Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 26
18 12. september 2004 SUNNUDAGUR Starfshópur á vegum utanríkis- ráðuneytisins leggur í haust fyrir ráðherra skýrslu um nýjar siglingaleiðir sem kunna vegna loftslagsbreytinga að vera að opnast á Norður-Íshafi. Þór Jakobsson, veðurfræðingur sem sæti á í starfshópnum og er með fyrstu mönnum til að benda á möguleikana sem kunna að vera fólgnir í bráðnun íss á Norður- skautinu, segir ekki seinna vænna en að hefja strax undir- búning hér á landi. Gunnar Pálsson, sendiherra og skrifstofustjóri auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, sem fer fyrir starfshópnum segir tilganginn að kanna bæði tækifæri og áhættu sem breytingarnar kunna að hafa í för með sér fyrir þjóðina. „Við Íslendingar, eins og öll ríkin við norður- vænginn, erum að verða vitni af miklum loftlagsbreytingum í okkar heimshluta. Ein fyrirsjá- anleg afleiðing breytinganna er þiðnun íss á Norðurskautinu og brotthvarf íshettunnar í áföng- um. Sumir vísindamenn telja að svo geti farið að Norðurpóllinn sjálfur verði horfinn á innan við hundrað árum,“ segir Gunnar, en bætir um leið við að vitan- lega séu kenningar vísindanna oft umdeildar. „Ein afleiðing þessara breytinga er auðvitað að ný siglingaleið opnast fyrir Norðurskautið, bæði norðvest- urleið og norðausturleið. Þegar tímar líða sjáum við svo jafnvel fram á að siglingaleið opnist yfir pólinn.“ Stóraukin iðnaðarstarfsemi Gunnar segir að verði af bráðn- un pólsins blasi við að öllu flutn- ingakerfi og samgöngum á sjó í heiminum verði gerbylt. „Þetta mun hafa efnahagslegar afleið- ingar, öryggis-, pólitískar- og umhverfisafleiðingar fyrir öll þessi ríki. Þess vegna töldum við tímabært að gera úttekt á því hvaða tækifæri væru fólgin í þessari fyrirsjáanlegu þróun fyrir Íslendinga, til dæmis á sviði flutninga. Eitt af því sem reynt er að meta er hvort landið geti orðið umskipunarhöfn á nýrri alþjóðlegri flutningaleið. En við viljum ekki bara kynna okkur hugsanleg tækifæri heldur líka meta og greina mögulega áhættu sem í þessu gæti verið fólgin, ef til dæmis yrði farið út í að flytja olíu í stórum stíl skammt frá strönd- um landsins. Við viljum huga að því hvaða umhverfisafleiðingar þróunin getur haft, því þegar ísinn þiðnar og hverfur þá opn- ast auðvitað æ fleiri tækifæri til auðlindanýtingar á norðurslóð- um. Þannig má búast við stór- aukinni iðnaðarstarfsemi og sjávarsamgöngum á svæðinu í framtíðinni og það hlýtur að hafa áhrif á viðkvæmt vistkerfi Norðursins. Við viljum þess vegna í skýrslu af þessu tagi kanna hvort tveggja tækifærin og áhættuna.“ Tilgang skýrslunnar segir Gunnar síður vera að koma fram með ítarlegar tillögur fyrir stjórnvöld, heldur gefa sem gleggsta mynd af því sem er að gerast. „Stjórnvöld geta svo lagt vinnu í að móta stefnu- viðbrögð. Við leggjum á þessu stigi meiri áherslu á að útskýra og gefa glögga mynd að ástand- inu frekar en að vera með ítar- legar tillögur. Það er hlutur sem svo væntanlega gerist í kjöl- farið. Stjórnvöld ákveða hvern- ig þau bregðast við skýrslu af þessu tagi. Við lítum svo á að verið sé að ýta úr vör með mjög umfangsmikla vinnu. Þessa skýrsla hefur á engan hátt síðasta orðið,“ segir Gunnar. Skipafélög fylgjast með Höskuldur H. Ólafsson, aðstoð- arforstjóri Eimskipafélagsins, segir vangaveltur um siglinga- leið yfir Norður-Íshafið mjög áhugaverðar og segir skipafé- lagið fylgjast mjög vel með framvindu mála. „Við höfum tekið þátt í nefndarstörfum vegna þessa og tökum þátt í þessu undirbúningsstarfi á vegum utanríkisráðuneytisins,“ segir hann en telur þó óvissu- þætti gera erfitt um áætlana- gerð vegna þessara siglinga. „Það þarf að glíma við veður og verið er að horfa jafnvel 20 til 40 ár fram í tímann. Leiðin er núna tæknilega opin um fjóra ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON, BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL SIGLINGAR UM NORÐUR-ÍSHAFIÐ HAFÍS Uppi eru hugmyndir um að hér á landi verði umskipunarhöfn fyrir sjóflutninga um Norður- Íshafið. Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins skilar í haust skýrslu um málið. Norðurpóllinn horfinn á innan við hundrað árum Miklir möguleikar kunna að vera fólgnir í nýrri siglingaleið milli heimsálfa um Norður-Íshafið. Starfshópur utanríkisráðherra leggur í haust fram skýrslu um málið. Þór Jakobsson veðurfræðingur telur ekki seinna vænna en að hefja undirbúning. NORÐURPÓLLINN Loftslagsbreytingar gera að verkum að nýjar siglingaleiðir eru að myndast á milli heimsálfa, bæði norðvestur og norðaustur fyrir Norðurpólinn og síðar jafnvel þvert yfir hann. M YN D /Þ Ó R JA KO B SS O N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.