Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.09.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 05.09.2004, Qupperneq 38
22 5. september 2004 SUNNUDAGUR BLÓMKÁL (Brassica oleracea)TÓMATUR (Lycopersicon esculentum)SPERGILKÁL (Brassica oleracea) Trésmiðir Vegna aukinna verkefna framundan viljum við ráða til starfa trésmiði. Um er að ræða fram- kvæmdir við stækkun Norðuráls og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Möguleikar á húsnæði fyrir trésmiði af landsbyggðinni. Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Ístaks, Engjateigi 7 og í síma 530 2700 á skrifstofutíma milli 8:15 og 17. Sjá einnig heimasíðu Ístaks www.istak.is þar sem hægt er að ná í eyðublöð og senda. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Sunnudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  14.00 ÍBV og Valur mætast í Eyjum í Landsbankadeild kvenna.  14.00 FH og Fjölnir mætast í Landsbankadeild kvenna.  14.00 KR og Þór/KA/KS mætast í Landsbankadeild kvenna.  14.00 Breiðablik og Stjarnan mætast í Landsbankad. kvenna.  18.00 Úrslitaleikur kvenna í Reykjavík Open Leikið í Austurbergi.  20.00 Úrslitaleikur karla í Reykjavík Open Leikið í Austurbergi.  20.00 Úrslitaleikur Valsmótsins í körfubolta. Leikið á Hlíðarenda. Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen: Erum sársvekktir Klaufaskapur hjá Englendingum Englendingar misstu niður unninn leik gegn Austurríki. Zlatan Ibrahimovic skoraði fjögur mörk gegn Möltu. FÓTBOLTI „Við erum náttúrulega sársvekktir. Við vorum búnir að gera okkur miklar vonir eftir síð- asta leik og það er ekki annað hægt að segja en að við höfum klikkað á þessu,” sagði fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen í leiks- lok. „Fyrsta markið sló okkur mikið út af laginu. Mér fannst við spila ágætlega, sköpuðum okkur eitt og eitt hálffæri. Svo áttum við mjög gott færi þegar Heiðar skýtur yfir markið. Við ógnuðum ágætlega og þeir ná svo að skora í sinni fyrstu sókn. Það dró mikið úr okkur og það er erfitt að ná sér upp eftir það. Við fáum svo á okkur mark strax eftir hálfleik og náum að svara því ágætlega með marki úr vítaspyrnu en svo þegar þriðja markið kemur þá drepur það okk- ur endanlega.” Sem fyrr er stöðugleikinn vandamál hjá landsliðinu og fyrir- liðinn er meðvitaður um það. “Það er erfitt að segja hvað vantar varðandi stöðugleikann hjá liðinu. Í leiknum gegn Ítalíu fáum við allt með okkur, fólkið og stemningin var með ólíkindum þar sem við náum að komast yfir og bætum svo við öðru marki. Hefði verið svipuð saga hérna, að við værum fyrstir til að skora þá hefði leikurinn þróast öðruvísi. En búlgarska liðið er mjög vel skipulagt og vel spilandi,” sagði Eiður Smári Guðjohnsen. FÓTBOLTI Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM í gærkvöld. Eins og gengur og gerist var nokkuð um óvænt úrslit. Englendingar heimsóttu Austurríkismenn og voru í mjög góðri stöðu þegar 20 mínútur voru eftir. Þá kom slæmur tveggja mínútna kafli þar sem þeir fengu á sig tvö mörk og því urðu þeir að sætta sig við eitt stig í Vín. David James var kennt um klúðrið en mörkin sem hann fékk á sig í leiknum voru af ódýrari gerðinni. Í riðli okkar Íslendinga byrjuðu Króatar vel með því að leggja Ungverja á heimavelli, 3–0. Það má því búast við grimmu ungversku liði sem mætir Íslendingum í Búdapest á miðvikudag. Maður gærkvöldsins var þó tvímælalaust Svíinn Zlatan Ibrahimovic en hann skoraði fjögur mörk í Möltu – þar af þrjú á fyrstu 14 mínútum leiksins. Við fáum hann í heimsókn í október. Meðal óvæntustu úrslita gærkvöldsins var sigur Albana gegn nýkrýndum Evrópu- meisturum Grikkja. Ísrael kom einnig verulega á óvart með því að ná markalausu jafntefli gegn Frökkum á útivelli. Frakkar verða eflaust einhvern tíma að jafna sig á því að Zinedine Zidane sé hættur að leika með landsliðinu. Ítölum gekk betur í Noregi en á Íslandi, þeir mörðu 2–1 sigur á Norðmönnum. Frændur vorir Danir byrjuðu einnig frekar illa með því að gera 1-1 jafntefli gegn Úkraínu á heimavelli. Mikið var rætt og ritað um hvort Ronaldo ætti að spila með Portúgal gegn Lettum. Hann spilaði, skoraði og var maðurinn á bak við góðan 0–2 sigur Portúgala í Riga. LOK, LOK OG LÆS Eiður Smári Guðjohnsen var í strangri gæslu hjá búlgörsku varnar- mönnunum í gær. Fréttablaðið/Pjetur EKKERT GRÍN Í VÍN Englendingar fengu harðar móttökur í Vín í gær þar sem þeir náðu aðeins jafntefli gegn Austurríki. Michael Owen fær hér væna byltu í leiknum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.