Fréttablaðið - 14.09.2004, Page 4
KÖNNUN Fréttablaðið er sá fjölmiðill
sem flestir landsmenn nota, það er
mest lesna dagblað landsins og nýtur
yfirburða í öllum aldursflokkum,
alla daga vikunnar.
Samkvæmt nýrri könnun Gallups
lesa 69 prósent landsmanna Frétta-
blaðið á hverjum degi. 51 prósent les
Morgunblaðið og 17 prósent DV. Er
þá miðað við meðallestur en lestur-
inn er mismunandi eftir dögum.
Lestur Fréttablaðsins og Morgun-
blaðsins er sá sami og var í síðustu
könnun Gallups, sem gerð var í maí,
en færri lesa DV nú en í vor.
Mestur mældist lestur Frétta-
blaðsins á miðvikudegi, 76 prósent,
en minnstur á sunnudegi, 62 prósent.
Lestur Morgunblaðsins mældist
mestur á föstudegi, 51 prósent, en
minnstur á mánudegi, 48 prósent.
Lestur DV var 16 prósent fjóra daga
vikunnar en 21 prósent á laugardegi.
Lestur Fréttablaðsins á höfuð-
borgarsvæðinu mældist nú tæp 74
prósent og á landsbyggðinni rúm 62
prósent. Morgunblaðið var lesið af
tæpum 59 prósentum íbúa höfuð-
borgarsvæðisins og 37 prósentum
íbúa landsbyggðarinnar. Lestur DV
er svipaður á höfuðborgarsvæðinu
og landsbyggðinni.
Samkvæmt þessu hefur Frétta-
blaðið fest sig enn í sessi sem vin-
sælasti fjölmiðill landsins. Það er
sama hvar borið er niður, alls staðar
nýtur blaðið yfirburða og sumstaðar
mikilla.
Þegar öllum helstu fjölmiðlum
landsins er stillt upp hlið við hlið og
notkun þeirra borin saman er Sjón-
varpið í öðru sæti, líkt og í könnun-
inni í maí. Morgunblaðið er í þriðja
sæti, hefur sætaskipti við Stöð 2 og
helgast breytingin af talsvert minna
áhorfi á Stöð 2. Rás 2, Bylgjan og
Skjár einn koma í næstu sætum og
þar á eftir Rás 1 og DV.
Lestur Fréttablaðsins er mestur
meðal fimmtugs fólks og eldra, 76
prósent. 65 prósent fólks á þeim
aldri lesa Morgunblaðið og 19 pró-
sent DV. 72 prósent landsmanna á
aldrinum 25 til 49 ára lesa Frétta-
blaðið, 50 prósent Morgunblaðið og
19 prósent DV. Sé yngsti hópurinn,
12 til 24 ára, skoðaður má sjá að lest-
ur Fréttablaðsins er 53 prósent, 33
prósent lesa Morgunblaðið og 11 pró-
sent DV.
Könnun Gallups var dagbókar-
könnun og var gerð dagana 11. til 17.
ágúst. Í úrtaki voru 1.200 manns á
aldrinum 12 til 80 ára, valdir með til-
viljunaraðferð úr þjóðskrá. Eftir að
látnir, veikir og fjarverandi höfðu
verið dregnir frá var endanlegt úr-
tak 1.129 manns. Svarendur voru 664
eða tæp 60 prósent endanlegs úrtaks.
51
%
M
or
gu
nb
la
ði
ð
4 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Allsherjarþing SÞ:
Geir leysir Davíð af
STJÓRNMÁL Geir H. Haarde
fjármálaráðherra flytur
ræðu Davíðs Oddssonar,
verðandi utanríkisráðherra,
á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í næstu viku.
Davíð Oddsson sagði í
viðtali við Fréttablaðið að
hann og Halldór Ásgrímsson
myndu leysa hvorn annan af
hér eftir sem hingað til,
þrátt fyrir stólaskipti þeirra
í ríkisstjórn á morgun. Hins
vegar yrði Halldór önnum
kafinn við að semja stefnu-
ræðu sína og kæmist ekki
frá í heila viku. Geir myndi í
leiðinni eiga tvíhliða fundi
við utanríkisráðherra ým-
issa annara ríkja sem hefðu
verið undirbúnir fyrir fram,
m.a. vegna framboðs Íslands
til öryggisráðsins.
Fjármálaráðherra sækir
jafnframt fund Alþjóða-
bankans í sömu ferð. Geir H.
Haarde sagði í viðtali við
blaðið að ekki bæri að lesa
neitt annað út úr þessu en að
hann leysti Davíð af hólmi
að þessu sinni. „Hann ákveð-
ur hvort einhver fari fyrir
hann hverju sinni,“ sagði
Geir. ■
Fréttablaðið
styrkir sig í sessi
Sjö af hverjum tíu landsmönnum lesa Fréttablaðið. Það er sá fjölmiðill
sem flestir nota. Lestur Fréttablaðsins á landsbyggðinni hefur aukist.
Sjónvarpsáhorf:
Minna horft
á Stöð 2
KÖNNUN Áhorf á Stöð 2 og Sýn var
nokkru minna í nýliðnum ágúst en
í maí þegar það var síðast kannað.
Sjónvarpið, Skjár einn og Popp
Tíví halda sínu.
93 prósent landsmanna horfðu
eitthvað á Sjónvarpið, 74 prósent
horfðu eitthvað á Stöð 2 og tæp 72
prósent á Skjá einn. Uppsafnað
áhorf á Popp Tíví mældist 24 pró-
sent en tæp 14 á Sýn.
Fréttir Sjónvarpsins eru sem
fyrr það sjónvarpsefni sem mest
er horft á og jókst áhorfið ögn
milli kannana. Að sama skapi eru
fréttir vinsælasta sjónvarpsefni
Stöðvar 2 en áhorfið á þeim bæn-
um minnkaði áhorfið um tæp þrjú
prósent frá í vor. ■
■ MIÐ-AUSTURLÖND
■ VIÐSKIPTI
Óttastu kennaraverkfall?
Spurning dagsins í dag:
Tekst FH-ingum að tryggja sér Íslands-
meistaratitilinn í fótbolta?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
37,05%
62,95%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
MEGA EKKI KJÓSA Ísraelska lög-
reglan lokaði sex skrifstofum
palestínsku yfirkjörstjórnarinnar
í Jerúsalem og handtók nokkra
starfsmenn. Ísraelar lögðu hald á
kjörskrár og sögðu starfsemina
brjóta gegn lögum sem banni
Palestínumönnum að efna til
kosninga í Austur-Jerúsalem.
FLÝÐI OG SNERI AFTUR Meintur
hryðjuverkamaður flýði úr haldi
lögreglu á leið úr dómsal í Barein
eftir að dómari framlengdi
gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hon-
um um mánuð. Hann gaf sig
fram við lögreglu um klukku-
stund síðar eftir að hafa heilsað
upp á konu sína og börn.
VALDABARÁTTA HAMLAR
KENNSLU Nemendur við arabísk-
bandaríska háskólann í Jenín
þurftu frá að hverfa í gær þegar
þeir mættu í skólann. Vígamenn
úr Píslarvættum al Aqsa hreyf-
ingarinnar höfðu búið um sig í
skólanum og neyddu skólayfir-
völd til að loka honum. Atvikið er
hluti af valdabaráttu hreyfingar-
innar við heimastjórn Jassers
Arafat.
ÞRÍR RÁÐNIR AF DÖGUM Þrír
Palestínumenn létu lífið þegar
ísraelsk herþyrla skaut flug-
skeyti á bíl í borginni Jenín á
Vesturbakkanum. Einn þeirra
sem létust var Mahmoud Abu
Halifa, einn af leiðtogum Píslar-
vætta al Aqsa.
mar
2001
okt
2001
mar
2002
okt
2002
feb
2003
mar
2003
jún
2003
sep
2003
nóv
2003
des
2003
feb
2004
mar
2004
maí
2004
ágú
2004
35
22
29
15 17
60
50
38
58
68 69 69
56
51
Fréttablaðið
Morgunblaðið
DV
MEÐALLESTUR DAGBLAÐA Á ÍSLANDI
Fréttablaðið kom fyrst út í apríl 2001 og hefur styrkt sig sem mest lesna blað landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ ER SÁ FJÖLMIÐILL
SEM FLESTIR NOTA
Byggt er á meðallestri blaða, uppsöfnuðu
áhorfi sjónvarpsstöðva og hlustun
útvarpsstöðva.
69
%
17
%
66
%
44
%
38
% 35
% 33
% 29
%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
Sj
ón
va
rp
ið
St
öð
2
Rá
s
2
B
yl
gj
an
Sk
já
r
ei
nn
Rá
s
1
D
V
VINSÆLASTA SJÓNVARPSEFNIÐ
1 Fréttir Sjónvarpsins (RÚV) 43,4%
2 Setningarathöfn Ól. (RÚV) 42,6%
3 Fréttir Stöðvar 2 (St. 2) 27,4%
4 Kastljósið (RÚV) 26,1%
5 Ísland-Króatía á Ól. (RÚV) 25,9%
6 Chelsea-Man.Utd. (Skj. 1) 19,6%
7 The Practice (Skj. 1) 16,3%
8 Brúðkaupsþ. Já (Skj. 1) 15,6%
9 Law and Order (Skj. 1) 14,5%
10 Footballers’ Wives (Skj. 1) 10,7%
Dagblöð:
Mogginn
gefinn
KÖNNUN Morgunblaðinu var dreift
frítt til fjölda fólks, dagana sem
könnun Gallups á fjölmiðlanotkun
fór fram. Samkvæmt henni fengu
7,5 prósent íbúa höfuðborgar-
svæðisins blaðið sent til sín án
þess að greiða fyrir það. Til hlið-
sjónar má nefna að frídreifing
Morgunblaðsins var 3,5 prósent í
mars.
DV var líka dreift frítt til fólks
á könnunartímanum og fengu 3,9
prósent íbúa höfuðborgarsvæðis-
ins það án endurgjalds. ■
STJÓRNMÁL Stefán Jón Haf-
stein, formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylk-
ingarinnar, segir sjálfsagt
að ræða það í flokknum
hvort flýta eigi landsfundi
sem á að fara fram næsta
haust. Gunnar Svavarsson,
formaður sveitarstjórna-
ráðs Samfylkingarinnar,
hefur sagst verða var við
áhuga á því innan flokksins
að landsfundinum verði
flýtt svo að hugsanlegt upp-
gjör Össurar Skarphéðins-
sonar og Ingibjargar S.
Gísladóttur skarist ekki við
undirbúning sveitarstjórna-
kosninga. Stefán Jón segist
ekki hafa ákveðna skoðun á
þessu og hann segir málið
ekki hafa verið borið upp við
framkvæmdastjórnina. Það
sé því ekki á formlegu um-
ræðustigi innan flokksins. ■
Landsfundur Samfylkingar:
Breytingar ekki
ræddar formlega
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Ekki komið til formlegrar umræðu
innan flokksins að flýta landsfundi.
Helguvík:
Lóðin
tvöfölduð
IÐNAÐUR Reykjanesbær og banda-
ríski stálpípuframleiðandinn IPT
hafa samið um stækkun lóðar í
Helguvík þar sem til stendur að
reisa stálpípuverksmiðju. IPT
hefur þá nýtt sér ákvæði í lóðar-
samningi þar sem kveðið er á um
möguleika félagsins á að stækka
lóðina. Við þetta tvöfaldast lóðin
að flatarmáli. Frestur IPT til að
afla fjár til að reisa verksmiðjuna
rennur út í lok nóvember. Áætlað
er að bygging stálpípuverk-
smiðjuverksmiðjunnar í Helguvík
kosti um fimm milljarða króna og
gert er ráð fyrir að nær 200
manns muni starfa við hana. ■
GEIR H. HAARDE
Fer fyrir Davíð Oddsson til New York í Bandaríkjunum.
OG VODAFONE HÆKKAR Hluta-
bréf í Og Vodafone hækkuðu um
tólf prósent í líflegum viðskipt-
um í Kauphöll Íslands í gær.
Þetta gerist í kjölfar kaupa Norð-
urljósa á 35 prósenta hlut í félag-
inu um helgina. Norðurljós keyp-
tu hlut sinn á genginu 4,20 en
lokagengi bréfa í Og Vodafone í
gær var 4. Verðið sem Norðurljós
greiddi var um sautján prósent-
um yfir markaðsverði á föstudag-
inn en þá stóð gengi þeirra í 3,57.