Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 14
Þorvaldur Kristinsson, for-maður Samtakanna ´78, sat ínefnd sem nýlega skilaði skýrslu til forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra, en þar var meðal annars lagt til að samkynhneigð pör í staðfestri samvist fái að ættleiða íslensk börn. Nefndin klofnaði í afstöðu til þess hvort leyfa ætti ættleiðingar erlendra barna. „Það eru vissulega vonbrigði að ekki skyldi nást sam- komulag um að leggja til ættleið- ingar án undantekninga,“ segir Þorvaldur en leggur um leið áherslu á að hann hafi verið mjög ánægður með störf nefndarinnar. „Ágreiningur og átök trufla mig ekki nokkurn skapaðan hlut og hafa aldrei gert. Það sem truflar mig er lágkúrulegar rökleysur og kjánalegar staðhæfingar sem stangast á við viðurkennda þekk- ingu, eins og að það sé einhver munur á hæfni og getu samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra til að ala upp börn. Rannsóknir hafa löngu sýnt að sá munur er ekki til staðar. Góðu heilli freistaðist nefndin aldrei til að beita slíkum rökum. Hún vann af þekkingu og báðir aðilar báru fram rök sem krefjast umhugsunar, og alþingis- menn geta síðan vegið þau og metið og farið dýpra í saumana á þeim. Þannig á pólitík að vera, maður á að opna málin eins og hægt er með rökum og gagnrök- um, reyna að þétta röksemda- færsluna á báða bóga og afhenda síðan þeim sem taka ákvarðanirn- ar.“ Yfirstjórn á brúsapallinum Í skýrslu nefndarinnar er þjóðkirkj- an meðal annars hvött til að veita samkynhneigðum pörum kirkjulega vígslu. „Yfirstjórn þjóðkirkjunnar virðist hafa setið eftir á brúsapall- inum í þessari umræðu,“ segir Þorvaldur. „Samfélagsvagninn ekur stöðugt áfram en ég óttast það að kirkjan hafi misst af lestinni, að minnsta kosti í bili. Kirkjan er ríki í ríkinu, réttur hennar til að setja sínar trúarsetningar styðst við stjórnarskrárbundið trúfrelsi og þess vegna getur nefnd eins og þessi aðeins sett fram tilmæli. En það hefur margt jákvætt gerst síð- ustu árin innan kirkjunnar fyrir þrýsting frá samkynhneigðum og aðstandendum þeirra, og röksemda- færsla guðfræðinga sem styðja rétt samkynhneigðra til kirkjulegrar vígslu er á háu plani. Biskup Íslands, sem setti fram næsta aftur- haldssöm viðhorf til hjónavígslu lesbía og homma í hirðisbréfi sínu þegar hann tók við embætti, lét hins vegar frá sér fara þá merkilegu yf- irlýsingu fyrir ári að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að vígja samkynhneigða manneskju í emb- ætti prests. Umræðan innan þjóð- kirkjunnar er á hreyfingu og nú er að bíða og sjá hvað gerist. Per- sónulega fyndist mér það í anda nútímahátta að einungis sýslu- maður ætti rétt á að fara með hjónavígslu sem löggerning, bæði gagnvart gagnkynhneigðum og samkynhneigðum. Síðan væri fólki það í sjálfsvald sett hvort það vildi helga samband sitt fyrir altari drottins síns. Þannig er þessu háttað víða um lönd. Margir samkynhneigðir eru mér hins vegar ósammála og telja að kirkj- an verði að takast á við þessi mál út frá núverandi forsendum og komast að skýrri niðurstöðu. Bældar tilfinningar Þorvaldur hefur verið öflugur talsmaður samkynhneigðra í tvo áratugi og í sumar var hann sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar fyrir framlag sitt til mannréttindamála þeirra. Hann segist ekki hafa uppgötvað það einn góðan veðurdag að hann væri hommi. „Ekki frekar en maður uppgötvar skyndilega að maður sé Íslendingur. Það að vera Íslendingur er vitneskja sem síast inn í mann í nánu sam- spili við íslenska þjóð allt frá því maður horfir framan í ljósmóður sína. Og maður bætir við þjóð- ernisvitund sína langt fram eftir ævi. Sama er að segja um sam- kynhneigðina. Um fimmtán ára aldur vissi ég að ég vildi fremur pilta en stúlkur til ásta. Þetta var á Akureyri og ég hafði engar fyr- irmyndir en heyrði stundum af bræðrum nokkrum, hommum, sem sagðir voru búa á Eyrinni og börn voru vöruð við þeim. Þetta voru grýlur þeirra tíma. Ég sá þann kost vænstan að bæla til- finningar mínar hressilega niður, gerðist þess í stað iðinn nemandi og stillti mér snemma í dúxaröðina. Ég gerðist mikill fagmaður í öllu sem ég kom ná- lægt, það var mín leið til að bæla tilfinningarnar.“ Brotnar vonir Þar kom að ég átti í ástum við stúlkur og upp úr tvítugu eign- aðist ég konu og bjó með henni í tæpan áratug og ól upp dóttur hennar. Í nokkur ár var ég ham- ingjusamur í hjónabandi, átti gáfaða og skemmtilega konu, og við nutum ásta og kynlífs á áreynslulausan hátt. En ég vissi alltaf af minni leyndu þrá, hún var eins og óljós tregi sem fylgdi mér hvert sem ég fór. Þegar ég sá fallegan karlmann á götu átti ég til að snúa mér við til að horfa á hann og þá tók konan mín eftir þessu. „Hvað gengur á?“ spurði hún og ég sagði sem var að mér þætti maðurinn fallegur. Hún var sér því alla tíð vitandi um þessa þrá mína, en það varð okkur aldrei að ágreiningsefni eða ónáðaði okkar samband fyrr en nokkru eftir örlagaríkan atburð sem varð til þess að ég horfðist í augu við að hneigð mín til karla var kjarni tilfinningalífsins. Á þessum árum var ég í ís- lenskunámi í Háskóla Íslands og morgun einn í desember 1976 þegar ég gekk gegnum Hljóm- skálagarðinn á leið í tíma, sá ég umhverfið skyndilega eins og í gegnum brotinn spegil. Ég horfði á Jónas Kristjánsson, prófessor, tvöfaldan þennan morgun, en fór svo til augnlæknis sem saup and- köf fyrir framan mig og sendi mig á augabragði á sjúkrahús. Net- himnan á öðru auga hafði losnað og hin stóð svo tæpt á sínum stað að tvísýnt var hvort ég héldi sjón. Meðfæddur veikleiki sem enginn hafði vitað af. Í hönd fór langt ferðalag og ótal skurðaðgerðir á sjúkrahúsum heimsins, fyrst í Reykjavík, síðan í Kaupmanna- höfn og loks í London. Þegar ég stóð upp af sjúkrabeði eftir vetur- inn hafði margt gerst. Einhvers staðar á leiðinni hafði ég brotnað saman en bitið það af mér og leynt því fyrir öðrum. Ég þekkti ekki orðið áfallahjálp, og var aldrei boðið neitt slíkt. En þar sem ég stóð fyrir framan spegilinn, 26 ára, og horfði á sjálfan mig einu auga, fann ég að ég yrði að spyrja mig hver ég væri og hvað ég vildi, lífið var ekki lengur sjálfgefið. Varnirnar höfðu brotnað og ég kunni ekki lengur að ljúga að sjálfum mér um minn innsta mann. Ég hlaut að taka á leyndar- málinu sem stóð mér næst og var stærst, kynhneigð minni. Og það gerði ég á næstu árum.“ Kannast ekki við hugrekki Næstu árin bjó Þorvaldur í Kaup- mannahöfn með fjölskyldu sinni. Eftir að hafa búið þar í tvö ár tók hann af skarið og gerði upp málin við konu sína og dóttur. „Það var sárt en okkur tókst að varðveita vináttuna og það eitt skiptir máli.“ Þetta var árið 1980 en í Kaup- mannahöfn bjó Þorvaldur áfram í tvö ár og blandaði meðal annars geði við hóp sem kallaði sig „Karl- mannahreyfinguna“. „Þar kynnt- ist ég hommum í fyrsta sinn á ævinni og komst að því að þetta voru engar skrækjandi skelli- bjöllur, bara hlýir og fallegir karl- menn. Um þetta leyti varð ég alvarlega ástfanginn af pilti og þegar maður verður hrifinn og fer að lifa kynlífi þá vaknar maður enn skýrar til vitundar um það hvað maður vill. Mín saga er í rauninni ekkert frábrugðin sögu annarra nema að einu leyti: Ég er af þeirri kynslóð Íslendinga sem kemur seint úr skápnum. Ég er dæmigert tímanna tákn.“ Þorvaldur gekk strax í samtök samkynhneigðra í Danmörku og ferðaðist milli skóla til að fræða um samkynhneigð, en sneri heim til Íslands árið 1982 og varð áber- andi talsmaður homma hér á landi. „Ég ætlaði mér aldrei að verða opinber hommi, en nauðsyn krafði,“ segir hann. „Við vorum svo fá í byrjun níunda áratugarins sem gátum staðið fyrir málstað samkynhneigðra hvar sem var og hvenær sem var. Andrúmsloftið á þessum tíma var bælt og kúgað, mikil sjálfseyðing í gangi, drykkjuskapur og sjálfshatur. Mér fannst þetta óþolandi ástand og var alltaf á leið til útlanda aftur en ákvað samt að þrauka. En til að þrauka hlaut ég að leggja mitt af mörkum til að breyta þess- um heimi. Ég er mikill prívatmaður að upplagi og hef enga þörf til að koma opinberlega fram. En ég lít á það sem þegnskyldu hvers og eins sem kann að tala og tjá sig og býr yfir þokkalegri rökvísi að tala máli þess hóps sem hann tilheyrir. 14 12. september 2004 SUNNUDAGUR ENSKA ER OKKAR MÁL • Talnámskeið - 7 vikur • Viðskiptanámskeið • Einkatímar • Enskunám erlendis • Kennt á mismunandi stigum • Barnanámskeið (5-15 ára) • Málfræði og skrift • Þjóðfélagsleg umræða • Kvikmyndaumræða • Frítt kunnáttumat og ráðgjöf Enskunámskeið að hefjast Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ‘78, var 26 ára þegar hann tók á stærsta leyndarmáli sínu, samkynhneigð sinni. Hann segir þá sögu og ræðir um stöðu samkynhneigðra. „En þar sem ég stóð fyrir framan spegilinn, 26 ára, og horfði á sjálfan mig einu auga, fann ég að ég yrði að spyrja mig hver ég væri og hvað ég vildi, lífið var ekki lengur sjálfgefið. Varnirnar höfðu brotnað og ég kunni ekki lengur að ljúga að sjálfum mér um minn innsta mann.“ Yfirstjórn þjóð- kirkjunnar virðist hafa setið eftir á brúsapall- inum í þessari umræðu. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ég er dæmigert tímanna tákn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.