Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 1
PÓLSKU Í GRUNNSKÓLA Í ný- útkominni skýrslu um þjónustu Hafnar- fjarðarbæjar við nýbúa kemur meðal annars fram að Pólverjar töldu pólskukennslu mikilvæga í skólum. Pólsk kona segir að hún kvarti ekki. Sjá síðu 2 BINDIEFNI ÚR FLUGVÉL Um 100 tonn af leir geta fokið af 40 ferkílómetra svæði í miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar við verstu aðstæður. Hugmyndir eru uppi um að dreifa bindiefni úr flugvél. Sjá síðu 4 162 INNBROT Á ÁRINU Lögreglu hefur tekist að fækka innbrotum um 33 prósent í sumar. Tilkynnt rán eru 1.134 á þessu ári. Yngsti innbrotsþjófurinn er undir 15 ára aldri, en sá elsti 52 ára. Sjá síðu 6 EKKI GASINU AÐ KENNA Dósent í eiturefnafræði á Rannsóknastofu Háskólans hafnar kenningum um að riðusjúkdómar orsakist af gaseitrun. Kenningar komu fram í kjölfar riðu í Árgerði í Skagafirði. Sjá síðu 6 GÖNGUTÚR Klukkan níu árdegis í dag efnir Ferðafélagið Útivist til göngu upp á Gagnheiði. Áhugasamir eru hvattir til að mæta stundvíslega, en brottför er frá BSÍ. Hugsa útgáfuna í stærra samhengi en bara fyrir íslenskan markað. ▲ SÍÐA 30 Tólf tónar: MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 14 Leikhús 17 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 12. september 2004 – 248. tölublað – 4. árgangur SÍÐUR 18 & 19 ▲ Þór Jakobsson: STÍF AUSTANÁTT Í DAG. Það verður úrkoma fram eftir degi í flestum landshlutum en það styttir upp syðra þegar líður á daginn. Sjá bls. 6. Telur ekki seinna vænna en að hefja undirbúning fyrir nýja siglingaleið á milli heimsálfa um Norður-Íshafið. Starfshópur utanríkisráðherra leggur í haust fram skýrslu um málið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Þjóðernið segir til sín: Isle Hessner sem er af grænlenskum og dönskum ættum vinnur út frá báðum grunnum í verkum sínum sem hún sýnir nú í Listasafni Sigurjóns. Meginhugmyndin í verkunum er sprottin af sundrungu sem hún segir tilkomna af því við lifum svo margskiptu lífi. SÍÐA 17 ▲ ÓHAPP Í UMFERÐINNI Ekki urðu miklar umferðartafir þegar loka þurfti Hringbraut vegna umferðarslyssins í gærkvöldi. STJÓRNMÁL Þingflokkur Framsókn- arflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við upp- byggingu dreifikerfis fyrirtækis- ins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæð- isflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi for- sætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfis- ins. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. „Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætis- ráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar,“ sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórn- endur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygg- inguna. Hann vill taka einkavæð- inguna til endurskoðunar. „Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjar- skipta- og sjónvarpsfyrirtæki.“ „Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifi- kerfi og gagnaflutningum,“ segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. „Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjar- náminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúr- lega bara alls ekki verið að standa sig í þessu,“ bætti hún við. „Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna,“ segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknar- flokks í Bolungarvík. „Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur.“ olikr@frettabladid.is ÞORVALDUR KRISTINSSON Formaður Samtakanna ‘78 gagnrýnir nýja skýrslu Landlæknisembættisins. Harður árekstur seint í gærkvöldi: Betur fór en á horfðist LÖGREGLUMÁL Tveir slösuðust lítil- lega þegar strætisvagn og tveir fólksbílar lentu í árekstri á mótum Smáragötu og Hringbraut- ar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Loka varð kafla Hringbrautar vegna slyssins þar sem annar fólksbíllinn valt við áreksturinn og var óttast á tímabili að um alvarlegt slys væri að ræða. Betur fór þó en á horfðist. Þrátt fyrir ljóta aðkomu kom ekki til þess að nota þyrfti tækjabíl slökkviliðs sem sendur var á staðinn. Tildrög slyssins voru ókunn þegar blaðið fór í prentun. ■ Davíð kannast ekki við skilyrði Þingmenn Framsóknarflokks eru óánægðir með hægagang í uppbyggingu dreifikerfis Símans. Þingflokkurinn gerði uppbyggingu dreifikerfisins að skilyrði fyrir einkavæðingu. Forsætisráðherra kannast ekki við slík skilyrði. Ungt samkynhneigt fólk Gleymdur áhættuhópur RÉTTINDAMÁL Þorvaldur Kristins- son, formaður Samtakanna '78 segir í helgarviðtalinu í blaðinu í dag að menn hér á landi þegi þunnu hljóði um samkynhneigða sem áhættuhóp. Í nýlegri skýrslu landlæknis um sjálfsvíg ungs fólks sé til dæmis hvergi minnst á samkynhneigða. Né heldur hafi verkefnisstjóri um sjálfsvígsfor- varnir á vegum landlæknis fjallað um samkynhneigða sem áhættu- hóp í nýlegu viðtali hjá Ríkisút- varpinu. Hann segist velta því fyrir sér hvort heilbrigðisyfirvöld skilji hvert þessi tepruskapur leiðir. Sjá síður 14 og 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.