Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 25

Fréttablaðið - 26.08.2004, Page 25
Skúli kann að koma fólki á óvart. 3FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2004 Skúli Gautason, leikari, tónlistar- maður, útvarpsmaður og Snigill nr. 6., kom stúlku einu sinni verulega á óvart: „Ég var á Interrail-ferðalagi og fékk þá skyndihugdettu að heim- sækja stelpu sem ég þekkti í Ljublj- ana sem er í Slóveníu en var þá partur af Júgóslavíu. Þetta var tals- vert ferðalag þar sem ég lenti meðal annars í gríðarlegu partíi á brautarstöðinni í Trieste sem end- aði með því að óeirðalögreglan birt- ist skyndilega með táragas og grá fyrir járnum. Ég flýði inn á brautarstöðina og skutlaði mér, a la James Bond, inn í lest sem var að renna frá brautarpallinum. Það reyndist hins vegar vera nokkurt antiklímax að lestin var afskaplega hægfara sveitalest sem lullaði áfram og óeirðalögreglan hefði náð mér á fæti ef hún hefði viljað. Ég náði til Ljubljana á endanum og fann húsið þar sem Nena vinkona mín bjó. Þar var enginn heima. Ég settist á tröppurnar og hugsaði með mér: „Hér sit ég og get ekki annað, guð hjálpi mér, amen,“ og sem ég sagði amen kom þarna að kona. Ég sagði henni deili á mér og hún sagði mér að Nena og fjöl- skyldan væru í sumarfríi við ströndina. Konan kom þarna tvisv- ar í viku að vökva blómin svo ég var mjög heppinn að hitta á hana. Hún lýsti fyrir mér hvar þau væru en til þess að komast þangað þurfti ég fyrst að taka einhverja afdank- aða sveitalest og svo rútu, fara úr henni á vissum stað, ganga þá eftir nákvæmum fyrirmælum í átt að ströndinni og þá tjölduðu þau alltaf þar á sama stað. Ég fylgdi þessum fyrirmælum og ég held að ferða- lagið hafi tekið 2 daga. Þegar ég kom niður að ströndinni þá hengu einhver handklæði eða lök á milli tveggja greina. Ég lyfti þeim frá og þá stendur Nena þarna bara beint fyrir framan mig. Ég horfði á hana skælbrosandi og hún á mig á móti og svo gjörsamlega sturlaðist hún af skelfingu. Hún átti svo alls ekki von á mér að hún var hand- viss um að ég væri dauður og væri kominn að vitja hennar. Nena var miður sín í nokkra daga á eftir og ég held að hún hafi aldrei fyrir- gefið mér þetta.“ Og hefur sagan einhvern boð- skap? „Boðskapur sögunnar er sá að maður á að gera boð á undan sér.“ ■ Skúli Gautason fór í óvænta heimsókn og lærði af því: Gerið boð á undan ykkur! Vetraráætlun Norrænu tekur gildi 9. september og breytist þá áætlun skipsins. Samt sem áður verður Norræna vikulegur gestur á Seyðisfirði eins og yfir sumartím- ann en hefur viðdvöl yfir nótt. Hún mun koma þangað á þriðjudögum – í fyrsta skipti 14. september klukk- an 9 og sigla til baka á miðvikudög- um kl. 18. „Þetta er meðal annars gert vegna meiri fragtflutninga yfir veturinn. Það eru aðeins aðrar áherslur þá,“ segir Jónas Hall- grímsson, framkvæmdastjóri Austfars sem sér um afgreiðslu skipsins á Seyðisfirði. Fram í miðjan nóvember er farið á sömu áætlunarstaði og yfir sumartímann, það er að segja Þórshöfn, Leirvík á Hjaltlandi, Bergen í Noregi, Hanstholm í Dan- mörku og síðan sömu leið til baka. Sigling héðan til Færeyja tekur 17 tíma. Síðasta ferðin til Bergen í haust er 14. nóvember og um miðjan mars eru hafnar siglingar þangað aftur enda upplagt að bregða sér á skíði eftir það í fjalllendi Noregs. Þetta er í annað sinn sem Íslandssiglingum er haldið úti allt árið hjá Norrænu. Í fyrra var nýt- ingin ekki eins góð og æskilegt hefði verið en nú á að gera betur, reyna meðal annars að lokka hingað Norðmenn og Þjóðverja í ríkari mæli en áður. Jónas segir Austfar vera í samstarfi við Sér- leyfisbifreiðar Akureyrar, skamm- stafað SBA, sem keyra farþega um Norðurland og suður þaðan til Reykjavíkur en möguleikar eru á gistingu hvort sem er við Mývatn eða á Akureyri. ■ Vetraráætlun Norrænu: Íslandssiglingar allt árið Norræna er glæsiskip sem siglir allt árið til Íslands. Vel er að farþegum búið um borð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.