Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 11
edda.is Haustkiljurnar komnar! „Hrífandi og litríkar myndir af fólki sem heyr lífsbaráttuna við grimmilegustu aðstæður.“ - Daily Mail „Bóksalinn í Kabúl er ein áhrifamesta bókin í ár.“ - Dag og Tid „Áleitin mynd af Afgönum, gjörólík nokkurri annarri bók um landið. Hún er heillandi lesning.“ - Sunday Times Með húmor og einstakri stílgáfu lýsir Linda Vilhjálmsdóttir þeim undarlegu myndum sem tilveran tekur á sig þegar lífinu er lifað í annarlegu hugarástandi. „Bókin er ferðalag fullt af myrkri og fullt af hlýju, en umfram allt heiðarlegt uppgjör manneskju sem fann útgöngu- leið. Steinn í vörðu edrúmennsku minnar.“ - Bubbi Morthens Geðbilun í ættinni - og fleiri sögur er eitt kunnasta verk Williams Saroyan. Sögurnar njóta sín til fulls í öndvegisþýðingu Gyrðis Elíassonar skálds. „Málkennd og hugblæ Gyrðis er seint hægt að lofa nóg ... Það er enginn svikinn af safninu í þessari kilju.“ - Páll Baldvin Baldvinsson, DV Elling vaknar á geðdeild eftir að hafa fengið taugaáfall. Þar kynnist hann Kjell Bjarne sem líkt og Elling er ekki eins og fólk er flest. Á milli þessara sérkennilegu en ólíku manna fara að myndast óvenjuleg vináttutengsl, sem þó verða ekki átakalaus ... Sjálfstætt framhald af Elling - Paradís í sjónmáli og hlaut ein virtustu bókmenntaverðlaun í Noregi, Brageprisen. Kvikmyndin Mors Elling var gerð eftir bókinni og vakti mikla athygli. „Gáfuleg, sorgleg en um leið einstaklega fyndin bók.“ - Linn Ullmann Norska blaðakonan Åsne Seierstad var í Bagdad þegar fyrstu sprengjurnar féllu á borgina og þar til yfir lauk var hún í hringiðu atburða og flutti fréttir af vettvangi. Hún dregur upp áhrifamiklar myndir úr stríði, sem segja mikla sögu af lífi venjulegs fólks við hrikalegar aðstæður. Á einfaldan hátt tekst Åsne að gefa lesandanum lifandi innsýn í tiltekna hlið stríðsins í Írak, þess sem snýr að venjulegum borgurum. „Styrkur Åsne liggur í ótvíræðum hæfileikum hennar til að miðla til okkar hlutskipti venjulegs fólks í stríði.“ - Politiken

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.