Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 12. september 2004 15
...kemur 17. september!
Miðasölusími: 551 1200
Netfang: midasala@leikhusid.is
Veffang: www.leikhusid.is
10 tilnefningar – Þrenn Grímuverðlaun!
Leiksýning ársins - Leikstjóri ársins: Baltasar Kormákur
Leikmynd ársins: Gretar Reynisson
Sýning sem enginn má missa af!
Takmarkaður sýningarfjöldi!
Aðrar tilnefningar:
Ólafía Hrönn Jónsdóttir: Leikkona ársins í aðalhlutverki
Þröstur Leó Gunnarsson: Leikari ársins í aukahlutverki
Brynhildur Guðjónsdóttir: Leikkona ársins í aukahlutverki
Edda Arnljótsdóttir: Leikkona ársins í aukahluverki
Björn Bergsteinn Guðmundsson: Lýsing ársins
Helga I. Stefánsdóttir: Búningar ársins
Baltasar Kormákur og Hallgrímur Helgason: Leikverk ársins
Fólk hélt stundum, hér fyrr á
árum, að við þessi fáu byggjum
yfir hugrekki. Ég hef aldrei kann-
ast við hugrekki í sjálfum mér. Ég
er ekki einu sinni viss um að ég
skilji þetta orð. Á yngri árum var
ég snöggur upp á lagið og þegar
að mér var saumað rauk ég upp.
Þegar að samkynhneigðum var
saumað gat ég bara ekki á mér
setið. Ég stóð upp og sagði mein-
ingu mína. En það átti ekkert
skylt við hugrekki. Þarna var á
ferðinni framhleypni og hispurs-
leysi sem mér var áskapað og gat
stundum komið mér í klemmu. En
þótt ég yrði stundum skíthræddur
eftir að hafa komið hreint til dyr-
anna þegar lesbíur og hommar
voru til umræðu, þá þokaði hisp-
ursleysið mér fetinu framar, og
smám saman varð það sem var
áður erfitt bara eins og að drekka
vatn.
Þorvaldur hefur ekki verið í
sambúð í áratugi. „Ég er ekki sú
manngerð sem passar í sambúð.
Ég þarf jafn mikið á ást og vináttu
að halda og annað fólk en sambúð
er ekki á dagskrá. Það er mikil-
vægt að hafa í huga að það er hluti
af rétti hins frjálsa nútímamanns
að geta valið sambúðarhætti sína.
Það er alls ekki öllum fyrir bestu
að búa með maka.“
Siðleysi þagnarinnar
Það er ekki óeðlilegt að spyrja
hvort viðhorf í þjóðfélaginu hafi
breyst svo mikið að það teljist
nokkuð tiltökumál fyrir ungt fólk
að koma út úr skápnum. „Það er
svo magnað og merkilegt að
fyrsta skrefið er nær öllum óum-
ræðilega erfitt og jafnvel óbæri-
legt,“ segir Þorvaldur. „Í menn-
ingu okkar hefur alltaf legið
andúð á samkynhneigðum, sem
ekki sér fyrir endann á og lýsir
sér hvað best í fúkyrðunum. Það
er í rauninni ekki fyrr en ungt
fólk heyrir jákvæða umræðu um
samkynhneigð í skólum eða meðal
félaga sinna að það fær kjark til
að rjúfa einangrun sína. Samkyn-
hneigðir unglingar þjást oft mikið
áður en þeir rata á vettvang Sam-
takanna ´78 og hitta aðra á svip-
uðu reki, en þar er blómleg ung-
liðahreyfing að starfi sem hefur
bjargað lífi margra, bara með því
að vera hlý og almennileg við
næsta mann.“
Erlendar rannsóknir sýna að
tíðni sjálfsvígstilrauna er há
meðal samkynhneigðra. Ekki eru
til sambærilegar rannsóknir á
Íslandi. „Okkur sárvantar rann-
sóknir,“ segir Þorvaldur, „og
óneitanlega óttast ég um mitt fólk
hvað þetta varðar, að margt sam-
kynhneigt fólk gefist upp áður en
því tekst að rjúfa einangrun sína
og nálgast sína líka. Því við það
gufar lunginn af þjáningunni út í
loftið. En hér á landi þegja menn
þunnu hljóði um samkynhneigða
sem áhættuhóp. Í nýlegri skýrslu
landlæknis um sjálfsvíg ungs
fólks er hvergi minnst á samkyn-
hneigða og í vikunni var ég að
hlusta á Salbjörgu Bjarnadóttur,
verkefnisstjóra um sjálfsvígsfor-
varnir á vegum landlæknis, í
Spegli ríkisútvarpsins. Þar taldi
hún í löngu máli upp hvern
áhættuhópinn af öðrum sem
þyrfti að sinna, en lét hjá líða að
nefna þann sem helst er til um-
ræðu á Vesturlöndum í dag, sam-
kynhneigð ungmenni á aldrinum
15-25 ára, sem ekki hafa bundist
eða kynnst öðrum samkynhneigð-
um. Ég velti því fyrir mér hvort
heilbrigðisyfirvöld skilji hvert
þessi tepruskapur leiðir. Með
þögninni eru menn að fremja það
siðleysi að fela úrræðin fyrir
ungum hommum og lesbíum og
neita þeim beinlínis um hjálp til
jákvæðra fyrirmynda. Það getur
valdið því að viðkomandi fer í
hundana og hverfur jafnvel inn í
eilífðina, án þess að við fréttum af
því.
Þeir erfiðleikar sem mæta
samkynhneigðum eru vissulega
til staðar, en þeir eru mjög
leyndir og það þarf kunnáttu til að
koma auga á þá. En fyrir mann-
eskju sem kemst yfir þennan
fyrsta hjalla og nær að rjúfa ein-
angrun sína er hið samkyn-
hneigða hlutskipti á Íslandi auð-
velt í dag, einkum ef viðkomandi
þarf ekki jafnframt að berjast við
ýmsa sammannlega bresti, svo
sem fíknir eða geðveilu. Ég hef
sagt upp á síðkastið að nú ríki
ágæt þjóðarsátt um tilveru sam-
kynhneigðra hér á landi, og þá
skiptir öllu máli að varðveita
þessa þjóðarsátt og efla hana enn
frekar.“
Fyrir nokkrum misserum gerði
Þorvaldur kvikmynd ásamt
Hrafnhildi Gunnarsdóttur þar
sem ungt samkynhneigt fólk á
Íslandi segir frá reynslu sinni.
„Kvikmyndin hefur nú þegar haft
gríðarleg áhrif hér á landi og létt
mörgum lífið,“ segir Þorvaldur.
„Ég neita því ekki að ég er býsna
glaður þegar ég hugsa til þess að
við Hrabba skulum hafa átt svo-
lítinn þátt í að breyta lífi manna
með svo sterkum miðli sem kvik-
myndin er.“
kolla@frettabladid.is
„Andrúmsloftið á þessum tíma var bælt og kúgað, mikil sjálfseyðing í gangi, drykkjuskapur
og sjálfshatur. Mér fannst þetta óþolandi ástand og var alltaf á leið til útlanda aftur en
ákvað samt að þrauka. En til að þrauka hlaut ég að leggja mitt af mörkum til að breyta
þessum heimi.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Á þriðjudögum
Smáauglýsingasíminn er 550 5000
auglysingar@frettabladid.is