansson hélt hinni frægu stjörnu, Martin Chivers, alveg i skefjum. Jafnvel i skalla- einvigum, þar sem hann er talinn sérfræðingur, varð hann að láta i minni pokann fyrir Guðna.” Fyrsti landsleikurinn ekki upplífgandi Guðni hóf að leika með meistaraflokksliði Keflavikur 1964, en var þó lengst af vara- maður. Hins vegar var hann orðinn fastur leikmaður með liðinu næsta ár á eftir. Guðni hafði verið valinn i landsliðið, sem skipað var leikmönnum 23ja ára og yngri, sem þátt tók i keppni við Norðmenn og Svia á Laugardalsvellinum. Liðið sýndi góða frammistöðu, sigraði Noreg, en tapaði með litlum mun fyrir Svium. Kjarninn úr þessu liði myndaði landsliðið 1967, og lék Guðni þá sinn fyrsta a-landsleik. Þessi fyrsti landsleikur var ekki sérlega upplifgandi, þvi að þetta var 14-2 leikurinn frægi á Idræts- parken i Kaupmannahöfn.Siöan hefur Guðni leikið 28 landsleiki A LANDSLIDSÆFINGU... Guðni að æfa sig með knöttinn. Guðni er þéttur fyrir og sleppir andstæð- ingunum ógjarnan inn fyrir sig Chivers þurfti að lóta í minni pokann fyrir honum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.