Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.09.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Auðurinn Afkoma stórfyrirtækja hefur aldreiverið betri. Meðalstór fyrirtæki skila ótrúlegum arði. Smæstu fyrir- tæki skila helmingi meiri hagnaði í ár en í fyrra. ÚTVARP og sjónvarp flytja daglega fréttir af því að tekjur bankanna hafi tífaldast eftir að þeir voru einka- væddir. Ríkið hefur verið heppið að losna við tapið á þeim. Almenningur fagnar að þeir skuli hafa lent í góðum höndum og hagsæld allra aukist. ÁLVERIÐ við Kárahnjúka er mestu framkvæmdir í Íslandssögunni sem færa þjóðinni hamingju í jöfnu hlut- falli við stærð. DAGLEGA er brotist inn í sjoppu með byssu til að ná peningum úr kassanum. Afgreiðslukonan fær mynd af sér í blöðum. Árásarmaðurinn næst. Hann er yfirheyrður. Málið telst upplýst og honum sleppt. Kveikt er í bílum og blossarnir fuðra upp um húsveggi. Rætt er við vitni. Þau fá viðtal í fjöl- miðlum daginn eftir. Um hádegið næst brennuvargurinn. Hann er tekinn til yfirheyrslu. Málið telst upplýst. Hon- um er sleppt. FORSETAR halda ræður um mestu auðlegð þjóðarinnar. Allir eru þeim sammála um að sá auður sem felst í manninum skipti höfuðmáli. Af öllum þessum mannauði er mest að finna í börnum. Vegna þess að þau erfa landið. BROTIST er inn í barnaskóla, öllu umturnað, rúður brotnar og fartölvum stolið. Þjófarnir og skemmdarvarg- arnir nást. Málið telst upplýst. Þeim er sleppt. ÞRÁTT FYRIR allt erum við ekki enn komin á það stig að vinna hryðjuverk á skólabörnum, eins og algengt er í ríkj- unum sem við dáðum mest fyrir nokkrum áratugum. Varla nokkur maður hélt vatni yfir hrifningu sinni á dýrðarríkjunum tveimur: Banda- ríkjunum og Rússlandi. Í SKÓLUM hér eru ekki framdir glæpir gegn börnum. Sá mannauður sem lærir þar, til að auka sinn gróða sem einstaklingar og þjóð, skilar meiri arði en allir hinir sameinuðu og ósigr- andi einkabankar. Bráðum verður barnaauðurinn sendur heim meðan kennarar fara í verkfall til að auka tekjur sínar sem hafa aðeins skánað. VERÐA kennarar handsamaðir fyrir að skaða mannauð barna. Verða þeir yfirheyrðir? Verður mál þeirra talið upplýst? Verður þeim síðan sleppt? BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SM S skeytið JA GNF á númerið 1 900 og þú gæt ir unnið. 8. hver vin nur. XXXx Vinnin gar eru : • Miðar á mynd ina • DVD m yndir • Margt fleira. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.