Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 89 stk. Keypt & selt 22 stk. Þjónusta 12 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 20 stk. Atvinna 33 stk. Tilkynningar 3 stk. Námsráðgjafi óskast í Hafnarfirði BLS. 2 Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 12. september, 256. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.43 13.24 20.03 Akureyri 6.24 13.09 19.51 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Kaupmaðurinn á horninu er orðinn að hálf- gerðri goðsögn á Íslandi. Þó er einn og einn í fullu fjöri og þar á meðal er Þórður Björnsson í Hlíðakjöri við Eskihlíð. Þórður er nýlega byrjaður í bransanum og er svo bjartsýnn að hann er búinn að kaupa Sunnubúðina við Lönguhlíð líka, hvorutveggja rótgrónar hverf- isverslanir. Heildsali er að taka niður pöntun hjá honum í Hlíðakjöri þegar blaðamaður ranglar inn. Þórður býður samt strax góðan dag og gerir sig kláran í afgreiðslu en er beðinn blessaður að halda áfram að kaupa inn, erindið sé bara að forvitnast um hvernig lífið gangi fyrir sig í svona lítilli búð. Þarna er ótrúlegt úrval af varningi á fáum fermetrum, allt frá brýnustu nauð- synjum eins og brauði og mjólk til meiri munaðarvara eins og hlynsýróps og freist- andi kókoskex. Meira að segja nammibar úti í horni. Maður hélt það væri helst eldra fólk sem verslaði í svona hverfisbúð en þá stund sem blaðamaður staldrar við er meðalaldur kúnnanna milli tvítugs og þrítugs. „Til ham- ingju með nýja bílinn,” segir Þórður við einn unga manninn og fylgist greinilega með því sem er að gerast í lífi viðskiptavinanna. Ung kona er spurð af blaðamanni hvort þetta sé búðin hennar. „Mér finnst voða gott að skjót- ast hér inn og versla um leið og ég næ í barnið á leikskólann,” svarar hún. Þegar um hægist hjá kaupmanninum er hann tekinn tali. „Ég hef alltaf haft áhuga á búðarrekstri,î segir hann. “Frændi minn var kaupmaður. Rak Sunnukjör í húsinu sem Fréttablaðið er nú í og átti Sunnubúð- ina í Lönguhlíð með öðrum. Þannig að hún er að koma aftur í fjölskylduna.î Sjálfur kveðst Þórður einkum hafa starfað kring- um bíla og á tímabili rekið eigin varahluta- verslun. Hann hafi farið í nám í markaðs- fræði hjá Endurmenntun Háskólans fyrir fáum árum og eftir að hafa misst vinnuna sína hafi hann farið að leita sér að fyrir- tæki til kaups á netinu. „Þá datt ég niður á Hlíðakjör og eftir viku var ég búinn að taka við. Það var um miðjan desember í fyrra.” Hann segist hafa fjölgað vöruteg- undum en vera með lítið af öllu nema mjólk og gosi. „Búðin er opin frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin þannig að þetta er eiginlega sjoppa á kvöldin líka og þegar gott er í sjónvarpinu þá er ég með góða sölu!” segir hann brosandi. Þórður tekur við Sunnubúðinni um næstu mánaðamót. Þá verður hátíð í hverf- inu. „Þegar ég byrjaði hér í Hlíðakjöri var ég með línuskautamót. Nú ætla ég að efna til ratleiks. Það verður örugglega gaman,” segir hann og snýr sér svo að næsta kúnna. gun@frettabladid.is Kaupmaðurinn á horninu í útrás: Alltaf haft áhuga á búðarrekstri atvinna@frettabladid.is Atvinnulausir á landinu voru 4.492 í lok ágúst og hafði fækkað um 220 frá því í júlílok. Kynja- skiptingin er þannig að 2.536 konur eru atvinnulausar á landinu en 1.956 karlar. Einkum hafði dregið úr atvinnuleysi á lands- byggðinni og má meðal annars þakka það lengingu ferðamanna- tímans. Skólafólk er farið úr sum- arstörfunum að sinna lærdóm- num og aðrir taka við að þjóna hausttúristunum auk þess sem framkvæmdir eru allsstaðar á fullu. Slæmu fréttirnar eru þær að atvinnulausum konum á höfuð- borgarsvæðinu fækkar ekki. Þær voru 1.727 í ágústlok. Starfsmenn í framhalds- skólum á Íslandi eru tæplega 2.300 og þar af rúmlega 1.600 við kennslu. Konur eru 54 prósent starfsmanna og karlar 46 prósent en dæmið snýst við þegar talið er fólk sem starfar við kennslu. Hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla en karlar eru fleiri en konur í stjórnunarstörfum til dæmis eru 81 prósent skóla- meistara karlar og 76 prósent að- stoðarskólameistara. Vestnorden kaupstefnan hefst á morgun í Laugardalshöll. Sýnendur eru 133 og eru Íslend- ingar lang fjölmennastir eins og jafnan áður. Ríflega 100 kaup- endur frá 18 löndum eru skráðir til þátttöku að þessu sinni, meðal annars fyrirtæki frá Ástralíu, N.- Ameríku og Rússlandi en flest eru þó frá nágrannaríkjum okkar. Í launaviðtölum við vinnuveit- endur bera yngri Svíar fram harðari kröfur um hærri laun en þeir sem eldri eru að því er fram kemur í lauslegri könnun Göte- borgsposten. Ungir starfsmenn halda óhikað fram kostum sínum og eru óhræddir við að sannfæra séffann um þá. Þetta gildir jafnt í sænskum einkafyrirtækjum og hjá því opinbera. Árlegt launaviðtal er alls staðar komið inn í samninga og yngra fólkið er óhrætt að færa sér það í nyt. Þórður veitir snögga en persónulega þjónustu. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Af hverju borða kjúklingar með nefinu? Glaður og gefandi Starfsmaður óskast í skilastöðu. Um er að ræða 25-40% starf. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 557 7071 og 899 2056. Sjá einnig heimasíðu leikskólans regnbogi.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.