Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 26.08.2004, Qupperneq 25
Skúli kann að koma fólki á óvart. 3FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 Skúli Gautason, leikari, tónlistar- maður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: „Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heim- sækja stelpu sem ég þekkti í Ljublj- ana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var tals- vert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem end- aði með því að óeirðalögreglan birt- ist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: „Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen,“ og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjöl- skyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisv- ar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdank- aða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferða- lagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var hand- viss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrir- gefið mér þetta.“ Og hefur sagan einhvern boð- skap? „Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér.“ ■ Skúli Gautason fór í óvænta heimsókn og lærði af því: Gerið boð á undan ykkur! Vetraráætlun Norrænu tekur gildi 9. september og breytist þá áætlun skipsins. Samt sem áður verður Norræna vikulegur gestur á Seyðisfirði eins og yfir sumartím- ann en hefur viðdvöl yfir nótt. Hún mun koma þangað á þriðjudögum – í fyrsta skipti 14. september klukk- an 9 og sigla til baka á miðvikudög- um kl. 18. „Þetta er meðal annars gert vegna meiri fragtflutninga yfir veturinn. Það eru aðeins aðrar áherslur þá,“ segir Jónas Hall- grímsson, framkvæmdastjóri Austfars sem sér um afgreiðslu skipsins á Seyðisfirði. Fram í miðjan nóvember er farið á sömu áætlunarstaði og yfir sumartímann, það er að segja Þórshöfn, Leirvík á Hjaltlandi, Bergen í Noregi, Hanstholm í Dan- mörku og síðan sömu leið til baka. Sigling héðan til Færeyja tekur 17 tíma. Síðasta ferðin til Bergen í haust er 14. nóvember og um miðjan mars eru hafnar siglingar þangað aftur enda upplagt að bregða sér á skíði eftir það í fjalllendi Noregs. Þetta er í annað sinn sem Íslandssiglingum er haldið úti allt árið hjá Norrænu. Í fyrra var nýt- ingin ekki eins góð og æskilegt hefði verið en nú á að gera betur, reyna meðal annars að lokka hingað Norðmenn og Þjóðverja í ríkari mæli en áður. Jónas segir Austfar vera í samstarfi við Sér- leyfisbifreiðar Akureyrar, skamm- stafað SBA, sem keyra farþega um Norðurland og suður þaðan til Reykjavíkur en möguleikar eru á gistingu hvort sem er við Mývatn eða á Akureyri. ■ Vetraráætlun Norrænu: Íslandssiglingar allt árið Norræna er glæsiskip sem siglir allt árið til Íslands. Vel er að farþegum búið um borð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.