Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 19
> ’Viji
Sunnudagúr-29/3ÚIÍ 1973.
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- ‘
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuöi innan lands,.
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
iL_____________ -..- :____-ly
Hagstæð þróun íhafs-
botnsnefnd í Genf
I viðtali, sem Timinn átti við Þórarin
Þórarinsson, sem nú situr á fundum hafs-
botnsnefndar i Genf, og birt er i blaðinu i dag,
kemur m.a. fram, að 200 milna efnahagslög-
saga strandrikja á riú miklu og vaxandi fyigi að
fagna. Er talið að 80-90 riki muni styðja tillög-
ur um 200 milna efnahagslögsögu þegar á haf-
réttarráðstefnuna i Santiago kemur á næsta
ári.
Það, sem mest munar um nú varðandi vax-
andi fylgi 200 mílna efnahagslögsögu, er sú
ályktun, sem gerð var á fundi þjóðhöfðingja
einingarsamtaka Afriku i Addis Abeba i
júni mánuði sl. Þá ákváðu riki Einingarsam-
takanna að styðja tillögur um 200 milna efna-
hagslögsögu strandrikja á hafréttarráðstefn-
unni. Meðal þessara Afrikurikja eru 14 riki,
sem ekki eiga land að sjó og er afar mikilvægt,
ef þessi riki Afriku styðja rúma efnahagslög-
sögu en það eru einmitt þau riki, sem ekki
eiga land að sjó, sem yfirleitt hafa staðið með
tillögum, sem takmörkuðu sem mest forrétt-
indi strandrikjanna.
Með samþykkt þjóðhöfðingja Einingar-
samtaka Afrikurikjanna er talið, að öll
Afrikurikin nema 2 muni styðja 200 milna efna-
hagslögsögu. Zambia og Uganda styðja enn
aðrar tillögur.
í Genf hafa nú verið stofnuð samtök rúmlega
20 þjóða um samstarf að undirbúningi
hafréttarráðstefnunnar. 1 þessum rikjum eru
riki, sem vilja fá samþykktar 200 milur eða
meira. í þeim eru Suður-Amerikurikin.nokkur
riki i Asiu og Afriku, Ástralia og Kanada og Is-
land og Noregur.
Ástralia og Noregur hafa flutt tillögu, sem
felur i sér 200 milna efnahagslögsögu
strandrikis sem lágmark, en jafnframt heimild
fyrir strandrikið að láta lögsöguna ná lengra
út, ef landgrunnið nær lengra út en 200 milur.
Alls munu um 15-20 riki telja sig eiga land-
grunn, sem nær út fyrir 200 milur.
Andstæðingar 200 milna efnahagslögsögunn-
ar hafa heldur hægt um sig i bili. Störfin ganga
hægt og málaþras er mikið i öllum nefndum.
Virðast mörg riki enn biða átekta og eru enn að
meta stöðuna.
Talið er að um 150 riki muni eiga rétt til setu
á hafréttarráðstefnunni i Santiago. Það þýðir,
að það þurfa 100 riki að samþykkja tillögur svo
þær verði að alþjóðareglu eða tveir þriðju rikj-
anna.
Umgengnin við landið
Þrátt fyrir talsverðan áróður og ráðstafanir
á undanförnum árum til hvatningar ferða-
mönnum að ganga vel um landið er pottur enn
viða brotinn. Þær fréttir, sem t.d. hafa borizt af
umgengninni i Þórsmörk, eru hryggilegar. Nú
standa ferðalögin um landið sem hæst og vill
Timinn hvetja alla ferðamenn til snyrtilegrar
og góðrar umgengni i náttúrunni um leið og
hann óskar þeim góðrar ferðar.
TÍMINN
W
Lewis Símons, The Guardian:
Dalai Lama er vonbetri
um sjálfstæði Tíbets
Kínverjar hafa slakað nokkuð á klónni, en sumir flótta
mannanna frá Tíbet óttast að Indverjar snúi við þeim bakinu
KÍNVERJAR hafa eitthvaö
slakaðá klónni i Tibet og þetta
hefir vakið nýjar vonir hjá
þeim 80 þúsund Tibetbúum,
sm eru landflótta i Indlandi.
Dalai Lama, landflótta and-
legur og veraldlegur leiðtogi
Tibetbúa, gerir sér einnig von-
ir um, að bætt sambúð Kin-
verja og Bandarikjamanna
verði þjóð hans til góðs með
timanum.
Leiðtoginn er 38 ára og hefir
dvalið i 14 ár i Dharamsala og
viðar i hinum indverska hluta
Himalayafjalla. Hann varaði
við of mikilli bjartsýni i þessu
efni. „Kinverjar hafa siðan
1959 komið fram við Tibetbúa
eins og þeir væru lægri ver-
ur”, sagði hann. „Óséð er enn,
hvort tilslakanirnar verða svo
miklar, að samskiptin geti
orðið á jafnréttisgrundvelli”.
Dalai Lama benti á, að Kin-
verjar væru farnir að endur-
byggja Buddhamusteri,
klaustur og aðra helga staði i
Lhasa „hinni bönnuðu borg”
og höfuðborg Tibets. „Þeir eru
einnig farnir að skila bókum
dýrgripum og helgum mun-
um, sem þeir stálu þegar þeir
lögðu landið undir sig”, sagði
hann. „Séu Kinverjar einlægir
i þessu ætti ekki að þurfa lengi
að biða viðunandi lausnar”.
EN hvað væri þá viðunandi
lausn á vanda Tibetbúa? Sætti
leiðtoginn sig við að hverfa
aftur til Tibet sem andlegur
leiðtogi einungis, ef Tibet
fengi nokkurt sjálfstæði undir
stjórnmálayfirráðum Kin-
verja, eða krefðist hann al-
gjörs sjálfstæðis landsins?
„Þetta verður ekki ákveðið
eftir geðþótta minum, né held-
ur af flóttamönnunum frá
Tibet eða fyrir þá. Þessa
ákvörðun verða sex milljónir
Tibetbúa að taka og kinverska
rikisstjórnin.”
Ef ibúar landsins teldu sér
hag að samvinnu við Kín-
verja, „hvað væri þá til fyrir-
stöðu? Akveöi ibúar landsins
hins vegar, að þeir vilji öðlast
fullt sjálfstæði að nýju, verð-
um viðað stefna að þvi marki.”
Gera má ráð fyrir, að
áframhaldandi skæruhernað-
ur i sumum hlutum Tibets sé
valdhöfunum i Peking til
erfiðisauka, en hafa Kinverjar
nokkra ástæðu til að veita
Tibetbúum sjálfsstjórn, hvað
þá sjálfstæði?
„Séu Kinverjar ekki að
hugsa um landvinninga”,
sagði Dalai Lama, „og vilji
stuðla að festu i suður og suð-
austur Asiu væri skynsamlegt
fyrir þá að gera Tibet að hlut-
lausu riki eða að eins konar
friholti milli Indlands og Kina.
Þetta tryggði Kinverjum
örugg landamæri og gerði her
þeirra kleift að draga úr
öryggisráðstöfunum. Þegar til
lengdar léti yrði hlutlaust og
sjálfstætt Tibet ávinningur,
Potala—höllin I Lhasa, aðsetur Dalai Lama.
ekki aðeins fyrir Kinverja og
Indverja, heldur og fyrir frið-
inn i Asiu yfirleitt”.
DALAI Lama og útlaga-
stjórn hans i Dharamsala þyk-
ir þrengjast fyrir dyrum eftir
þvi sem Indverjar og Kinverj-
ar þokast i átt til bættrar
sambúðar. Tibetbúar minnast
orða Nehrus hins látna for-
sætisráðherra, þegar hann
sagði við þingið árið 1950, rétt
eftir að Kinverjar réðust inn i
Tibet: „Siðasta orðið um Tibet
eiga Tibetbúar sjálfir að hafa
og engir aðrir.”
Indira Gandhi forsætisráð-
herra, dóttir Nehrus, Sardar
Swaran Singh utanrikisráð-
herra og aðrir indverskir leiö-
togarhafa að undanförnu ver-
ið að reyna að friðmælast við
Kinverja i sambandi við Tibet.
Þetta vekur nokkurn kviða
meðal landflótta Tibetbúa,
ekki aðeins vegna þess, að
þeir óttast að missa stuðning
Indverja, heldur og af þeirri
ástæðu, að þeir halda, að vest-
rænir menn liti til Indverja
sem fyrirmyndar um afstöðu
til sjálfstæðis Tibets.
Dalai Lama heldur hiklaust
fram, að „meginafstaða” Ind-
verja hafi engum breytingum
tekið og þeir „selji Kinverjum
ekki Tibet eins og Bandarikja-
menn seldu Formósu”. Hann
segir samband Tibetbúa og
Indverja standa á gömlum
merg, eða frá þvi fyrir þúsund
árum, rétt eftir að Búddhatrú
hófst og „rista miklu dýpra en
stjórnmálatengslin milli
Bandarikjanna og Formósu”.
LEIÐTOGINN leggur sig
fram um að sýna Indverjum
þakklæti, en fámennur hópur
ungra flóttamanna frá Tibet,
bæði munkar og leikmenn,
kviðir þvi einmitt, að Indverj-
ar séu reiðubúnir að láta Tibet
lönd og leið ef það geti orðið til
þess að bæta sambúð þeirra og
Kinverja. „Sambúð Indverja
og Kinverja er mesta
áhyggjuefni flóttamann-
anna”, sagði Sherpa Tulku,
ungur munkur, sem hefir
stundað nám i Bandarikjun-
um. „Framtið Tibets veltur
gersamlega á þessari sam-
búð”.
Dalai Lama viðurkenndi, að
nokkur ágreiningur væri milli
ungra flóttamanna og þeirra,
sem sluppu yfir fjöllin með
honum: „En við erum allir
skuldbundnir að vinna að
freslsun Tibets og ágreiningur
okkar ristir ekki djúpt”. Bæði
ungir og gamlir eru hollir
Dalai Lama sjálfum. Hann er
enn sami guðlegi konungurinn
og hann hefir ávallt verið
siðan að farandmunkar fundu
hann fjögurra ára að aldri og
lýstu hann fjórtánda Dalai
Lama.
Hann var langsamlega
voldugasti leiðtogi i Tibet og
hafði samkvæmt hefð algert
vald i landinu, þar sem ekki er
gerður greinarmunur á kirkju
og riki. En stjórnmálavald
hans var litið sem ekkert frá
þvi að kinverskir kommúnist-
ar réðust inn i landið 7. októ-
ber 1950 og þar til að hann var
neyddur til að flýja frá Potala-
höllinni i Lhasa niu árum sið-
ar.
HANN var áður alger
drottnandi rikis, sem er
stærra en öll Evrópa, en hefir
nú ekki yfir öðrum að ráða en
flóttamönnum, sem eru
dreifðir um undirhliðar
Himalayafjalla og fylkið
Mysore i Suður-Indlandi.
Hann segir hamingjuna vera
lokamarkmið Tibetbúa. Ekki
skipti meginmáli, hvort Tibet
sé með öllu óháð Kinverjum
eða lúti þeim að einhverju
leyti.
Dalai Lama lætur i veðri
vaka, að hann geri sér fyrst og
fremst far um að varðveita
menningu Tibetbúa og þjóðar-
vitund, „til þess að við höfum
eitthvað að leggja þjóð okkar
þegar við hverfum aftur
heim.” En hann er tvimæla-
laust kænn i stjórnmálum og á
hlutdeild að þvi, sem er að
gerast. Hann hefir samband
við skæruliða i Tibet og fylgist
með stjórnmálaframvindunni
i Lhasa eftir sinum eigin leið-
um, sem hann neitar að ræða.
,,Ég er yfirleitt andvigur of-
beldi”, segir hann. „Ég trúi
þvi, að árangur án ofbeldis sé
traustari hinu, sem næst með
ofbeldi. En ég get ekki áfellzt
Tibetbúa, þar sem þeir vorú i
örvæntingu knúðir til of-
beldis.” Hann neitaði allri vit-
neskju um réttmæti þeirra
sögusagna, að Sovétmenn og
Bandarikjamenn legðu skæru-
liðum i Tibet vopn og þjálfuðu
þá. „Skæruliðarnir fá mest af
sinum vopnum með þvi að
ræna sveitir úr kinverska
hernum”, sagði hann.
AÐRIR heimildarmenn frá
Tibet sögðu fregnirnar um
stuðning Sovétmanna og
Bandarikjamanna við skæru-
liða sannar. Fréttir um bar-
daga við Kinverja meðfram
landamærum Kina, Nepal og
Sikim berast meö kaupmönn-
um, en margir þeirra eru
Nepalmenn, sem kvæntir eru
konum frá Tibet og er þvi leyft
að fara yfir landamærin. tJt-
varpið i Peking drepur við og
við á átök við „afturhalds-
menn”, en Tibetbúar segja
þetta aðeins viðurkenningu á
„toppi borgarisjaka”.
Ungir Tibetbúar eru sagðir
heyja stjórnmálabaráttu viö
stjórn Kinverja um aukið
frelsi, auk þeirra vopnuðu
átaka, sem eiga sér stað.
Dalai Lama tók fram, að þess-
ir ungu menn tilheyrðu „ekki
Framhald á bls. 36
— TK.