Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 32
24 12. september 2004 SUNNUDAGUR ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Á Alfa er fjallað um mikilvægustu spurningar lífsins í afslöppuðu umhverfi. Alfa er 10 vikna námskeið um kristna trú. Kvöldmatur, fræðsla og lifandi umræður. http://www.alfa.is Leitaðu svara! - Skráning er í fullum gangi. - Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567-7752, 557-3734, 553-0877. - Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. - Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2005 ...30 tíma spilun Ef ég væri sjam- pó væri gaman að vera til. S t æ r s t u m hluta tímans myndi ég eyða á baðbrúninni eða í þar til gerðum standi og bíða eftir því að vera notaður. Ég myndi klæð- ast löngum og mjóum brúsa sem væri fagur- lega skreyttur. Þegar að stóru stundinni kæmi yrði aðeins lítill hluti af mér notaður í einu. Litla hlutanum yrði nuddað í hár- svörðinn og hann látinn sitja þar smástund. Síðan yrði hann skol- aður úr og hárið á viðkomandi yrði hreint, gljáandi og glæsi- legt – ekki ólíkt því sem gerist þegar vindurinn blæs um hár leikara í rómantískum bíómynd- um. Ég myndi skapa vellíðan, afslöppun og unaðslega tilfinn- ingu. Ekki væri verra ef ég myndi viðhalda litnum og vítamínbæta hárið. Ó, hve lífið yrði yndislegt. Stundum gæti það þó komið fyrir að lítill hluti af litla hlutan- um af mér myndi leka niður í augu. Það er lítið sem ég gæti gert við því en ég myndi taka það nærri mér. Lítil augu myndu skæla eins og þau ættu lífið að leysa og litla hlutanum yrði nuddað stíft inn í augnbotnanna bara til að gera hlutina verri. Það myndi sem betur fer ekki gerast oft. Þá væri ekki gaman að vera til. En svona er lífið – stundum gleði og stundum sorg. Ef ég væri sjampó væri líf- tími minn að vísu lítill. Hann gæti varað frá mánuði og niður í viku, allt eftir þörfum hvers og eins. Þegar notkuninni svo lýkur myndi ég sameinast vatninu og renna í stríðum, en fallegum, straumi í niðurfallið og út í sjó. Þar tæki svo við allt annað líf þar sem ég gæti synt um á með- al fiskanna og notið lífsins, tandurhreint. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON Á SÉR DRAUM Ef ég væri sjampó M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Þú hringir, er það ekki? En þegar þú ert búin að því? Þá ætla ég að kafa undir Norð- urpólinn og verð þar í þrjú til fjögur ár. Þrjú til fjögur ár undir Norðurpólnum og síðan í fyrsta mannaða geimfarinu sem fer til Úranusar. En ég get beðið. Svona, svona. Hann er skraut- legur maður en sem betur fer á hann vini sem geta stutt við bakið á honum.... Þetta er þér fyrir bestu. ...og gefið honum knús. Sorrý, er ekki með síma. En þú getur hringt úr símaklefa Ömurleg áætlun! Ég fæ innilokun- arkennd í símaklefum. Hvað með að hittast í Vetr- argarðinum á morgun? Á morgun ætla ég að láta fjar- lægja sníkju- dýr úr lifrinni á mér. Þá ætla ég yfir Grænlandsjökul á snjóþrúgum. Hvað með hinn daginn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.