Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 16

Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 16
Íslendingar þurfa að bæta menntakerfið verulega eigi þeir að standast samkeppni við önnur ríki, að sögn Jóns Baldvins Hanni- balssonar, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra Íslands í Finnlandi. Hann segir öflugt vel- ferðarkerfi vera lykilinn að efna- hagslegum framförum og aukinni samkeppnishæfni ríkja. Jón Baldvin segir rannsóknir sýna að Finnland sé komið í fremstu röð í heiminum í hinu nýja hagkerfi þekkingarþjóð- félagsins og Ísland geti litið til Finnlands þegar komi að því að þróa menntakerfið áfram. Finnska menntakerfið hafi lagt grunninn að efnahagslegum framförum landsins. Óvenjulega hátt hlutfall af vel menntuðu fólki, sérstaklega í raungreinum og vísindum, hafi tryggt finnska hátækniiðnaðinum nægilegt framboð af fólki með kunnáttu á háu menntastigi. „Það hlutfall sem lýkur meist- araprófi í finnskum háskólum er hátt og brottfall lítið,“ segir Jón Baldvin. „Ég held ég fari rétt með það að það sé orðin krafa í Finn- landi að allir kennarar hafi meist- arapróf og þar skera þeir sig mjög úr. Íslendingar standa sig verr að því er varðar menntun kennara. Hlutfall fólks með meistaragráðu á háskólastigi er lægra hér og brottfallið miklu meira. Íslenska menntakerfið er því miklu óskil- virkara en það finnska og ég held við getum lært margt af Finnum í menntamálum.“ Veik kennaramenntun á Íslandi Kennsla í raungreinum á Íslandi hefur verið töluvert gagnrýnd og Háskóli Íslands kvartar reglulega yfir því að ekki sé nægilegum fjármunum varið í rannsóknir. Jón Baldvin segir að íslensk stjórnvöld þurfi að hafa áhyggjur af þessu því gæði menntunar í raungreinum og þeir fjármunir sem varið er í rannsóknir og þróun séu ein helsta undirstaða þess að velferðarþjóðfélag vaxi og dafni. „Höfuðkostir okkar menntun- arkerfis er hversu opið það er gagnvart námi í útlöndum – það er einstakt. Ég þekki enga aðra þjóð í heiminum sem sendir hlutfallslega jafn margt fólk til náms erlendis. Þetta er áhættu- söm pólitík því spurningin er hvort við fáum þetta fólk til baka. Ég held hins vegar að þetta hafi haft gríðarlega mikil áhrif til góðs á íslenskt þjóð- félag, því ef þetta fólk kemur til baka kemur það ekki bara með sérþekkingu heldur nýjar hug- myndir og annars konar menn- ingarviðhorf og það er mjög örvandi fyrir íslenskt þjóðfélag. Að svo miklu leyti sem þetta fólk mundi leggja fyrir sig kennslustörf þá er því íþyngt með því að það er gert að afgangsfólki. Kallað leiðbein- endur að því að það hefur ekki einhverja uppeldisfræði úr há- skólanum hér. Þetta er tóm vit- leysa, sérstaklega af því að veikleiki okkar er léleg kenn- aramenntun. Við verðum að nýta þetta fólk miklu betur.“ Jón Baldvin segir kennara- menntun á Íslandi verulega ábótavant. „Gamli Kennaraskólinn sem útskrifaði kennara var upphaf- lega framhaldsskóli á mennta- skólastigi. Hann var síðan með einu pennastriki gerður að há- skóla. Skólinn hafði alltaf þann veikleika að vísindakennsla og stærðfræði var veik og ég held að það hafi ekkert breyst þó að skólinn heiti Kennaraháskóli Ís- lands í dag.“ Varast ber amerísku leiðina Jón Baldvin segir að þótt Ísland hafi ekki gengið jafnlangt í vel- ferðarmálum og hin Norðurlöndin sé landið norrænt velferðarríki. „Hér er opinberi geirinn með um 40 prósent af þjóðarfram- leiðslunni. Í Svíþjóð var þetta hlutfall komið yfir 60 prósent og það var allt of mikið. Finnar eru í 43 til 44 prósentum og ég held að margt bendi til þess að það hlutfall skapi gott jafnvægi. Þeir standa við grundvallar- markmiðin um jafnrétti til náms. Þar er jafn aðgangur að tiltölulega góðu og vel skipu- lögðu heilbrigðiskerfi, þeir hafa farið sömu leið og við í að skipu- leggja skylduaðild að lífeyris- sjóðum og hluti af lífeyris- greiðslunum er í vaxandi mæli að koma frá fjármagnstekjum.“ Jón Baldvin segir blikur á lofti um að hin ameríska leið í átt til hagsældar sé, fremur en hin norræna, að ná fótfestu hér á landi. Umræða um að taka upp skólagjöld í Háskóla Íslands bendi til dæmis til þessa. „Það er mjög varasamt að taka upp skólagjöld og ég held við myndum ekki þola það til lengdar. Ef við færum þá braut að vanrækja opinbert skólakerfi þannig að hinir efnaðari hópar þjóðfélagsins færu að reiða sig á einkalausnir og einkaskóla myndi það fljótlega leiða til mikillar mismununar.“ Jón Baldvin, sem þekkir bandarískt skólakerfi vel eftir starf sitt sem sendiherra í Wash- ington, segir að Bandaríkjamenn reiði sig nær eingöngu á mark- aðslausnir og afleiðingarnar af því séu félagslegar. Þar sé til dæmis ekkert hugað að jafnrétti til náms, sem auk mismununar þýði lélega nýtingu á mannauði. Þess vegna þurfi Bandaríkja- menn að treysta svo mikið á inn- flutta heilastarfsemi. „Ef við færum að færa okkur nær amerísku leiðinni myndi það hafa mjög víðtækar félags- legar afleiðingar.“ 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi og fyrrverandi ráðherra, segir öflugt velferðarkerfi undirstöðu efnahagslegra framfara. Kennara- menntun á Íslandi er ábótavant. Getum lært af Eistum í skattamálum. Bæta þarf menn TRAUSTI HAFLIÐASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON SEGIR NORRÆNA VELFERÐARKERFIÐ LYKIL- INN AÐ EFNAHAGSLEGUM FRAMFÖRUM SENDIHERRAHJÓNIN NJÓTA VEÐURBLÍÐUNNAR Í MOSFELLSBÆ Jón Baldvin Hannibalsson og eiginkona hans Bryndís Schram eru nú í sumarfríi á Íslandi. Jón Baldvin segir að sendiherratíð sinni fari senn að ljúka og hann hlakki til að koma heim. 16-17 helgarefni jón baldv copy 21.8.2004 19:33 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.