Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 28
FÓTBOLTI Það var búist við hörkuleik þegar Íslandsmeistarar Vals og ÍBV mættust í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli í gær enda voru þar á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu – það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Glorhungraðar Eyjastúlkur Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð – leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðars- dóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar – þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannes- dóttir skoraði mark 12 mínútum fyr- ir leikslok og var það virkilega sann- gjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völl- inn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarenda- stelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbót- artíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa próf- raun – stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk Liðsheildin var sterk og í raun var enginn einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. „Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjör- samlega óðum í færum. Vals- stelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuld- aður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Vildum athygli Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfald- lega orðin hundleið á því og vilj- um fá smá athygli og fáum hana núna,“ sagði Heimir léttur í lund og bætti við: „Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeist- aratitilinn.“ Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnars- dóttir var algjör yfirburðarmann- eskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum þrátt fyrir að hún fái engin tækifæri með landsliðinu. sms@frettabladid.is 20 12. september 2004 SUNNUDAGUR Við mælum með ... ... að Þróttarar spili fullt tímabil á næsta ári þegar þeir mæta í Lands- bankadeild karla á ný. Þróttur hefur bara spilað helming síðustu tímabila af einherju viti, fékk 22 af 33 stigum sínum í seinni umferð 1. deildar 2002, 18 af 22 stigum sínum í fyrri umferð Landsbankadeildarinnar í fyrra og 17 af 29 stigum sínum í seinni umferð 1. deildar í sumar. „Við völtuðum yfir þá í fyrsta leikhluta. Við hefðum átt að halda uppteknum hætti eftir það.“ Hlynur Bæringsson leikmaður körfuboltalands- liðsins eftir tap gegn Dönum í fyrrakvöld.sport@frettabladid.is Við skiljum ekki ... ... af hverju fagnaðarlæti Eyjastúlkna voru ekki meiri og innilegri eftir að fyrsti stóri titill félagsins í kvenna- flokki var í höfn í gær. ÍBV-liðið gat kennt Valsliðinu sitthvað í fótbolta en hefði mátt fá kennslustund í fögnuði frá Íslandsmeisturum af Hlíðarenda. NÝKRÝNDIR MEISTARAR Hér á mynd- inni að ofan sjást nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV samankomnir eftir 2–0 sigur á Val í gær. Til hægri sést Íris Sæmundsdóttir taka við bikarnum í leikslok, fyrst knattspyrnu- kvenna úr Eyjum. Fréttablaðið/E.Ól. Bikarinn í fyrsta sinn til Eyja ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals á Laugardalsvelli í gærdag. Þetta er fyrsti stóri titill kvennaliðs ÍBV Kópavogi Auður Ólafsdóttir, Gsm: 8929599, E-mail: audur@remax.is BARNAFATAVERSLUN Vegna sérstakra ástæðna vorum við að fá í sölu barnafataverslun í leiguhúsnæði við Síðumúla. Verslunin hefur verið stafrækt í fjölda ára og hefur góða viðskiptavild. Guðmundur þórðarson - Lögg.fasteignasali Heimilisfang: Flúðasel 65 Stærð eignar: 104 fm Fjöldi herb.: 5 Byggingarár: 1976 Brunab.mat: 15,9 millj. Bílskúr: Stæði Verð: 14,5 millj. OPIÐ HÚS - Flúðasel 65 OPIÐ HÚS KL. 16:00-17:00 Mikið endurnýjuð 4-5 her- bergja íbúð á efstu hæð í Flúðaseli, ásamt bílskýli. 4 svefnherbergi, parketlögð stofa, gengið út á yfirbyggð- ar svalir. Baðherbergi og eld- hús voru endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Ásdís Ósk, asdis@remax.is GSM: 8630402 Hans Pétur Jónsson Lögg.fasteignasali Heimilisfang: Hverafold 27 Stærð eignar: 86m7 fm Fjöldi herb.: 3 Byggingarár: 1985 Brunab.mat: 12,5 millj. Bílskúr: Já Verð: 15,6 millj. OPIÐ HÚS - Hverafold 27 OPIÐ HÚS KL. 17:00-18:00. Rúmgóð og björt 3ja her- bergja íbúð með frábæru útsýni og bílskúr. Parket og flísar á gólfum. 2 rúmgóð svefnherbergi. Skemmtileg íbúð sem er vert að kíkja á. Ásdís Ósk, asdis@remax.is GSM: 8630402 Hans Pétur Jónsson Lögg.fasteignasali Heimilisfang: Iðufell 12 Stærð eignar: 85 fm Fjöldi herb.: 3 Byggingarár: 1973 Brunab.mat: 10,2 millj. Verð: 10,6 millj. OPIÐ HÚS - Iðufell 12 OPIÐ HÚS KL. 14:00-15:00 3ja herbergja íbúð á 2.hæð í klæddu fjölbýli. 2 svefnher- bergi, bæði með skápum, eldhús með efri og neðri skápum og borðkrók. Stofa með útgengt á yfirbyggðar svalir. Ásdís Ósk, asdis@remax.is GSM: 8630402 Hans Pétur Jónsson Lögg.fasteignasali Heimilisfang: Laugarvegur 60 Stærð eignar: 78,5 fm Fjöldi herb.: 3 Byggingarár: 1912 Brunab.mat: 11,2 millj. Verð: 17,0 millj. OPIÐ HÚS - Laugavegur 60 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 18:00-19:00. Glæsileg og alveg endur- nýjuð risíbúð. Opið eldhús og stofa, 2 rúmgóð her- bergi, annað með fataskáp, hitt með fataherbergi, stór- glæsilegt baðherbergi og geymsla. Möguleiki á að kaupa alla eignina, 2 íbúðir og verslun. Ásdís Ósk, asdis@remax.is GSM: 8630402 Hans Pétur Jónsson Lögg.fasteignasali Heimilisfang: Æsufell 6, 3.h Stærð eignar: 114,5 fm Fjöldi herb.: 5 Byggingarár: 1971 Brunab.mat: 13,5 millj. Verð: 12,2 millj. OPIÐ HÚS - Æsufell 6 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15:00-16:00. 5 herbergja íbúð 3.hæð í lyftuhúsi. 3 svefnherbergi, möguleiki á 4 herbergjum. Stofa og borðstofa eru sam- liggjandi, útgengt á svalir sem snúa yfir garð. Ásdís Ósk, asdis@remax.is GSM: 8630402 Hans Pétur Jónsson Lögg.fasteignasali SEL T Elísabet, þjálfari Vals: Betra liðið vann leikinn FÓTBOLTI „Við vorum einfaldlega slakara liðið í þessum leik - betra liðið vann og þær áttu þetta fyllilega skilið. Við vor- um ekki tilbúnar í dag og það var alveg greinilegt að þær ætluðu sér bikarinn en okkur vantaði viljann. Nú er þetta tímabil að baki og þótt við hefðum auðvitað viljað enda það með sigri þá er uppskeran engu að síður frábær og við munum koma enn sterkari til leiks á næsta tímabili - erum hvergi nærri hættar,“ sagði El- ísabet Gunnarsdóttir þjálfari Valsliðsins í knattspyrnu. ■ 1–0 Bryndís Jóhannesdóttir 78. 2–0 Mhairi Gilmour 90. BEST Á VELLINUM Rachel Kruze ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 21–14 (12–5) Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 11–8 Rangstöður 8–1 MJÖG GÓÐAR Rachel Kruze ÍBV Guðbjörg Gunnarsdóttir Val GÓÐAR Olga Færseth ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Íris Sæmundsdóttir ÍBV Karen Burke ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Michelle Barr ÍBV Samantha Britton ÍBV 2-0 ÍBV VALUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.