Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 6
LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík hefur sett sér það markmið að fækka innbrotum í borginni um tuttugu prósent en þeim hefur fjölgað undanfarin ár. Hinrik Pálsson, rannsóknarlög- reglumaður, heldur utan um sér- stakt verkefni sem miðar að þessu. Hann segir að vel hafi tekist til. Innbrotum hafi fækkað um tólf prósent fyrstu átta mán- uði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þau séu nú 373 en voru 555 í fyrra. Sérstaklega hafi gengið vel í sumar þegar þeim fækkaði um 33 prósent. Hann telur því raunhæft að markmiðið náist. Hinrik segir lögreglu hafa lagt áherslu á aukna samvinnu á milli vakta og deilda innan lögreglunn- ar og við aðra, til dæmis öryggis- fyrirtæki og dómstóla. Þá hafi áhersla verið lögð á að stöðva virkustu brotamennina með sí- brotagæslu. Þannig sé komið í veg fyrir að einstaklingar gangi lausir, sem brotist hafa inn á marga staði á stuttum tíma og sem ætla megi að haldi því áfram. Níu hafa verið úrskurðaðir í síbrota- gæslu í Reykjavík á þessu ári. Tilkynnt rán hafa flest verið í bíla, 474, næst flest í atvinnuhús- næði, 273. Í 229 skipti hafi verið brotist inn á heimili og í 158 skipti á aðra staði. Ljóst er, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu, að innbrotum í heimahús fjölgar yfir sumartímann. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru lagðar fram 203 kærur vegna innbrots. 162 einstaklingar bera ábyrgð á þessum innbrotum, en sumir eru kærðir oftar en einu sinni. Sá iðnasti var kærður átta sinnum. Yngsti einstaklingurinn sem kærður var er fimmtán ára. Yngri einstaklingar komu við sögu hjá lögreglu vegna innbrota, en voru ekki kærðir vegna ósak- hæfis. Elsti einstaklingurinn, kærður fyrir innbrot, var 52 ára. Þeir skipta tugum sem stunda inn- brot að staðaldri og ljóst þykir að flestir þeirra eru meðal annars að fjármagna fíkniefnaneyslu. Hinrik segir innbrotsþjófa sækjast helst eftir fartölvum, skjávörpum, geislaspilurum og öðrum raftækjum. Hann segir mikinn markað með stolnar fartölvur, enda þurfi flest skóla- fólk fartölvur. Hann brýnir það því fyrir fólki að vera á verði fyrir of góðum tölvutilboðum. Hinrik segist ekki vita nákvæm- lega á hvaða verði stolnar tölvur gangi kaupum og sölum, en hann hafi heyrt að tölvur sem kosta rúmar 200.000 krónur út úr búð séu seldar fíkniefnasölum á þrjá- tíu til 50.000 krónur eða fyrir 25 grömm af hassi. Bílageislaspilara fái þeir fyrir eitt gramm af amfetamíni, sem sé metið á 3 til 5.000 krónur. Sá sem kaupir þýfi fær það að engu bætt komist upp um þjófnaðinn. ghg@frettabladid.is 6 12. september 2004 SUNNUDAGUR Nýjar kenningar um riðusjúkdóma: Gaseitrun ekki orsök sjúkdómsins LANDBÚNAÐUR Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði á Rann- sóknastofu Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði, segir alveg víst að riða sé smitsjúkdómur og orsakist ekki af gaseitrun vegna gerjunar í úrgangi dýra. Fram komu kenningar um slíkt í kjölfar riðu sem uppgötvaðist á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. „Hins vegar getur vel verið að fé verði sjúkt af því að anda að sér þessum lofttegundum sem um er að ræða í þessu til- viki, en það veldur ekki þessum sjúkdómi sem menn kalla riðu,“ segir Jakob og bendir á að langan tíma taki fyrir tauga- skemmdir af völdum leysiefna að koma fram. „Skepnur verða ekki svo gamlar. Það tekur meira að segja nokkur ár fyrir menn sem vinna í mjög meng- uðu umhverfi að fá greinilegar taugaskemmdir.“ Jakob segir að þótt margar spurningar séu varðandi próteinstubbinn príon sem sagður er valda riðu hafi sjúkdómurinn verið svo lengi til að tenging við gasmengun sé ólíkleg. „Fyrir þessum 120 árum voru menn ekki með haughús eða slíkt, heldur bara venjuleg fjárhús og á þeim tímum var fé mjög lítið á húsi.“ ■ Lögreglan ætlar að fækka innbrotum um fimmtung Lögreglunni hefur tekist að fækka innbrotum. Fækkaði um 33 prósent í sumar. Tilkynnt rán 1.134 á þessu ári. Yngsti innbrotsþjófurinn er undir 15 ára aldri, sá elsti 52 ára. Ingólfsfjall: Malarnám bannað UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að malarnám í Ingólfsfjalli sé óheimilt. Niðurstaðan er á sömu lund og álitsgerð sem stofnunin sendi frá sér í sumar. Þar með er ekki heimilt að vinna efni úr fjallinu fyrr en hefðbundinni máls- meðferð er lokið. Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfuss, segir að með úrskurði Skipulags- stofnunar sé málið aftur komið til landeigenda sem hafa kæru- rétt til Umhverfisráðuneytisins. Ósátt hefur ríkt um málið frá því í fyrrasumar. ■ ■ TÍSKA ÓSMEKKLEGAR AUGLÝSINGAR Ofurfyrirsætan Elle Macpherson á undir högg að sækja í heima- landi sínu vegna undirfataaug- lýsinga úr tískulínu sem hún framleiðir. Í auglýsingunum er þemað Stúlkur og hnífar og sést í einni þeirra stúlka á undirfatnaði að þrífa það sem virðist vera blóð af eldhúsgólfinu. Bretar hafa bannað sýningar á auglýsingunum fyrir klukkan níu á kvöldin. VEISTU SVARIÐ? 1.Í hvaða bæ á landinu er annar hvernemandi í tónlistarnámi? 2Hver er nú þriðji stærsti hluthafinn íÖssuri? 3Hvað heitir ný bók Stefáns Mána semkemur út í haust? Svörin eru á bls. 22 HINRIK PÁLSSON, RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR Segir innbrotsþjófa sækjast helst eftir fartölvum, skjávörpum, geislaspilurum og öðrum raftækjum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÁÆTLAÐ GÖTUVERÐ ÞÝFIS: Geislaspilari í bíl Um 1 gr. af amfetamíni 3.000 - 5.000kr. Fartölvur Um 10 gr. af amfetamíni 30.000 - 50.000kr. Skjávarpar Rúm 10 gr. af amfetamíni Rúmar 50.000 kr. JAKOB KRISTINSSON Dósent í eiturefnafræði á Rannsóknastofu Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði. Landlæknir: Aukin sjálfs- víg barna HEILBRIGÐISMÁL Sjálfsvíg barna undir fimmtán ára aldri eru sjalfgæf en fjölgar samt „óhugn- anlega mikið,“ að því er fram kemur í nýju upplýsingariti Land- læknisembættisins. Fram kemur að sjálfsvíg séu meðal fimm algengustu dánarorsaka í aldurs- hópnum 15 til 19 ára í heiminum. Ritið kom út á föstudag í tilefni alþjóðlegs sjálfsvígsforvarnadags Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar. Þar kemur ennfremur fram að oft er erfitt að greina hvort um sjálfsmorð eða banaslys er að ræða meðal barna og unglinga, einkum við atvik eins og fall af háum stað, of stóran lyfjaskammt eða umferðarslys. Útgáfan er liður í forvarnaverkefninu Þjóð gegn þunglyndi, en nálgast má bæklinginn í heild sinni á vef landlæknisembættisins. ■ ÚR MIÐBÆ REYKJAVÍKUR Áfengisneysla unglinga er sögð geta stuðlað að þunglyndi. 2000 1.536 2001 1.875 2002 2.120 2003 1.850 2004 1.134 Það sem af er ári FJÖLDI TILKYNNTRA INNBROTA Í REYKJAVÍK ÁRIÐ 2000 TIL 2004.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.