Fréttablaðið - 26.08.2004, Side 64
TÓNLEIKAR
17.00 Sumaróperan kemur í
geisladiskaverslunina 12 Tónar á
Skólavörðustíg 15 og flytur kafla
úr Happy End.
21.00 Dúndurfréttir taka Best of
Pink Floyd og Led Zeppelin á
Gauki á Stöng.
22.00 Gummi Jóns leikur og syngur
eigin lög, einn síns liðs með gítar-
inn, á Sjávarperlunni, Grindavík.
■ ■ ÚTIVIST
21.00 Helgi M. Sigurðsson sagn-
fræðingur gengur um Elliðaárdal-
inn til að kanna slóðir drauga, álfa
og afbrotarmanna. Lagt verður af
stað frá miðasölu Árbæjarsafns.
Ókeypis aðgangur.
■ ■ SÖNGLEIKIR
20.00 Sumaróperan sýnir söng-
leikinn Happy End í Gamla bíói,
að þessu sinni með textum á
skjávarpa fyrir heyrnarlausa.
36 26. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR
„Áður fyrr áttu sex bæir land að
Elliðaánum og það voru reimleikar
á þeim öllum,“ segir Helgi M. Sig-
urðsson safnvörður, sem ætlar að
ganga í fararbroddi draugagöngu
um Elliðaárdalinn í kvöld.
Draugaganga um Elliðaárdalinn
er orðinn árviss viðburður hjá
Helga. Þar segir Helgi sögur af
draugum, álfum, afbrotamönnum
og fleiri afbrigðilegum verum í
Elliðaárdal. Þessar sögugöngur um
myrkar slóðir Elliðaárdals hafa
jafnan verið mjög vel sóttar.
„Já, fólk hefur gaman af þessu.
Þetta er hvort tveggja hugsað til
þess að fólk fái sér heilsusamlega
göngu og svo tengi ég það við sögur
frá svæðinu. Þessar sögur varpa
svolítið öðru ljósi á landslagið og
svæðið.“
Sögurnar eru býsna mergjaðar
og kraftmiklar, segir Helgi. „Þarna
var til dæmis framið morð fyrir 300
árum og er til mjög ítarleg lýsing á
því og aftöku þeirra tveggja sem
stóðu að morðinu. Þetta var á þeim
tíma þegar menn voru hálshöggnir
og hausinn settur á stöng. Aftakan
fór fram á Kópavogsþingstað og
fyrir þrjátíu árum fannst dysin.
Hauskúpan var til fóta í gröfinni.“
Helgi segir algengara að
draugasögur tengist svæðum í
Elliðaárdal en annars staðar á
höfuðborgarsvæðinu.
„Við vitum að þessar huldu vætt-
ir eru meira og minna hugarburður
en það er líka áhugavert,“ segir
Helgi, en tekur þó fram að sjálfur
trúi hann öllum þessum sögum. ■
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
23 24 25 26 27 28 29
Fimmtudagur
ÁGÚST
6. sýning: fim. 26. ágúst kl. 20.00
7. sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00
Allra síðasta sýning
Örfá sæti laus
■ ■ SKEMMTANIR
20.00 Hljómsveitinn Orchestra Le
Grand Tango og Egill Ólafsson
koma fram á Grand Milonga-
kvöldi á Nasa við Austurvöll,
ásamt þeim Chisho og Eugenia
og Cecilia og Jean-Sebastien.
Bítlarnir spila á Hverfisbarnum.
Þótt tónlistin og söngurinn beri
gleðileikinn Happy End að mestu
leyti uppi er engu að síður vel hægt
að njóta sýningarinnar án þess að
heyra mikið, ekki síst ef leik- og
söngtexti er birtur á skjá jafnóð-
um, eins og Sumaróperan ætlar að
gera í Gamla bíói í kvöld.
„Hugmyndin er komin frá Guð-
mundi Jónssyni söngvara, sem er í
aðalhlutverkinu,“ segir Hrólfur Sæ-
mundsson, söngvari og forsprakki
Sumaróperunnar. „Hugmyndin
kviknaði af því að móðir Guðmund-
ar er heyrnarlaus. Okkur fannst
þetta svo fín hugmynd að við ákváð-
um að kýla á það. Mér skilst líka á
Guðmundi að þetta hafi áður verið
gert, til þess að veita heyrnarlaus-
um færi á að njóta þess að fara í
leikhús og óperuna án þess að bygg-
ja það bara út frá varalestri.“
Hrólfur segir þetta hafa mælst
vel fyrir hjá Félagi heyrnarlausra.
Hann veit ekki betur en að heyrn-
arlausir ætli að fjölmenna í óper-
una í kvöld.
Sýningin á Happy End í kvöld er
sú næstsíðasta en síðasta sýningin
verður á laugardagskvöldið. ■
Sungið fyrir heyrnarlausa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
BILL OG GRÁKLÆDDA KONAN
Í kvöld verður gamanóperan Happy End
sýnd með texta í Gamla bíói.
Segir frá draugunum í Elliðaárdal
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
HELGI M. SIGURÐSSON
Stjórnar draugagöngu um Elliðaárdalinn í kvöld.
■ TÓNLIST
■ ÚTIVIST
GRAND
MILONG
A NIGHT
í kvöld á
NASA kl.
21:00-01:0
0
Tónleikar
Le Gran
d Tango
og Egill Ó
lafsson
Tangósýni
ng
frá Arge
ntínu
Chicho &
Eugenia
og Cecilia
& Jean-S
ebastien
Tangóball
Upplýsingar og miðasala
Kramhúsið s. 551 5103 og við innganginn á Nasa
H
A
D
A
Y
A
d
e
s
ig
n
/L
jó
s
m
.
S
ig
u
rð
u
r
J
ö
k
u
ll